Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 16
16 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ein áleitnasta ráðgátan í Ice-save-málinu, sem nú hefur plagað þjóðin vel á annað ár, er hvers vegna fjármálaráðherra kaus að taka málið úr sáttaferlinu sem því hafði loks verið komið í með Brussel-viðmiðunum svo- kölluðu, sem kváðu meðal ann- ars á um þverþjóðlega aðkomu fleiri Evrópuríkja að lausn máls- ins, og ákvað þess í stað að hefja tvíhliða viðræður við Breta og Hollendinga. Brussel-viðmiðin frá 14. nóv- ember 2008 voru niðurstaða fjöl- þjóðlegs sáttaferils sem íslensk stjórnvöld náðu loksins fram eftir fátið sem varð í kjölfar falls bank- anna. Áður hafði fjármálaráðherra Íslands meira að segja samþykkt bindandi gerðardóm sem viðsemj- andinn hafði nánast í hendi sér og innlend stjórnvöld höfðu í trekk samþykkt undarlegustu skilmála í deilunni. En með Brussel-viðmið- unum, sem samþykkt voru í kjöl- far fundar fjármálaráðherra allra ESB-ríkja, undir forsæti Frakka, tókst loks að koma málinu undan krumlu Breta og Hollendinga og inn á hinn sameiginlega vett- vang í Brussel – þar sem það átti alltaf heima enda snýst það um sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Í viðmiðunum undirgengust íslensk stjórnvöld það eitt að EES- réttur gildi auðvitað hér á landi sem annars staðar á svæðinu en fyrri þvingunarsamningar féllu um leið úr gildi. Á móti fékkst sú mikilvæga viðurkenning að í kom- andi samningum ætti að taka tillit til sérstakra og fordæmislausra aðstæðna á Íslandi eftir hrun og um leið var pólitísk aðkoma Evrópusambandsins til að miðla málum tryggð. Franski fjármála- ráðherrann, Christine Lagarde, gegndi hér lykilhlutverki og utan- ríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, tók að sögn undir sjónarmið Íslands á bak við tjöldin. Þann 5. desember samþykkti Alþingi svo tillögu um að hefja samninga á grundvelli Brussel- viðmiðana. Það var hins vegar aldrei gert. Einhverra undarlegra og enn þá óútskýrðra hluta vegna kaus nýr fjármálaráðherra nefni- lega að taka málið úr sáttaferlinu. Í stað þess að gera marghliða þjóðréttarsamning í samstarfi við ESB fól hann pólitískum trúnað- armönnum sínum að ganga frá einkaréttarlegum lánasamningi við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga. Getur verið að það hafi verið gert án samráðs við stofnanir ESB eða aðra forsvars- menn þess? Á þessum tíma mátti mönnum vera ljóst að tvíhliða viðræður við fjármálaráðuneyti Bretlands og Hollands myndu í öllum tilvik- um skila lakari niðurstöðu heldur en yrði með marghliða pólitískri lausn á Evrópuvettvangi – en hlut- verk allra fjármálaráðuneyta er að hámarka afkomu eigin ríkis- sjóðs. Að auki var svo auðvitað ólöglegt að hunsa þingsályktun- artillöguna með þeim hætti sem gert var. Því stendur upp á fjár- málaráðherra að svara spurning- unni: Hvers vegna kaus hann að taka málið úr sáttaferlinu? Nú geta menn svo sannarlega haft ólíkar skoðanir á réttmæti synjunar forsetans en með henni höfum við nú fengið annað tæki- færi til að leita sátta á breiðum grundvelli. Mikilvægt er að grípa þetta örþrönga færi og koma mál- inu á nýjan leik inn á Evrópuvett- vanginn og þannig undan hrömm- um fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands. Svo virðist þó að enn sé deilt um það innan ríkisstjórn- arinnar, að einhverjir vilji jafnvel frekar fá Norðmenn til að miðla málum heldur en leiðtoga Evrópu- sambandsins. Ef rétt er lýsir það annað hvort pólitískri blindu eða vanþekkingu á eðli alþjóðamála. Fyrir utan að eiga mun meira undir Bretum en Íslendingum hafa Norðmenn engin áhrif á Evrópuvettvangi og gagnast