Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 22
 26. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hestavörur Keppni í Meistaradeild VÍS í hesta- íþróttum hefst á fimmtudaginn í Ölfushöll klukkan 19.30 með grein- inni smali/hraðafimi. Meistaradeild VÍS er mótaröð sjö móta, haldin frá lok janúar og með hálfs mánaðar millibili fram í apríllok. Keppendur eru úrval bestu hestaíþróttamanna Íslands. Mótin eru stutt og áhorfenda- væn, spanna um það bil tvær og hálfa klukkustund og eru oftast haldin innanhúss. Keppt er í sjö greinum og eru sjö lið með þremur knöpum í hverju. Keppt um einstaklings- árangur auk þess sem stigahæsta liðið vinnur liðakeppnina. Á fimmtudaginn hefst keppnin eins og áður sagði á smala. Eftir tvær vikur verður keppt í fjór- gangi, þá slaktaumatölti, gæð- ingafimi og fimmgangi. Hinn 10. apríl verður skeiðmót og loka- mótið verður fimmtudaginn 22. apríl en þá er keppt í tölti og flug- skeiði. Beinar útsendingar verða frá öllum mótum í samstarfi við Hesta- fréttir en einnig verða þættir um deildina á RÚV. Keppt verður í smala á fimmtudaginn í Ölfushöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Meistaradeildin hefst með smala í vikunni Hann snýst kringum hesta allan daginn, kennir og temur og er með 45 hross á húsi, bæði í eigin eigu og annarra. Róbert Petersen, reiðkennari og tamningamaður, var heim- sóttur í Víðidalinn. Róbert er með alhliða þjónustu við hesta og hestafólk, leigir út pláss með fóðrun og hirðingu og marg- ir sækja einkatíma í reiðmennsku hjá honum, auk þess sem hann kennir á námskeiðum hjá Fáki. „Ég hjálpa fólki að ná góðu sam- bandi við hestana sína og bæta sig í reiðmennsku,“ segir hann og upplýsir að kvenfólk sé í miklum meirihluta þeirra sem sækja nám- skeiðin. „Þetta er svolítið að verða kvennasport,“ segir hann og telur það í samræmi við þróun í löndun- um í kringum okkur. „Sjálfur kveðst hann alinn upp við hestamennsku hér í bænum. „Einhverra hluta vegna var maður alltaf tilbúinn að fórna öllu öðru félagslífi fyrir hestamennsk- una. Svo þróast þetta stig af stigi og á endanum er maður kominn á bólakaf í þennan heim. Ég var einn vetur á Hólum fyrir nokkr- um árum og kláraði þar reiðkenn- arabraut. Nú kenni ég meira en að temja og þetta er að þróast í að verða fullt starf allt árið,“ segir Róbert. „Áður datt það niður á haustin en nú notar maður haustin í frumtamningar og að lesa efni- viðinn út. Þegar á líður veturinn er meira um þjálfun ræktunar- hrossa og undirbúning fyrir sýn- ingar á vorin,“ lýsir hann. Hvernig skyldi ganga að selja hross í dag? „Markaðurinn hrundi gersamlega innanlands þegar krónan féll en að sama skapi opn- aðist aftur fyrir sölu til útlanda.“ Enn segir Róbert Bandaríkja- markað þungan en vissulega gríð- arstóran. „Ég á vin sem starfar við hestamennsku í Ameríku og flakkar þar mikið á milli stór- sýninga. Ég hef farið með honum í tvígang og það er alveg ótrú- legt hvað íslenski hesturinn nær alltaf huga og hjörtum áhorfenda umfram alla hina. Það gerir tölt- ið, fasið og frjálslegheitin. Þetta er einstök skepna sem við eigum.“ - gun Þetta er einstök skepna „Íslenski hesturinn nær alltaf huga og hjörtum áhorfenda umfram alla hina,“ segir Róbert er hann rifjar upp reynslu sína af stór- sýningum í Ameríku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● ÍÞRÓTTAKONA MOSFELLSBÆJAR Linda Rún Pétursdóttir var kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar 2010, ásamt Kristjáni Þór Einarssyni golfíþróttamanni. Linda Rún náði þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í tölti ungmenna í heimsleikum íslenska hestsins í Sviss síðastliðið sumar, var í 2. sæti á Reykjavíkurmeistaramóti í töltkeppni ungmenna og 1. sæti í tölti ungmenna og í fjórgangi á félagsmóti Harðar í Mosfellsbæ. Linda Rún keppti einnig fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti í Sví- þjóð og lenti í 4. sæti í fjórgangi og var valin efnilegasti knapi ársins yfir landið 2009. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is s. 512 5471 ● BEIN ÚTSENDING FRÁ ÖLFUSHÖLL Hestvit ehf., fyrirtæki Huldu Gústafsdóttur og Hinriks Bragasonar, býður áhorfendum Hestaf- rétta upp á beina útsendingu frá sölusýningunni sem verður haldin í Ölf- ushöll laugardaginn 30. janúar næstkomandi klukkan 19. Hestvit sérhæfir sig meðal annars í út- flutningi á hrossum. Undirbúningur fyrir sýninguna er hafinn og hægt er að skrá hesta með því að senda tölvupóst á elka@simnet.is. Frítt er inn fyrir áhorfendur og veglegri söluskrá dreift ókeypis að auki. Þá verður sýningin í heild sinni aðgengi- leg inni á vefsjónvarpi Hestafrétta og á www.hest.is. 20% afsláttur á meðan birgðir endast! Metasys er áhrifaríkt fæðubótaefni sem hefur hjálpað þúsundum Íslendinga við að létta sig. Að auki er Metasys mjög heilnæmt og þykir auka orku og úthald. Þeir sem hafa náð bestum árangri á Metasys hafa bætt inn hæfi- legri hreyfingu og viðhaft skynsamlegt mataræði Kíktu inn á www.metasys.is Þú færð Metasys í heilsu- og lyfjaverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 100% náttúrulegt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.