Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 24
 26. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR Hrímnir PRO Sætið er einstaklega þægilegt og veitir gott jafnvægi. Hið einstaka Dupont® hnakkvirki dreifir þyngd knapans vel yfir bak hestsins. Hægt er stilla vídd virkisins með X-change járnum. Bayflex® í undirdýnum, sæti og hnépúðum. Stærri hnépúðar en Hrímnir Legacy og styður því betur við knapa sem leita eftir lóðréttri ásetu. Leðrið er frá Remy Carriat í Frakklandi. Verð 339.900 Hrímnir Legacy SoftSeat Sætið er einstaklega þægilegt og veitir gott jafnvægi. Hið einstaka Dupont® hnakkvirki dreifir þyngd knapans vel yfir bak hestsins. Hægt er stilla vídd virkisins með X-change járnum. Bayflex® í undirdýnum, sæti og hnépúðum. Hnakkurinn er úr ítölsku leðri Verð 299.900 TÝR Svipuð uppbygging og Hrímnir hnakkarnir, nema undirdýnurnar eru með AMS® kerfi, þ.e. kjarninn er ull (A), utan um hana er þunnur neoprene svampur (B) og yst er leðrið. Neoprene svam- purinn dregur úr því að álagspunktar myndast fá ullinni og stuðlar því að betri þyngdardreyfingu. Verð 299.900 Pessoa þjálfunarbúnaður Notað rétt getur búnaðurinn verið frábær til að hjálpa hestinum að finna jafn- vægi sitt og byggja upp meiri burð. X-change járn Hægt að stilla vídd hnakkanna með því að skipta út járnunum og tekur það ekki nema örfáar mínútur. Fáanleg í M, MW, W og XW Icesaddles er fyrirtæki sem sér- hæfir sig í þróun á framleiðslu á reiðtygjum fyrir íslenska hestinn. Rúnar Þór Guðbrands- son, eigandi fyrirtækisins, segir hnakkana njóta mikilla vinsælda hérlendis sem og erlendis en þeir eru seldir í tíu löndum. Hnakkarnir eru framleiddir undir vörumerkinu Hrímnir og Týr og búnir að vera á markaðnum í tíu ár. „Þetta eru hágæðahnakk- ar, geysivinsælir og vinsældir Hrímnis, sem til er í nokkrum út- gáfum, eru stöðugt að aukast en hann hefur reynst vel í keppni og við almennar útreiðar. Vinsælasti hnakkurinn í dag, Hrímnir PRO, kom á markað fyrir um það bil einu og hálfu ári og er hnakkur í hæsta gæðaflokki,“ segir Rúnar. Hrímnir PRO er framleidd- ur úr leðri frá Remy Carriat í Frakklandi. „Í hnakknum er frá- bært hnakkvirki sem kallast Du- Pont Flex-tree, sem hefur góða mýkt og lagar sig vel að byggingu og hreyfingum hestsins. Hnakk- urinn er með undirdýnum sem heilsuvörufyrirtækið Bayer þróaði í samvinnu við hnakkaframleið- andann. Þær eru steyptar í mót, eru þar af leiðandi mjög mjúkar, eftirgefanlegar og dreifa þyngd knapans vel. Knapinn er þannig kominn í hámarkssamband strax í fyrsta reiðtúr,“ segir Rúnar Þór og bætir við að ekki þurfi að fylla eða stoppa í þessar dýnur. Hnakkurinn veitir mjög gott sæti og dreifir þyngd knapans vel yfir bak hestsins. Hnépúðarnir styðja einnig vel við knapann og gefa honum góða ásetu. „Virkið er líka með svokölluðum „X-change“ möguleika sem gefur fólki möguleika á að stilla vídd virkisins sem er gríðarlega áríð- andi því hnakkurinn þarf að passa hestinum, rétt eins og við sjálf þurfum að ganga í skóm af réttri stærð. Til að hesturinn geti geng- ið rétt og eðlilega og hafi mögu- leika á að byggja upp vöðva verð- ur hann að vera óþvingaður undir hnakknum.“ Fyrirtækið er líka með hnakk sem heitir Hrímnir Legacy sem reynst hefur frábærlega og þykir mjög mjúkur og þægilegur fyrir bæði knapa og hest. „Einnig erum við með hnakkinn Týr sem er svipað uppbyggður og Hrímn- ir Legacy nema hann er með ull í undirdýnunum. Auk hnakk- anna framleiðum við jafnframt öll helstu reiðtygi fyrir íslenska hestinn.“ Vörur Icesaddles eru seldar í verslunum Líflands í Reykjavík og á Akureyri, í Fákasporti á Ak- ureyri, í Hestahorni B&B Akra- nesi og verslun Baldvins og Þor- valdar á Selfossi. Mikilvægt að hnakkurinn henti hestinum sem best Hnakkar Icesaddles þykja búa yfir miklum gæðum en Rúnar Þór Guðbrandsson, eigandi fyrirtækisins, segir að fólk geti kynnt sér vörurnar frekar á www.hnakkar.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● VINSÆL ÍSTÖLTSÝNING Í DANMÖRKU Ekki eru mjög mörg ár síðan farið var að keppa í tölti á skautasvelli innanhúss en með sanni má segja að sú hugmynd hafi verið með þeim betri sem íslenskir hestamenn hafa fengið. Bæði hefur slík keppni notið mikilla vinsælda hér heima en einnig hefur hún vakið athygli erlendis. Slík mót hafa verið sett á fót í nokkrum nágrannalöndum okkar, þar á meðal Danmörku. Á heimasíðu Íslandshestafélagsins í Danmörku er sagt frá því að löngu er orðið uppselt á uppákomuna Istölt 2010 sem haldin verður í skautahöllinni í Frederikshavn á Jótlandi næstkomandi föstudag, 29. janúar. Þá hefur keppnin einnig fengið töluverða umfjöllun og var meðal annars innslag á sjónvarpsstöð- inni TV2 Nord á dögunum. www.islandshest.dk Nýtt kaffihús var opnað á neðri hæð Reiðhallarinnar í Víðidal á laugardag. „Mætingin var góð, ekki síst í ljósi þess að þetta var varla auglýst,“ segir Sonja Gylfa- dóttir, hjá kaffihúsinu, sem er í eigu Björns Baldurssonar, eiganda og rekstrarstjóra veitingastaðar- ins Domo. Stöðugur straumur gesta var á kaffihúsið sem er það fyrsta sem er opnað í húsinu og gátu þeir meðal annars gætt sér á kaffi, kakói, gosi, ávaxtadrykkjum, bakkelsi og sushi. „Hér leggjum við mikið upp úr heimabakstri til að halda verðinu niðri,“ útskýrir Sonja og bætir við að sushi-ið sé frá Domo komið. Opnun kaffihússins mæltist vel fyrir meðal gesta, einkum hunda- eigenda sem var velkomið að koma inn fyrir með þá hunda sem höguðu sér vel. „Fólk hefur um langt skeið verið að pressa á Björn að opna kaffihús í Reiðhöllinni, en hann hefur ekki haft tíma til að láta verða af því fyrr en nú,“ segir Sonja. Kaffihúsið verður fyrst um sinn haft opið um helgar frá klukk- an 12 til 18. Sonja reiknar þó með að opnunartím- inn verði sveigjanlegri eftir því sem nær dreg- ur vori. Nýtt kaffihús í Reiðhöllinni Kaffi og sushi er á meðal þess sem er á boðstólum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.