Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 36
BAKÞANKAR Önnu Margrétar Björnsson 20 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hafið þið fengið síðasta pakkann sem ég sendi ykkur? Já, það höfum við. Flott. Ekki geta þau gengið um og verið að krókna úr kulda. Nú held ég að ég verði að útskýra nokkuð ... Frá- bært, enn fleiri. Hæ, mamma. Og nú snúum við okkur aftur að hinu fyrirframákveðna mót- þróafulla sambandi. Ég elska þessa hátíð. Að opna jólakort á fallegum snæviþöktum degi sem þessum gerir mig svo ham- ingjusama. Svo friðsæla, svo – GUÐ MINN GÓÐUR, BENNET-FJÖLSKYLD- AN SENDI OKKUR KORT! Núna neyðist ég til að fara út í þessu ömurlega veðri til að kaupa kort handa þeim. Ég hata þessa hátíð. Allt í lagi, ég tala við þig seinna mamma. Hvað var þetta? Geðhvarfasýki- hraðlestin. Æ, nei! Ég var að þrífa þetta. Í síðustu viku var merkileg frétt á vefn-um um að nýtt tákn hefði verið fund- ið upp til að tákna kaldhæðni í tölvusam- skiptum. Merkið „Sarc Mark“ er eins konar útgáfa af satanísku @ merki og var búið til af Bandaríkjamönnum sem eiga greinilega erfitt með hugtakið. Fyrirtæk- ið plöggar kaldhæðnistáknið með því að kaldhæðni skiljist ekki á prenti, í msn- samskiptum eða í tölvupósti og geti auð- veldlega misskilist af viðtakandanum og bakað manni ómæld vandræði. Þetta er örugglega álíka og svipurinn sem ég fæ svo oft í samræðum við fólk eða fjölmörg spurningarmerki yfir mínum súrrealísku Facebook-stat- usum. EN kaldhæðnislegt eitthvað. Hvað verður um kaldhæðnina ef sér- stakt tákn er notað í hvert skipti sem hún er notuð? Er hún þá yfirleitt eitthvað sniðug eða fyndin? Við lifum kannski ein- mitt í svo Bandaríkjavæddu þjóðfélagi að kaldhæðni er illa séð og sjaldan skilin. Ég ætti kannski að prenta merk- ið út og hafa það með mér í partýin. Svo ef mér yrði á að láta eitthvað kaldhæðnislegt út úr mér þá rétti ég bara út handlegginn …Kaldhæðni! Á LAUGARDAGINN svelgdist mér á kaff- inu mínu þegar ég fór að lesa myndlist- arumfjöllun í Lesbókinni. Við mér blasti svo löng og svo flókin setning að hún var meistaraverk í sjálfu sér og höfundi hafði tekist að koma inn slatta af gríðar- lega háfleygum orðum í einni langri runu ásamt því að nota hugtakið kaldhæðnis- legur póst-módernismi í öðru hverju orði. (Ég sem hélt að pómó hefði dottið úr tísku fyrir tuttugu árum). Las setninguna yfir fimm sinnum þar til ég fattaði! Ég var ekkert endilega svona mikill fílístíni! Skríbentinn hafði bara gleymt að setja nýja „Sarc Mark“ táknið á eftir greininni. UM kvöldið mundi ég eftir því að það væri eins gott að dæsa ekkert yfir Les- bókinni né annarri háfleygri menningar- starfsemi. Í kjölfar frétta af niðurskurði hjá sjónvarpi allra landsmanna var enn skrýtnara að horfa á skjáinn um kvöldið. Íslenskt efni verði ekki lengur keypt inn en RÚV er samt tilbúið til að pródúsera lög eftir tannlækna til að senda í keppni yfir „verstu rusllög Evrópu“ eins og lítill sonur minn kallaði þetta. (Eurovision er víst nefnilega svo hresst og skemmtilegt og sameinar alltaf þjóðina í litríkri geð- veiki í maí). Ég sting upp á því að RÚV setji „Sarc mark“ undir gamla og skrýtna lógóið sitt, nú eða skipti því bara alfarið út þarna í efra horninu hægra megin. Eru ekki allir að djóka? Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 91% lesenda blaðanna Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 59% 8,8% 32,2% Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán. til lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí-okt. 2009. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.