Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 28
 26. JANÚAR 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● hestavörur Eitt af því sem telst nauðsynlegt til að hestunum líði vel er góður spónn í stíugólfin. Nú er spónn framleiddur á að minnsta kosti þremur stöðum á landinu, á Sval- barði í Þistilfirði, í Hestalist í Mos- fellsbæ og Gunnarsholti á Rang- árvöllum. Þetta telst til nýmælis í sögunni því lengst af hefur ein- ungis verið um innfluttan spón að ræða hér á landi. Íslenski spónninn er bæði til vitnis um grósku í skógrækt og hugvit. Í Gunnarsholti er hann framleiddur af Landgræðslunni og í Hestalist úr trjám sem fyrir- tækið hefur grisjað fyrir Skóg- rækt ríkisins og Reykjavíkur. Í Þistilfirðinum er skógur úr fjar- lægari löndum hins vegar nýttur í spóninn því hann rekur á fjör- ur þar nyrðra. „Það er nægur reki enn þá og kemur örugglega hell- ingur úr ísnum,“ segir Ágúst Guð- röðarson bóndi sem verður fyrir svörum á Svalbarði. - gun Íslenskt í stíugólfin Spónn fer vel með fætur hestanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI● UMDEILD SKEMMTUN Hestaat, einnig nefnt hestavíg eða hestaþing, var vinsæl al- þýðuskemmtun hér á öldum áður, og gekk út á það að láta hesta slást þar til önnur skepnan náði að hrinda hinni út úr hring. Þessi skemmtun er talin hafa borist með landnámsmönnum frá Noregi og átti vinsældum að fagna hér framan af. Ekki var þó öllum gefið um þessa iðju. Þeirra á meðal var Oddur Einars- son (1559-1630) biskup í Skál- holti sem fordæmdi hestaat á þeim forsendum að um heiðna skemmtun væri að ræða. Síð- asta hestaat sem sögur fara af hérlendis var háð að Illugastöð- um í Fnjóskadal árið 1623. Þess má geta að þótt hestaat hafi verið lagt af á Íslandi er það enn stundað úti í heimi. Meðal ann- ars hefur það verið liður í sum- arhátíð Miao-þjóðflokksins í Kína í nokkrar aldir. Heimild: www.ferlir.is. ● REIÐHALLIR RÍSA Tvær reiðhallir eru að rísa á austan- verðu landinu. Á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði hófust fram- kvæmdir síðasta vor og sam- kvæmt fréttum á vefnum www. freyfaxi.is hillir undir að stórhýsi verði tekið þar í notkun. Það er límtrésskemma, klædd yleining- um sem verður lyftistöng fyrir vetrarstarf félagsins. Á Hornafirði var byrjað skömmu fyrir jól að byggja á svæði hestamannafélagsins Hornfirðings við Stekkhól. Búið er að leggja vatnslögn að væntanlegri höll og lagning rafmagns og símastrengs er fyr- irhuguð á næstunni. Vélsmiðja Hornafjarðar og Foss stefna að því að ljúka við stálgrindina um miðjan mars í sameiningu og þá verður hafist handa við timbur- verk og klæðningu. Þetta kemur fram á síðunni http://hornfird- ingur.123.is. Fyrir dýrin okkar stór og smá VÍS dýravernd er fjölbreytt tryggingavernd fyrir hesta, hunda og ketti. Tryggingarnar eru sérsniðnar að þörfum hvers og eins, enda eru dýrin margvísleg. Hjá VÍS starfa sérfræðingar á sviði dýratrygginga sem veita þér allar nánari upplýsingar um fjölbreytta tryggingavernd fyrir dýrið þitt. Hafðu samband í síma 560 5000 eða kynntu þér málið á vis.is. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Samstarfsaðili

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.