Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veljum íslensktMIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2010 Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 — 22. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Það er mjög sérstakt að koma þarna og vera alveg út af fyrir sig, í engu símasambandi og heyra ekkert í umferð eða öðrum borgarnið. Þetta er afar falleg-ur staður og ég mæli heils hugar með svona ferð,“ segir Eva Hrönn Guðnadóttir, grafískur hönnuður, sem gekk í fjóra daga um Horn-strandir á Vestfjörðum ásamt eiginmanni sínum og vinafólki sumarið 2008.Efti með tjald og helstu nauðsynjar í bakpoka.“ Sú hefð skapaðist fljótlega að göngugarparnir fengu sér súkku-laðistöng þegar hverjum tindi var náð. Þegar hópurinn tjaldaði niðri við sjó á kvöldin var svo dreginn upp koníakspeli og fengu allir að gæða sér á einum tappa af guða-veigunum. „Þarna voru refir selöbbuðu í k i heppinn með veður stærstan hluta göngunnar. Síðustu nóttina rigndi þó svo stíft að nauðsynlegt þótti að leita skjóls í einu af sjúkraskýlun-um sem reist hafa verið með reglu-legu millibili á þessum slóðum.Áfangastaðurinn var í Aðalvík, þar sem Evu og félögum var boðiðí kjötsúpuveislu af i Tappi fyrir hvern tindEva Hrönn Guðnadóttir gekk í fjóra daga um Hornstrandir á Vestfjörðum fyrir tveimur árum. Hún segir nauðsynlegt að komast úr skarkala borgarlífsins af og til og er þegar farin að hlakka til næsta sumars. Eva Hrönn stofnaði ásamt göngufélögum sínum gönguklúbbinn Horní, í höfuðið á Hornströndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÓLARKAFFI Ísfirðingafélagsins verður haldið föstudaginn 29. janúar á Hilton Nordica. Ísfirðinga-félagið var stofnað árið 1945 en tilgangur þess er að viðhalda kynningu milli brottfluttra Ísfirðinga og efla tryggð þeirra við átthagana. Sólarkaffi er árlegur viðburður félagsins. OUTLET – LAUGAVEGI 94 LOKADAGAR ÚTSÖLUMARKAÐS STÓRLÆKKAÐ VERÐ 3000 kr. 5000 kr. 7000 kr. 9000 kr. Opnunartími:mán. til fös. 11:00–18:00.Laug. 11:00–16:00.MC PLANET Outlet • Laugarvegur 94 • 101 Reykjavík. • Sími 552 8090 Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðirí miðbænum sími 0045-2848 8905 La Villa Jóna María H VEÐRIÐ Í DAG Börn í brennidepli Fyrsta Barnamenningarhátíðin haldin í Reykjavík. TÍMAMÓT 18 Verðlaun fólksins Rebekka Guðleifsdóttir fékk verðlaun fólksins í keppni samtakanna Artists Wanted. FÓLK 30 ...er að eiga alltaf lýsi VERTU MEÐ Á BYLGJUNNI OG FACEBOOK EVA HRÖNN GUÐNADÓTTIR Vaknaði með yrðlinga við tjaldskörina • á ferðinni • heilsurækt Í MIÐJU BLAÐSINS Leikstýrði auglýs- ingu fyrir herinn Egill Örn Egilsson gerir það gott í Hollywood. FÓLK 30 VELJUM ÍSLENSKT Víkingaföt, hönnun og kvikmyndir Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LÉTTIR TIL Í dag verður víðast hæg vestlæg átt. Yfirleitt úrkomu- laust og léttir heldur til sunnan og vestanlands. Hiti víða 0-5 stig en vægt frost N- og A-til. VEÐUR 4 1 -2 -3 2 3 Rússarnir lagðir Strákarnir okkar eru á hraðri leið í undanúrslit á EM eftir stórsigur á Rússlandi í gær. ÍÞRÓTTIR 28, 30 & 31 FJÖLMIÐLAR Útvarpsstjóri Ríkis- útvarpsins hefur nánast alræð- isvald varðandi dagskrá, manna- ráðningar og stefnumótun, að mati starfshóps mennta- og menning- armálaráðherra um almannahlut- verk RÚV. Þykir fyrirkomulagið ólýðræðislegt