Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 13 FISKVEIÐAR Tvö þúsund tonnum af gulldeplu var landað á Akranesi í síðustu viku. Eftir brælu undan- farna daga héldu skip HB Granda á ný til gulldepluveiða í fyrra- kvöld. Um átta þúsund tonn af þessum örsmáa uppsjávarfiski hafa bor- ist til vinnslu í fiskimjölsverk- smiðju HB Granda á Skaganum frá því í byrjun desember. „Vinnslan gengur orðið mjög vel,“ er haft eftir Guðmundi Hannessyni verksmiðjustjóra á heimasíðu HB Granda. „Nú vonum við bara að aflabrögðin glæðist. Ef það gerist þá verður okkur ekkert að vanbúnaði við að setja kraft í vinnsluna.“ - pg Gulldepluveiðar á Akranesi: Um 8.000 tonn komin á land GULLDEPLA Smæsti nytjafiskurinn á Íslandsmiðum verður 6 til 8 sentimetra langur. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð héraðsdóms um að karlmaður skuli afplána 90 daga eftirstöðvar refsingar samkvæmt þremur dómum Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn er grunaður um að hafa kýlt lögreglumann með krepptum hnefa í hægra augað. Árásarmaðurinn reyndist vera með poka með amfetamíni. Maðurinn hafði áður brotið rúðu í bíl og var að gramsa í honum þegar að var komið. Mað- urinn kallaði til vitnisins að passa sig því bíllinn væri fullur af ormum. Í kjölfarið var hann handtekinn. - jss Grunaður um að kýla löggu: Skal afplána refsinguna Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is VINSÆLUSTU RÉTTIR FRÁ UPPHAFI HÓTEL HOLT 45 ÁRA HUMARSÚPA – Lobster cream soup – Bisque de langoustines / 65.00 verð frá 1965 eða GRAFLAX með hunangs-sinnepssósu / 125.00 Cured salmon with honey-mustard sauce Saumon à la nordique avec sauce moutarde au miel RISTAÐIR HUMARHALAR í skel / 155.00 Lobster tails sautéed in shell Queues de langoustines sautées LAMBAHRYGGUR steiktur í hvítlaukssafa með sveppaturni / 110.00 Saddle of lamb roasted in garlic juice with mushroom timbale Selle d´agneau rotie au jus d´ail avec timbale de champignons CRÈPES SUZETTE / 115.00 eða VANILLUÍS með ferskum ávöxtum og súkkulaðisósu / 35.00 Vanilla ice, f ruits and chocolate sauce Crème glace aux vanille, f ruits et sauce au chocolat Sunnudaga–f immtudaga verð 5.900 kr. Föstudaga–laugardaga verð 7.500 kr. AFMÆLISSEÐILL Á AFMÆLISSEÐLI HÓTEL HOLTS HAÍTÍ Mannréttindasamtökin Amnesty Inter- national leggja áherslu á nauðsyn þess að mannréttindi og vernd þeirra verði sett í önd- vegi við neyðaraðstoð og enduruppbyggingu á Haítí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sam- tökin sendu frá sér í gær. „Samtökin hvetja til þess að börn verði vernduð gegn misnotkun og mansali, réttindi þeirra sem hafa flosnað upp séu virt og konur og stúlkur fái vernd gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin leggja einnig áherslu á að endurreisn réttarkerfisins verði sett í forgang,“ segir í tilkynningu Íslandsdeildar samtakanna. Þá er í yfirlýsingunni sagt nauðsynlegt að ábyrgðarhluti alþjóðlegs herliðs á svæðinu sé skilgreindur í samræmi við alþjóðlegar mann- réttindareglur til að koma í veg fyrir mann- réttindabrot. Þá hvetur Amnesty International jafnframt til þess að erlendar skuldir Haítí verði afskrif- aðar. Sú krafa er sögð sett fram vegna mikillar hættu á að landið geti ekki uppfyllt mannrétt- indi íbúa, sérstaklega efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þeirra, verði það krafið um endurgreiðslu allra erlendra skulda. Á reglubundnum kynningarfundi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins fyrir helgi kom fram að í undirbúningi væri lán til Haítí vegna upp- byggingarstarfsins, vaxtalaust til tveggja ára. Þá kom fram að niðurfelling skulda væri í umræðunni. - óká Amnesty International vill láta standa rétt að málum við endurreisn Haítí: Mannréttindi og vernd verði sett í öndvegi HUGAÐ AÐ MEIÐSLUM Hér sést hermaður huga að meiðslum ellefu ára gamals drengs eftir jarðskjálftana á Haítí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÍBANON, AP Flugstjóri eþíópískr- ar farþegaflugvélar, sem hrap- aði í hafið við strönd Líbanons á mánudag, tók öfuga stefnu og flaug í andstæða átt við það sem starfsfólk í flugturni hafði mælt með. Þrumuveður og hvassviðri var þegar vélin tók á loft frá flug- vellinum í Beirút, höfuðborg Líb- anons, og hrapaði vélin skömmu eftir flugtak. Talið var að allir farþegar auk áhafnar, samtals níutíu manns, hafi farist. Ferðinni var heitið til Addis Ababa, höfuðborgar Eþíópíu. Flestir farþegarnir voru Eþíópíu- menn. - gb Flugslys í Líbanon: Flugstjóri tók ranga stefnu FYLGJAST MEÐ LEIT Ættingjar eins far- þega vélarinnar fylgjast með björgunar- skipi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stúlka brenndist á hendi Stúlka um tvítugt brenndist á hendi þegar yfir hana helltist heitt vatn í íbúð í Breiðholti í hádeginu í fyrradag. Hún var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Datt illa í heimahúsi Í fyrrinótt var kona á miðjum aldri flutt á slysadeild eftir að hafa dottið illa í heimahúsi í Breiðholti. Óttast var að hún hefði farið úr axlarlið. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.