því lítið í málafylgju fyrir Ísland í þessu máli. Eina leiðin til að ná betri útkomu er að fá leið- toga ESB að málinu. Því miður eru teikn um að pólit- ísk afstaða til ESB-aðildar bland- ist með óheppilegum hætti inn í afstöðu sumra íslenskra stjórn- málamanna til málsins. Því er rétt að taka fram að í aðkomu ESB að Icesave-málinu er ekki að finna neina röksemd fyrir Evrópusam- bandsaðild Íslands – það er allt annað og seinni tíma mál. Ég hef áður lýst efasemdum um hyggindi þess að klofin ríkisstjórn semji um ESB-aðild. Framkvæmdastjórn ESB hefur ekki mikinn hvata til að gefa eftir í aðildarviðræðum við ríki sem hún hefur ekki trú á að hafi nægjanlega tryggt pólitískt bakland til að koma málinu í gegn- um þjóðaratkvæðagreiðslu heima fyrir. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Hvers vegna var Icesave tekið úr sáttaferlinu? EIRÍKUR BERGMAN UMRÆÐAN | ICESAVE UMRÆÐAN Gunnar Hersveinn skrifar um fjöl- miðla Hlutverk fjölmiðlafólks er þýðingar-mikið um þessar mundir en hlutskipti þeirra er dapurlegt. Fjölmargir reynd- ir blaðamenn með bein í nefinu standa nú utan fjölmiðla – þeim hefur verið sagt upp störfum. Höfundar greina og pistla geta ekki heldur lengur selt skrif sín. Gagnrýn- in hugsun er á undanhaldi í íslenskum fjölmiðlum en léttmeti sem laðar að sér auglýsingar á greiðan aðgang. Blaðamenn og –konur hafa aðgang að valdafólki og viðskiptalífi. Þau geta í krafti fjölmiðils spurt spurn- inga og krafist svara. Þau geta viðað að sér efni og samið mikilvægar fréttaskýringar til að varpa ljósi á stöðuna. Skjólstæðingar þeirra er almenningur og aðeins almenningur. Verk sem þeim gefst kostur á að vinna vel – býr yfir samfélagslegri ábyrgð og hefur jákvæðar afleiðingar. Nú stendur yfir óvissutími vegna ICESAVE og brátt verður skýrsla rannsóknarnefndar Alþings birt en á sama tíma eru fjölmiðlar vanbúnir til að takast á við verkefnið sem liggur fyrir. Sögu- legir atburðir eiga sér stað sem skilja á milli feigs og ófeigs, og vönduð miðlun til þjóðar- innar getur ráðið úrslitum um framhaldið. En hvað gerist þá? Fréttamenn missa vinnuna og þeir sem eftir eru hafa æ sjaldnar tíma til að vanda sig sökum álags. Hver og einn blaðamaður reynir að standa sig í fréttamiðlun en það er vissulega áhyggjuefni þegar þeir hafa ekki lengur stuðning sér reyndari og ekki heldur tíma til að klára málin. Það er nauðsynlegt að kryfja málin, leita í margar heimildir, efast og loks að semja vand- aðar fréttaskýringar – en til hverra getur frétta- stjórinn leitað þegar svo margir afburðagóðir frétta- menn standa utandyra? Kröfuharðir lesendur, hlustendur og áhorfend- ur fjölmiðla verða að láta til sín heyra og mótmæla þessari afleitu stöðu á svo mikilvægum tímum. Ef til vill hefur aldrei verið meiri þörf á hörðu, gagnrýnu, reyndu og úthaldsgóðu fjölmiðlafólki til að glíma við það efni sem berst á fjölmiðla þessi misserin. Höfundur er rithöfundur. Vandi íslenskra fjölmiðla GUNNAR HERSVEINN E in af eðlilegum afleiðingum hrunsins fyrir tæpum sex- tán mánuðum var að traustið þvarr. Nú skortir traust milli stjórnar og stjórnarandstöðu, traust skortir milli almennings og lykilstofnana þjóðfélagsins, og traust skortir á atvinnulífið. Það skortir almennt traust milli manna. Við sjáum það hins vegar í daglegu lífi þjóðarinnar hvað þetta vantraust reynist þjóðinni dýrt. Almennt vantraust á milli stjórnmálamanna sem eiga að leiða þjóðina í gegnum kreppuna hefur haldið þjóðinni í heljargreipum Icesave svo mánuðum skiptir. Það hefur aftur komið í veg fyrir að umhverfi atvinnu- lífsins komist í eðlilegt horf þannig að verðmætasköpun geti hafist með auknum hagvexti, fjölgun