og ógagnsætt og ekki viðeigandi í félagi sem hefur mikil- vægt menningar- og lýðræðishlut- verk og starfar í almannaþágu. Hópurinn skilaði skýrslu fyrir helgi og hefur hún verið kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna. Hópurinn telur að fréttalestur Páls Magnússonar útvarpsstjóra geti haft áhrif á trúverðugleika fréttanna. Helgast það af mikil- vægi hlutverks útvarpsstjóra í hagsmunagæslu fyrir RÚV, meðal annars gagnvart stjórnmálamönn- um og keppinautum. Lagt er til að ráðningartími útvarpsstjóra verði tímabundinn og að starf hans, auk annarra lykilstarfs- manna, verði auglýst. Áhersla er lögð á að Ríkisútvarpið gæti hófs í fjármálum, bæði hvað varðar almennan rekstur, samkeppni og samskipti við keppinauta og launa- kjör æðstu stjórnenda. Fjallað er um útvarpsgjaldið sem innheimt var í fyrsta sinn í fyrra. Eru sögð rök fyrir endurskoðun kerfisins svo auka megi fjárhags- legt sjálfstæði RÚV gagnvart fjár- veitingavaldinu, og tekjurnar verði fyrirsjáanlegar nokkur ár fram í tímann. Þrjú ár eru liðin frá því að RÚV var gert að opinberu hlutafélagi. Telur starfshópurinn að breytt rekstrarform hafi ekki gert RÚV að öflugra almannaútvarpi heldur sýni það aukin merki þess að unnið sé að því að búa til félag á markaði og að það stjórnist um of af keppni um auglýsingar við aðra miðla. Þá hafi ekki náðst að tryggja fjárhags- lega afkomu þrátt fyrir þá miklu áherslu sem hlutafélagaformið leggur á rekstur. Háar skuldir eru sagðar ráða þar miklu um. Gagnrýnt er það fyrirkomulag – sem tíðkaðist í starfstíð Þórhalls Gunnarssonar – að framkvæmda- stjórar séu dagskrárgerðarmenn. Er slík staða talin hafa áhrif á fag- lega stefnumótun og umræðu um dagskrá. Dagskrárgerðarmenn njóti ekki jafnræðis gagnvart yfirstjórn. Þá er og tiltekið að gera þurfi sér- stakar kröfur um aðgreiningu dag- skrárefnis og auglýsinga og kostun- ar. Tryggja verði að ákvarðanir um dagskrárliði og dagskrárstefnu séu teknar á faglegum forsendum en ekki markaðslegum. - bþs Alræði útvarpsstjóra er metið óviðeigandi Starfshópur um Ríkisútvarpið finnur margt að stöðu útvarpsstjóra, meðal annars fréttalestri hans. Fyrirtækið er sagt stjórnast um of af keppni um auglýsingar. HVELFINGIN HVÍTTUÐ Nú standa yfir endurbætur á Hallgrímskirkju. Málarameistarinn Garðar Jensson og samstarfsmenn hans hafa tæmt úr ófáum málningarfötum á veggi kirkjunnar upp á síðkastið og er verkinu þó ekki lokið enn. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM STARFSHÓPURINN Sigtryggur Magnason, fráfarandi að- stoðarmaður menntamálaráðherra (formaður), Laufey Guðjónsdóttir frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Sig- ríður Árnadóttir, fyrrverandi frétta- maður, Þorbjörn Broddason próf- essor, Ágúst Þór Árnason aðjúnkt, Hallmar Sigurðsson leikstjóri, Krist- ín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur. ÍÞRÓTTIR Eiður Smári Guð- johnsen, knatt- spyrnumaður hjá AS Monaco í Frakklandi, er á leið til London að leika fyrir úrvalsdeildar- liðið West Ham. Breska blaðið Daily Mail sagði frá þessu á vef sínum í gær. Eiður hittir þar fyrir fyrrum liðsfélaga sinn hjá Chelsea, Ítal- ann Gianfranco Zola, sem er nú knattspyrnustjóri West Ham. - sh Vistaskipti landsliðsmanns: Eiður Smári fer til West Ham EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.