Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 24
 27. JANÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Húsgögn Erlu Sólveigar Óskars- dóttur iðnhönnuðar, sem Á. Guðmundsson framleiðir, hafa vakið mikla athygli síðan þau komu á markað á síðasta ári. Línurnar kallast Sproti sem er mestmegnis hugsuð fyrir skóla, og Spuni, sem eru borð og stólar fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki. Erla Sólveig byrjaði að hanna hús- gagnalínuna sem kallast Sproti og er mest hugsuð fyrir skóla. „Í stól- ana hannaði ég tréskel sem síðan er pressuð í Frakklandi og hafði ég í huga að bæði byðu stólarnir upp á mikil þægindi og að auðvelt væri að stafla þeim,“ segir Erla Sólveig. Stólarnir eru ýmist að hluta til bólstraðir eða heilbólstraðir og við stólana hannaði Erla Sólveig svo önnur húsgögn í línunni, skóla- borð og kennaraborð. „Af því að við vorum búin að láta útbúa þetta mót, þá þróaði ég þessa skel áfram í Spuna-húsgögnin og er skel- in skorin öðruvísi þannig að eingöngu er hægt að hafa þá bólstraða. Styrkur þessara húsgagna er sá að þau bjóða upp á marga möguleika á útfærslum, í litum og áklæðum, sem gerir þau skemmtileg þar sem yfirbragðið, til dæmis í skólum, verður ekki einsleitt.“ Grunnskólinn á Stokkseyri og Eyrarbakka er fyrsti skólinn sem tók húsgögnin úr Sprota-línunni í notkun. Þótt húsgögnin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir skrifstof- ur og stofnanir hafa einstaklingar einnig sýnt þeim áhuga, þá einkum úr Spuna-línunni, enda húsgögnin afar falleg. - jma Húsgögn sem bjóða upp á ýmsa möguleika ● LYNG OG LJÓS Blómlegt lyng úr Aðal dalshrauni hefur hugsanlega orðið hönnuðinum Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur innblástur er hún teiknaði upp þennan skrautlega stjaka fyrir spritt- kerti. Hann er smíðaður úr stáli eftir lögun bláberjalyngsins og að sögn Sunnu Vilborgar í Pott- um og prikum á Glerártorgi á Akureyri þá rokselst hann. Verðið er 2.900 krónur. Erla Sólveig Óskarsdóttir er einn okkar fremsti húsgagnahönnuður. „Ég hef verið að leita leiða til að gefa verkunum mínum fram- haldslíf og með þessu móti tel ég mig hafa fundið góða aðferð til þess,“ segir grafíklistakon- an Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, sem hefur sett á markað filmur eftir eigin tréristum. Filmurnar komu fyrst fyrir sjónir almennings árið 2007 en eru nú komnar í neytendaum- búðir. Upphaflega átti Svein- björg í samstarfi við aðra um framleiðslu á filmunum en annast hana nú sjálf. Filmurn- ar fást í stærðinni A4 og svo í magnpakkningum (40 sinnum 60 sentimetrar). Þar að auki er hægt að fá kransa í filmum sem byggja á sömu verkum í stærðum 38 sinnum 38 sentimetrar og 60 sentimetrar sinnum 60. Svo er hægt að sérpanta stærri gerðir og útfæra þá á ýmsa vegu. Filmurnar eru meðal annars seldar í Kraumi, Epal, Duka og Galleríi Loka í Reykjavík en einnig fást þær í hönnunar- verslunum á Akureyri, Selfossi og í Vestmannaeyjum. Þar er einnig á boðstólum kortalína sem Sveinbjörg hefur sent frá sér og byggir á eigin verkum. Nánar á nýrri heimasíðu Svein- bjargar, www.sveinbjorg.is - rve Öðlast annað líf Garðveisla eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur grafíklistakonu. Þessi skemmtilegi krans er líka úr smiðju Sveinbjargar. Filma sem er gerð eftir verkinu. Kennaraborð úr Sprota-lín- unni. Margir sjá þó eflaust borðið vel fyrir sér á heim- ili sínu sem skrifborð. Nemendaborð og nemendastóll úr Sprota-línu Erlu Sólveigar. Stólar úr Spuna sem staflast vel en grindin er gerð úr massífum teinum. Þessi er leðurklæddur. Aflöng borðplata á geislaskornum krossi. Á. Guðmundsson framleiðir og selur öll húsgögnin í línunni. Gullfallegur stóll úr Spuna-línunni, bólstraður í hressilegum grænum lit. M YN D IR /Ú R EI N KA SA FN I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.