Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 26
 26. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR Verslunin Hestagallerí er vel staðsett í Ögurhvarfi við Elliðavatn því þaðan er stutt í hesthúsahverfi og reiðleiðir. Lúther Guðmundsson er þar hæstráðandi. Lúther selur allt sem viðkemur hestum og hestamennsku, annað en reiðskjótana sjálfa. Alltaf bæt- ist eitthvað nýtt við. Nú eru það þrjár týpur af hnökkum sem vekja mesta athygli, splunkuný mél sem eru að slá í gegn og heilsteypt ístöð úr áli sem eru mun léttari en þau hefðbundnu. Hnakkarnir eru nefndir eftir landskunnum kosta- gripum og heita Gletta, Drífa og Frami. Fræðumst nánar um þá. „Gletta var fræg hryssa í eigu Sigurðar Ólafssonar söngvara. Hún var hvít og hélt skeiðmetinu í 26 ár. Drífa er í eigu Sigurðar Sig- urðarsonar í Þjóðólfshaga. Hún er líka hvít og á heimsmet í hundrað metra skeiði. Við eigum svo Frama sem sonur minn keppti á í ungl- ingaflokki á síðasta landsmóti og vann,“ lýsir Lúther og bætir við: „Það hefur verið lenska að gefa öllum hnökkum graðhestanöfn en við viljum gera merunum líka hátt undir höfði.“ Þegar Lúther er spurður hvort um nýja hönnun sé að ræða á hnökkunum svarar hann: „Við erum með reynslubolta í búðinni hjá okkur sem heitir Erling Sig- urðsson og er sonur Sigga Óla. Hann er með puttana í öllu sem við gerum.“ Svo nefnir hann annan Erling til sögunnar, kyn- bótaknapa ársins 2009. Sá er Er- lingsson og hönnuður svokallaðra EE méla sem Lúther kveðst vera að markaðssetja með góðum árangri. „Hér eru á ferðinni mél sem setj- ast á hárréttan stað í munni hest- anna og þeir gefa eftir mun fyrr en áður því álagið er ekkert á tung- una,“ segir hann sannfærandi og upplýsir að bæði sé um hringamél og stangamél að ræða. „Til að ná fram sem mestri mýkt og bestri smíði þá eru mélin öll handpúss- uð,“ tekur hann fram og segir þetta verkefni búið að taka gríðarlegan tíma og kosta mikla vinnu en vera virkilega vel heppnað. „Erlingur er feikna næmur og einn af okkar bestu knöpum og það verður að segjast eins og er að þarna hefur hann alveg hitt í mark.“ Mélin setjast á hárréttan stað í munni hestanna „Það hefur verið lenska að gefa öllum hnökkum graðhestanöfn en við viljum gera merunum líka hátt undir höfði,“ segir Lúther, spurður út í nöfnin á nýju hnökkunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● HOLL VIST Skynjun og atferli hrossa með áherslu á hvernig þau upplifa umhverfið í hesthúsi verður til um- fjöllunar á námskeiðinu Hross í hollri vist sem verður kennt í Ásgarði á Hvanneyri laugardaginn 13. mars frá klukk- an 9.30 til 17. Einnig verður rætt um rétta hönnun loft- ræstingar í hesthúsum, hönnun og frágang gólfa, kosti og galla mismunandi undirburðar, aðbúnað hrossa og ann- arrar aðstöðu í hesthúsum sem og útigerðum. Umsjón og kennsla er í höndum Sigtryggs Veigars Herbertssonar og Snorra Sigurðssonar, sérfræðings hjá LBHÍ. Þess má geta að hægt er að óska eftir námskeiðinu hvert á land sem er sé næg þátttaka fyrir hendi (miðast við sextán manns). Nánari upplýsingar á www.lbhi.is.og skráning á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Efnt er til málstofu rannsóknanámsnema í Ársal á Hvanneyri í dag klukkan 14.30. Helga María Hafþórsdóttir, MS-nemi, ræðir um svæðanotkun og skyldleika fjögurra hálfvilltra hrossastóða í Seli í Landeyjum, samsetningu stóð- anna og ættgleggni stóðhestanna. Þorvaldur Kristjánsson doktorsnemi ræðir um tengsl byggingar og hæfileika íslenskra hrossa. Elín Fjóla Þórarinsdóttir, MS-nemi, fjallar um vindrof á sand- og vikursvæðum í nágrenni Heklu og segir frá mælingum á sandfoki á landslagsskala þar sem svokölluð einnar gildru aðferð er notuð. Einnig verða fyrstu niðurstöður mælinganna kynnt- ar. - kg Málstofa rannsóknanema Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.