starfa og bættum lífskjör- um. Skortur á trausti leiðir til þess að allar ákvarðanir taka lengri tíma, ef einhverjar ákvarðanir eru þá teknar yfirleitt. Vantraust er ávísun á ákvarðanafælni, sem aftur viðheldur óbreyttu ástandi. Það væri áhugavert ef hagfræðingar myndu reyna að leggja mat á það hvað þetta ástand hefur kostað þjóð- ina frá því í fyrrasumar í töpuðum tekjum – minni hagvexti, auknu atvinnuleysi og fleira. Trúlega myndi þjóðinni bregða við þeirri upphæð sem út úr því reikningsdæmi kæmi. Mjög eðlileg viðbrögð við vantrausti eru að leggja aukna áherslu á allt eftirlit og herða reglur um flesta hluti. Þetta sjáum við á flestum sviðum þjóðlífsins í dag. Allt á að rannsaka, ferli skal bæta og valdsvið eftirlitsstofnana er aukið. Áfram ríkir þó sama vantraustið. Því þó vissulega þurfi að tryggja með öllum ráðum að sagan endurtaki sig ekki þá býr aukið eftirlit ekki til aukið traust. Traust kemur aldrei utan frá því traust býr til traust – og vantraust býr til vantraust. Traust hefst hjá „mér og þér“ – að við fáum það á tilfinning- una að fólki sé treystandi. Hins vegar er fátt eins mikilvægt fyrir traust en að finna fyrir trausti. Þetta hafa nokkrir bændur upplifað undanfarin sumur, sem hafa komið fyrir grænmeti á völdum ferðamannastöðum þar sem ferðamönnunum sjálfum er treyst fyrir því að skilja eftir pening fyrir því grænmeti sem þeir taka. Og þetta einfalda kerfi virkar því það er rík mannleg hegðun að vilja launa traust með trausti. Stóra spurningin er hins vegar hvort íslenska þjóðin sé komin nógu langt í hrunferlinu til að komast yfir vantraustið og byrja að treysta á ný? Þeirri spurningu verður hver og einn að svara fyrir sig. Það er ömurlegt hlutskipti að treysta fáum – og skelfilegt hlutskipti að treysta engum nema sjálfum sér. Það er alltaf einhver áhætta samfara trausti, en það mun reynast þjóðinni ákaflega dýrt ef sú áhætta verður ekki tekin fljótlega. Vantraust getur verið eyðandi afl. Traust býr til traust MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR Frestland Frestur er á öllu bestur. Þetta gæti verið einkennisorð Íslands um þessar mundir. Eftir að útgáfu skýrslu rann- sóknarnefnar Alþingis vegna banka- hrunsins var frestað í annað sinn ræða menn hvort ekki sé rétt að fresta þjóðaratkvæða- greiðslunni um Icesave. Nú hefur niðurskurður á RÚV orðið þess valdandi að Eddunni var frestað fram í febrúar. Og til að bæta ofan á svart, hefur Þorrablót- inu á Klörubar á Kanaríeyjum verið frestað í annað sinn vegna lélegr- ar þátttöku. En ekki hvað? Það er orðin lenska hjá talsmönnum fyrirtækja sem yfirvöld gera húsleit hjá að taka sérstaklega fram að starfsfólk ætli að vera svo almenni- legt að reyna að svara öllum þeim spurningum sem það getur. Í gær hafði Vísir það til dæmis eftir Þorvarði Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Deloitte, að fyrirtækið leitaðist við að veita emb- ætti sérstaks saksóknara allar þær upplýsingar sem um væri beðið. Þó það nú væri! Illsamrýmanleg markmið Vefmiðillinn Eyjan birti í gær brot úr tillögum sérstaks starfshóps sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra skipaði til að gera skýrslu um heildarendurskoðun á áfengislöggjöf- inni og hefur skilað tillögum sínum. Þar kemur fram að töluvert svigrúm sé til að hækka frekar álögur á áfengi og ná með því „taumhaldi á áfengisdrykkju í landinu í samræmi við mark- mið stjórnvalda“. Engu að síður vill hópurinn að áfengisaug- lýsingar verði leyfðar með tak- mörkunum. Hvernig koma þær auglýsingar til með að hljóma? „Þeir drekka Egils Gull sem hafa efni á því“? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.