Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 4
4 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Í grein sem bar yfirskriftina Fylgdi manni götunnar og birtist í síðustu helgarútgáfu Fréttablaðsins láðist að geta þess að Spessi tók ljósmyndina sem notuð var með greininni. ÁRÉTTING EFNAHAGSMÁL Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 6,6 pró- sent, og hefur ekki verið lægri síðustu tvö ár, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Sé húsnæðisverð ekki reiknað með mælist tólf mánaða verð- bólga 10,9 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur verðbólga hækkað um 0,9 pró- sent, sem jafngildir 3,7 prósenta ársverðbólgu, eða 6,7 prósent sé húsnæðisverð ekki reiknað með. Vetrarútsölur á fötum lækkuðu verðbólgu, en á móti komu hækk- anir á áfengi, tóbaki og eldsneyti, ásamt mat, drykkjarvörum, rafmagni og heitu vatni. - bj Verðbólga mælist 6,6 prósent: Ekki verið lægri síðustu tvö ár Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 10° 0° -2° 3° 5° -4° -1° 2° 2° 19° 8° 12° 8° 18° 1° 3° 14° -2° Á MORGUN Hæg norðvestlæg eða breytileg átt. FÖSTUDAGUR Hæg breytileg átt. 3 4 2 2 1 0 -2 -3 0 2 -4 6 5 5 5 4 4 3 7 5 5 8 1 0 -2 3 3 0 -4 -4 0 3 FÍNT VEÐUR Nú tekur við góðviðra- samur kafl i hjá okkur en næstu dagar munu bjóða upp á hægviðri og minni háttar úrkomu. Það verður fremur svalt á landinu, einkum norðan- og austan- lands, og horfur á harðnandi frosti um helgina. Elísabet Margeirsdóttir Veður- LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksóknari leitaði í gær á átta stöðum hérlendis og fjórum stöð- um í Englandi vegna umfangsmikillar rann- sóknar á viðskiptum Exista. Fjöldi manna var yfirheyrður vegna málsins í gær en ekkert fæst upp gefið um hverjir það eru. Forstjórar Existu, Erlendur Hjaltason og Sigurður Val- týsson, eru grunaðir í rannsókninni, líkt og Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eigendur Existu. Með í för, bæði á Íslandi og í Englandi, voru fulltrúar frá Serious Fraud Office (SFO) í London. SFO vinnur að sinni eigin rannsókn á meintu verðsamráði íþróttavörufyrirtækj- anna JJB Sports og Sports Direct. Bæði hafa átt viðskipti við íslensk félög. Fulltrúar sérstaks saksóknara liðsinntu SFO við gagnaöflun hérlendis og öfugt. Rannsókn sérstaks saksóknara er fjórþætt, að því er fram kemur í tilkynningu. Í fyrsta lagi snýr hún að sölu á 40 prósenta hlut í Bakkavör frá Exista til Bakkavararbræðra haustið 2008, þrátt fyrir ákvæði í lána- samningum um bann við sölu eigna undan samstæðunni án samþykkis kröfuhafa. Bræðurnir fengu svokallað seljandalán upp á 8,4 milljarða frá Existu fyrir kaupunum. Arion Banki kærði þessi viðskipti þegar í ljós kom að bræðurnir væru aðeins tilbúnir að láta þau ganga til baka að því til- skildu að þeir héldu yfirráðum yfir Existu. Í öðru lagi er til rannsóknar hlutafjáraukn- ing í Existu upp á 50 milljarða að nafnvirði sem bræðurnir stóðu fyrir í desember 2008, til að komast hjá því að Arion Banki tæki yfir stjórnina í félaginu. Einungis einn milljarður var greiddur fyrir hlutaféð. Að þessum við- skiptum komu lögmannsstofan Logos og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte. Þetta kærði Arion einnig. Í þriðja lagi er um að ræða meinta ólögmæta niðurfellingu persónu- legra ábyrgða á lánum sem veitt voru við kaup starfsmanna á hluta- bréfum í Existu, og í fjórða lagi yfirfærslu Sigurðar Valtýssonar, annars forstjóra Exista, á skuldum og hlutabréfum sínum í Exista fyrir 160 milljónir yfir í félag- ið Yenvis á Tortóla-eyjum rétt fyrir hrun. Leitað var í höfuðstöðvum Existu, Logos, Deloitte og fjármögnunarfyrirtækisins Lýs- ingar, auk fjögurra annarra staða hérlendis, meðal annars í heimahúsum. Ytra var