Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 42
30 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Vín eirikur@frettabladid.is EM í handbolta: Ísland-Rússland 38-30 (19-10) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 7/2 (8/3), Alexander Petersson 7 (13), Sturla Ásgeirsson 5 (5), Vignir Svavarsson 3 (3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 (5), Ólafur Stefánsson 3/1 (5/2), Róbert Gunnarsson 3 (7), Aron Pálmars- son 2 (4), Guðjón Valur Sigurðsson 2 (5), Arnór Atlason 2 (6), Ólafur Guðmundsson 1 (5). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16 (39/2, 41%), Hreiðar Guðmundsson 3 (10/2, 30%). Hraðaupphlaup: 13 (Sturla 3, Alexander 3, Vignir 2, Snorri 2, Ásgeir Örn 1, Guðjón 1, Róbert 1). Fiskuð víti: 5 (Snorri 2, Vignir, Ingimund., Róbert). Utan vallar: 12 mínútur Mörk Rússlands (skot):, Mikhail Chipurin 8 (9), Samvel Aslanyan 5/4 (8/4), Vasily Filippov 4 (8), Sergey Predybaylov 3 (5), Andrey Starykh 3 (5), Alexey Rastvortsev 2 (4), Alexey Kaynarov 2 (4), Alexander Chernoivanov 1 (1), Alexey Kamanin 1 (1), Dmitry Kovalev 1 (3). Varin skot: Oleg Grams 19/1 (57/4, 33%). Hraðaupphlaup: 2 (Filippov 1, Kaynarov 1). Fiskuð víti: 4 (Chipurin 2, Rastvortsev, Aslanyan). Utan vallar: 10 mínútur. Króatía-Austurríki 26-23 Noregur-Danmörk 23-24 STAÐAN: Króatía 4 3 1 0 107-100 7 Ísland 4 2 2 0 128-115 6 Danmörk 4 3 0 1 113-107 6 Noregur 4 2 0 2 104-100 4 Austurríki 4 0 1 3 116-126 1 Rússland 4 0 0 4 30-130 0 ÚRSLIT HANDBOLTI Ólafur Guðmundsson lék sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu á EM í gær og skor- aði einnig sitt fyrsta mark á stór- móti. Hann hélt á boltum íslenska liðsins í viðtalinu en sú skylda að koma boltunum aftur inn í bún- ingsklefa fellur á herðar yngsta leikmannsins í liðinu. Það var mikið fagnað á bekkn- um þegar hann skoraði markið. „Þessir strákar eru mjög dug- legir við að styðja hver annan og það er frábært að finna fyrir svona trausti frá þjálfurunum og félögunum.“ - esá Ólafur Guðmundsson: Boltastrákur- inn skoraði ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Fékk tækifæri í gær og skoraði. MYND/DIENER HANDBOLTI Það tók Ísland ekki nema rétt rúmar þrettán mínútur að klára leikinn gegn Rússum á EM í handbolta í Vínarborg í gær. Lokatölur leiksins voru 38-30. Þegar rúmar þrettán mínút- ur voru liðnar af leiknum var Ísland komið með sex marka for- ystu, 8-2. Rússar töpuðu boltan- um klaufalega í sókn og einn leik- maður liðsins braut á Íslendingi sem var í þann mund að hefja hraðaupphlaupið. Um var að ræða hreinræktað pirringsbrot sem hann fékk vit- anlega tveggja mínútna brottvís- un fyrir. Rússinn, Mikhail Chip- urin, gekk niðurlútur af velli og andmælti ekki dómnum. Rússar voru einfaldlega brotn- ir niður á þessum fyrstu þrettán mínútum leiksins. Eftirleikurinn var auðveldur. Ísland komst í tíu marka forskot eftir 25 mínútna leik og hélst sá munur út allan leikinn. Rússar voru aldrei nálægt því að komast aftur inn í hann. Ísland tók alls 66 skot í leiknum sem verður að teljast afar mikið. Það segir sitt um sóknarleikinn að þrátt fyrir að liðið misnotaði tvö vítaköst, nokkur hraðaupphlaup og fjölmörg dauðafæri skoraði það samt 38 mörk í leiknum. Rússneski markvörðurinn, Oleg Grams, varði einnig mjög vel og kom í veg fyrir miklu, miklu stærra tap. Allir fengu að spreyta sig í gær nema Logi Geirsson. Sturla Ásgeirsson nýtti sitt tækifæri mjög vel og skoraði fimm mörk í jafnmörgum tilraunum. Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hall- grímsson komu sterkir inn í vörnina en fengu of marga brott- rekstra. Aron Pálmarsson skor- aði tvö falleg mörk og Ólafur Guðmundsson fékk sína eldskírn á stórmóti í handbolta. Bestu leikmenn íslenska liðsins voru þó Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson. Snorri spilaði eins og engill í sókninni og Alexander var síógnandi og tók mikið til sín í vörninni. Björgvin Páll Gústavsson var í þriðja sinn í röð valinn maður leiksins hjá móts- höldurum hér í Austurríki enda skilaði hann enn og aftur mjög flottum tölum: sextán vörðum skotum og 41 prósents hlutfalls- markvörslu. Hans þáttur í árangri íslenska liðsins er afar mikill. Enginn spilar betur en andstæð- ingurinn leyfir og það sannaðist í gær. Rússarnir voru glæpsamlega lélegir − sérstaklega í fyrri hálf- leik. Þeir voru rænulausir í sókn- arleik sínum og skutu ítrekað yfir þegar þeir komust loksins í færi. Þeir áttu svo engin svör við hröð- um sóknaraðgerðum íslenska liðs- ins en sem fyrr segir var eini mað- urinn með rænu markvörðurinn Grams. Síðari hálfleikur var svo í raun dauður tími. Stigin tvö sem liðið vann sér inn í dag skiptu afar miklu máli og liðið er enn taplaust. Með sigri á Noregi á morgun er sætið í undan- úrslitunum tryggt. Það má mikið vera ef strákarnir verða ekki til- búnir fyrir það annars erfiða verkefni. Rússarnir afgreiddir á mettíma Ísland vann glæsilegan sigur á Rússlandi í öðrum leik sínum í milliriðlakeppninni á Evrópumeistaramót- inu í handbolta. Nú getur liðið tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Noregi. Í KLÓM RÚSSNESKA BJARNARINS Rúss- neski björninn minnti meira á rússnesk- an bangsa í gær þó svo að ekki sé hægt að sjá það á þessari mynd. MYND/DIENER FÖGNUÐUR OG ÁTÖK Arnór Atlason fagnar hér marki gegn Rússum í gær á viðeigandi hátt. Sverre Jakobsson sést með einn Rússann í heljargreipum en hann var magnaður í vörninni. MYND/DIENER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.