Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 10
10 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR SVANUR Engu var líkara en þessi tign- arlegi svanur hafi ætlað sér að stjórna hljómsveit eða kór þegar hann teygði svona úr sér á ísilagðri tjörn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. NORDICPHOTOS/AFP Hagnýt ráð við farsímanotkun – Örnámskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja 27. janúar kl. 12 – Fyrirtækjaþjónusta Hátækni býður upp á röð örnámskeiða í vetur. Næsta námskeið – Hagnýt ráð við farsímanotkun – verður í verslun Hátækni miðvikudaginn 27. jan. kl. 12. Farið verður yfir ýmsar flýtileiðir, stillingar, brellur og brögð sem hægt er að beita við notkun Nokia farsíma. Skráning og nánari upplýsingar á www.hataekni.is/ornamskeid. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Námskeiðið er ókeypis.PIPA R \ TB W A SÍ A 91 75 7 Hafðu samband sími Arion banki frestar öllum uppboðsbeiðnum út árið 2010 Arion banki mun fresta öllum uppboðsbeiðnum vegna íbúðalána til sýslumanna út árið 2010. Þannig gefst fleiri viðskiptavinum okkar færi á að greiða úr málum sínum. Íbúðalán Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér fjölmargar lausnir okkar í lánamálum. Auglýsingasími – Mest lesið Skuggabankastjórn einhuga um lækkun Einu rökin gegn lækkun stýrivaxta er óvissa um lyktir Icesave-málsins, að mati skuggabankastjórnar Fréttablaðsins. Þórður Friðjónsson telur að hlé á vaxta- lækkunum skapi aukinn vanda fyrir atvinnulífið og heimilin. „Ég tel að sú óvissa sem skapast hefur í kjölfar ákvörðunar forseta um að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratkvæða- greiðslu valdi því að peningastefnunefnd verði að fara varlegar í vaxtalækkun nú en ella. Einnig tel ég rétt að nefndin lýsi því yfir að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðni eins og spáð er, ættu forsend- ur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar.“ VAXTAÁKVÖRÐUN: Stýrivextir: 1,0 prósent niður Aðrir vextir 0,5 prósent niður Ingólfur Bender: Leggur til lækk- un stýrivaxta „Í ljósi þess að dregið hefur úr verðbólgu tel ég rétt að lækka vexti. Samt má ekki taka verðbólgutöl- urnar bókstaflega nú, enda útsölur inni í þeim. Engu að síður eru vísbendingar í tólf mánaða breyting- unni. Horft fram á við eru raunstýri- vextir enn háir. Lækkun stýrivaxta byggir á því að gjaldeyrishöftin haldi betur en áður, svo ekki komi þrýsting- ur á krónuna. Það eitt og sér styður lækkun vaxta.“ VAXTAÁKVÖRÐUN Stýrivextir: 0,5 prósent niður Aðrir vextir: 0,5 prósent niður Friðrik Már Baldursson: Flest styður vaxtalækkun „Ég tel öll efnahags- leg rök styðja vaxtalækkun. Meiri lækkun má rökstyðja út frá innlendum aðstæðum og horf- um. Einu rökin gegn umtalsverðri lækkun eru af pólitískum toga og tengjast Icesave- óvissunni, því áliti að ef við lækkum vexti áður en niðurstaða fæst skaðist ímynd okkar á erlendum vettvangi. Ég er ekki að gera lítið úr Icesave- málinu heldur vekja athygli á að hlé á vaxtalækkunum skapar aukinn vanda fyrir atvinnulíf og heimili.“ VAXTAÁKVÖRÐUN: Stýrivextir: 1,0 prósent niður Aðrir vextir: 1,0 prósent niður Þórður Friðjónsson: Tafir á lækkun auka vandann PORTÚGAL Portúgalskur karlmað- ur, sem búsettur hefur verið hér á landi í nokkur ár, var hand- tekinn á leið sinni frá Portúgal í desember og hingað með mikið magn fíkniefna í fórum sínum. Fréttastofa Stöðvar tvö sagð- ist í fyrradag ekki hafa stað- festar heimildir um magn eða gerð efnanna sem maðurinn var með í fórum sínum. Haft er hins vegar eftir fjölmiðlum í Portú- gal að um 31 kíló af kókaíni sé að ræða, sem hafi átt að dreifa hér. Grunur leikur á að kaupin á fíkniefnunum hafi verið fjár- mögnuð hérlendis. - jab Fíkniefnasmygl í Portúgal: Tekinn með 31 kíló af kókaíni ÁLFTANES Bæjarstjórn Álftaness fundaði seint í gærkvöldi um til- lögur sínar til eftirlitsnefndar sveitarfélaganna, um hvernig ætti að mæta slæmri fjárhagsstöðu Álftaness. Fundur stóð enn yfir þegar blað- ið fór í prentun, en meðal þess sem átti að leggja til var að leggja niður stöður félagsmálastjóra, fræðslu- stjóra, leikskólafulltrúa, skipulags- fulltrúa og íþrótta- og tómstunda- fulltrúa bæjarins. Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar, staðfestir að skera eigi niður í rekstri sveitarfélagsins um sem nemur alls 13,5 prósent- um. Stefnt sé að sex prósenta nið- urgreiðslu í rekstri grunnskólans og hækka eigi leikskólagjöld um fimmtán prósent frá 1. mars. Áætlun bæjarstjórnar miðast við að sveitarfélagið losni undan samn- ingum, meðal annars við Eignar- haldsfélagið Fasteign um þrjátíu ára leigu á sundlaug og íþrótta- húsi. Skuldbindingarnar eru metn- ar á fjóra milljarða króna en leigu- kostnaður að óbreyttu yrði um 200 milljónir á ári í þrjátíu ár. Einnig losni Álftanes undan þjón- ustusamningum við Búmenn og Ris sem kosta munu 54 milljónir króna á ári í leigu um ókomin ár. Þá verði afborganir lækkaðar um rúmlega 200 milljónir á ári með öðrum skuldbreytingum næstu ár. Kristinn segir að þessar aðgerðir séu forsenda þess að af viðræðum um sameiningu við önnur sveitar- félög verði. - pg, kóþ Bæjarstjórn Álftaness fundaði seint fram á kvöld í gær um slæma stöðu: Leggur til uppsagnir og niðurskurð FRÁ ÁLFTANESI Bæjarstjórnin ætlar að hækka leikskólagjöld um fimmtán prósent og leggja niður tómstundastyrki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.