leitað bæði í London og Lincoln, í höfuðstöðvum Bakkavarar, í híbýlum Bakkavararbræðra, og á fjórða staðnum. Grunur er um auðgunarbrot, til dæmis skilasvik, brot gegn hlutafélagalögum, auk ýmissa annarra brota, og voru aðgerðirnar í gær meðal þeirra viðamestu sem sérstakur saksóknari hefur ráðist í. Yfirheyrslur stóðu fram á kvöld í gær. stigur@frettabladid.is Existamenn grunaðir um umfangsmikil efnahagsbrot Sérstakur saksóknari leitaði gær gagna á tólf stöðum innanlands sem utan vegna rannsóknar á meintum lögbrotum Bakkavararbræðra og stjórnenda Existu. Við leitina naut hann aðstoðar bresku lögreglunnar. VALDAMIKLIR Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, eigendur Existu og Bakkavarar, eru báðir búsettir í London. Þeir eru líklega að missa tökin á Existu, en gætu haldið hlut sínum í Bakkavör næstu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ERLENDUR HJALTASON SIGURÐUR VALTÝSSON Í forystugrein Jóns Kaldal í gær var vitnað í fyrstu drög skýrslu endur- reisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Önnur útgáfa var afgreidd á lands- fundi flokksins. Rétt er að taka fram að Seðlabankinn veitir ekki leyfi til starfsemi útibúa banka erlendis eins og mátti skilja á tilvitnuðum texta. Líðan sjómanns stöðug Rúmlega þrítugur sjómaður sem slas- aðist illa þegar hann féll niður í lest skipsins Kristrúnar II RE á sunnudag er ekki talinn í lífshættu. Að sögn vakthafandi læknis er hann ekki í öndunarvél og kominn til meðvitund- ar. Ástand hans er tiltölulega stöðugt. SLYS DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir stórfellt skattalaga- brot. Annar mannanna var dæmdur til þess að greiða 120 milljónir í sekt til ríkissjóðs, auk fjórtán mánaða skilorðsbundins fang- elsis. Hinn er dæmdur til þess að greiða rúmar sjö milljónir til ríkissjóðs og í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Mennirnir stóðu ekki skil á virðisaukaskattsskýrslum þriggja einkahlutafélaga né skil á skilagreinum vegna stað- greiðslu opinberra gjalda. Félögin sem um ræðir heita Hofakur, BKR og Skammhlaup. - jss Tveir karlmenn dæmdir: Sektað fyrir skattalagabrot GENGIÐ 26.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,2234 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,03 127,63 204,69 205,69 179,05 180,05 24,048 24,188 21,700 21,828 17,428 17,530 1,4176 1,4258 198,19 199,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur staðfesti í gær þá ákvörð- un dómsmálaráðuneytisins þess efnis að orðið verði við beiðni brasilískra yfirvalda um að fram- selja brasilíska gæsluvarðhalds- fangann Hosmany Ramos. Að sögn Hilmars Ingimundarsonar hrl., lögmanns Ramosar, verður úrskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar. Ramos hefur leitað allra leiða til að fá að afplána afganginn af þungum dómum, sem hann hlaut í föðurlandinu, í fangelsi hér. Hann átti eftir að afplána tólf og hálft ár í fangelsi þegar hann lét sig hverfa úr fangelsinu í Brasilíu eftir jólafrí og var svo hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst. Skömmu síðar lýsti Inter- pol eftir Ramosi og gaf út beiðni um handtöku. Framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur fangelsisdómum sem hann hlaut í föðurlandinu. Ann- ars vegar er tveggja ára dómur fyrir vopnað rán. Hins vegar 24 ára dómur fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Ramos reyndi sem kunnugt er að strjúka frá fangavörðum hér fyrir skömmu og hótaði öðrum þeirra lífláti. - jss HOSMANY RAMOS Var á leið í dómsal þegar hann reyndi að ráðast á ljósmynd- ara Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar um brasilískan gæsluvarðhaldsfanga: Ramos skal verða framseldur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.