Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 2010 7veljum íslenskt ● fréttablaðið ● Ef það er einhvern tíma rétti tíminn til að finna sína eigin innri víkingakonu er það nú í febrúar. Þá held- ur Heimilisiðnaðarfélag Íslands námskeið í gerð víkingabúninga. Þetta er í fyrsta skipti sem Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á slíkt námskeið en Solveig Theodórsdóttir, for- maður stjórnar Heimilisiðnaðarfélagsins, seg- ist hafa fengið hugmyndina að námskeiðinu innan veggja félagsins. „Marianna Guckels- berger, sem er kennari hjá okkur, hefur sjálf gert sér búning sem kemst næst því að líkjast hinum upprunalega. Hún gerði hann alveg frá grunni.“ Á námskeiðinu verður farið yfir þau atriði sem tilheyrðu búninga kvenna á víkingatímum. Kennari útvegar snið og uppskriftir en nemendur sauma að mestu heima, í höndum eða saumavél. „Með svo mikinn búning er ekki raunhæft að nemendur séu að sauma sér á einu námskeiði allar flíkurnar sem tilheyra honum. Þeir geta hins vegar haldið áfram heima eftir námskeiðið þar sem kennarinn útvegar snið að öllu,“ segir Solveig. - jma Konum kennt að búa til eigin víkingabúning Dalvegi 18, Kóp. - Sími 568 6500 - www.fondra.is - Opið 10-18 virka daga, laugardaga 11-16 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Sigrún Ægisdóttir, hárgreiðslu- meistari hjá Hársögu, var fengin til að hanna hárlínu fyrir ítalska hársnyrtivörumerkið Teotema. „Teotema er þriggja ára fyrirtæki sem ég hef starfað með frá upphafi. Ég hef átt í samskiptum við stofn- endur fyrirtækisins í tólf ár og þannig kynntust þeir vinnu minni. Þeir höfðu svo samband og báðu mig um að hanna hárlínu fyrir sig, sem ég gerði,“ útskýrir Sigrún, en auk þess að hanna hárlínuna útbjó hún einnig kennslubók. Sigrún segir forsvarsmenn Teotema mjög ánægða með sína vinnu og mun hún halda ýmis námskeið á vegum fyrirtækis- ins á næstunni. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún hannar hárlínu af þessu tagi og segir hún þetta því mikinn heiður. „Hár- hönnun er ekki svo ólík tískuiðnaðnum; við gefum út tvær línur á ári og þetta tengist allt tískunni. Hár- greiðsla er hönnun og þarna kem ég minni hönnun á framfæri.“ Helstu við - skiptavinir Teotema eru hár- greiðslustofur og annað fag- fólk og notar Sigrún vörur þeirra á eigin stofu. „Ég er rosalega hrifin af þeim, þannig að mér fannst af- skaplega gaman að fá að taka þátt í þessu með Teotema,“ segir Sigrún, sem heldur brátt til Prag þar sem hún heldur sitt fy rsta ná m- skeið á vegum Teotema. - sm Mikill heiður að vera valin Sigrún Ægisdóttir hannaði hárlínu fyrir ítalskt hársnyrtifyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún hannar hárlínu af þessu tagi en talsmenn Teotema eru ánægðir með hana.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.