Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 26. janúar 2010 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 26. janúar 2010 ➜ Sýningar Inger Helene Bóasson sýnir ljósmyndir á stigapalli á 3. og 4. hæðar Landakots- spítala í Landakoti. Opið alla daga kl. 09-15. Á Listasafninu á Akureyri við Kaup- vangsstræti, hefur verið opnuð yfirlits- sýning á verkum hollenska myndlistar- mannsins Jorisar Rademaker. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Þórarinn Örn Egilsson hefur opnað sýn- ingu í sýningarsalnum Hurðir, VIRTUS við Laugavegi 170 (3. hæð). Opið alla daga kl. 9-16. ➜ Myrkir músikdagar 12.10 Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hafnarborg, menningar- miðstöð við Strandgötu í Hafnarfirði. Á efnisskránni verða verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Jór- unni Viðar og Elínu Gunnlaugsdóttur. 20.00 Kammerkór Suðurlands kemur fram á tónleikum í Kristskirkju við Landakot. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Báru Grímsdóttur, Atla Ingólfsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Tryggva M. Baldvinsson. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir kvikmynd Kenneths Branagh, Henry V (1989) eftir skáldverki Shakespeares. Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strand- götu í Hafnarfirði. Íslenskur texti. Nánari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Málþing 16.00 Málþing undir yfirskriftinni „Kynverund - heilbrigði og samfélag“ fer fram í húsakynnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22 (3. hæð). Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Nánari upplýs- ingar á www.kynstur.is. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Guðni Th. Jóhannesson flytur fyrirlestur þar sem saga landráða á Íslandi er rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. Erindið er haldið í Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti 2 (st. 101). Allir velkomnir. 12.00 Ásgeir Örn Jóhannesson fjallar um nám sitt við lagadeild Háskólans á Akureyri og lögfræðistörf almennt. Fyrirlesturinn fer fram í HA, Sólborg við Norðurslóð (L-201). Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Skipuleggjendur alþjóðlegr- ar símasöfnunar vegna jarð- skjálftans á Haítí segja að yfir sjö milljarðar króna hafi safn- ast handa fórnarlömbunum. Sjónvarpað var frá söfnuninni og meðal rúmlega eitt hundrað stjarna sem tóku þátt voru Julia Roberts, Steven Spielberg og Jack Nicholson. Sérstaka athygli vakti þegar leikararnir George Clooney og Leon ardo DiCaprio gáfu milljón dollara hvor til söfnunarinnar. Meðal þeirra sem stigu á svið og sungu voru Wyclef Jean, Bruce Springsteen, Madonna og Shakira. Einnig flutti rappar- inn Jay Z-lagið Stranded (Haiti Mon Amour) ásamt Bono og The Edge úr U2 sem þeir sömdu með honum. Söfnuðu sjö milljörðum CLOONEY OG NICHOLSON George Clooney ásamt kollega sínum Jack Nicholson meðan á söfnuninni stóð. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndin The Hurt Locker var kjörin besta myndin á verðlaunahá- tíð Samtaka framleiðenda í Banda- ríkjunum. Sex af síðustu níu kvik- myndunum sem sigruðu á hátíðinni hafa í framhaldinu fengið Óskars- verðlaunin sem besta myndin. „Þetta er alveg ótrúlegt,“ sagði leikstjórinn Kathryn Bigelow þegar hún tók á móti verðlaununum. Myndin, sem fjallar um sprengju- sérfræðinga í Írak, hlaut hvorki Golden Globe- né Screen Actors Guild-verðlaunin og kom sigurinn Bigelow því í opna skjöldu. Leik- myndahönnuðurinn Karl Júlíusson starfaði við myndina og eru verð- launin því einnig rós í hnappagat hans. Það var aftur á móti stríðsópus Quentins Tarantino, Inglorious Basterds, sem vann Screen Actors Guild-verðlaunin, sem eru veitt af Samtökum leikara í Bandaríkjun- um. Myndin var verðlaunuð fyrir besta leikaraliðið og eru þetta veigamestu verðlaunin sem hún hefur hlotið til þessa. Besti leik- arinn og leikkonan voru valin Jeff Bridges fyrir hlutverk sitt í Crazy Heart og Sandra Bullock fyrir frammistöðu sína í The Blind Side. Þau fengu bæði Golden Globe-verð- launin á dögunum og þykja mjög líkleg til að hreppa Óskarsverðlaun- in eftirsóknarverðu. Tilnefningar til þeirra verða tilkynntar 2. febrú- ar og verðlaunin sjálf verða síðan afhent 7. mars í Hollywood. Áður en að því kemur verða bresku Bafta- verðlaunin veitt í London, 21. febrú- ar næstkomandi. The Hurt Locker sigurvegari THE HURT LOCKER Kvikmyndin The Hurt Locker, sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak, hefur fengið mjög góða dóma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.