Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 27. janúar 2010 31 Heilsuferðaþjónusta á Íslandi Stofnfundur samtaka um heilsuferðaþjónustu á Íslandi verður haldinn 28. janúar kl. 09:30-11:00. Fundurinn verður haldinn að Kaffi Nauthól í Nauthólsvík í Reykjavík. Fundarefni: - Samtök um heilsuferðaþjónustu á Íslandi stofnuð - Farið yfir samþykktir og markmið samtakanna - Kosning stjórnar - Árgjald Iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir flytur ávarp Allir velkomnir Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið: sunna@icetourist.is www.ferdamalastofa. is Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is HANDBOLTI Alexander Petersson átti stórleik með íslenska lands- liðinu gegn Rússlandi í gær og var ásamt Snorra Steini Guðjónssyni markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk. Alexander var duglegur að skjóta á markið og lét einnig finna mikið fyrir sér í vörninni, eins og reyndar í hverjum einasta leik. Hann er sem kunnugt er fædd- ur í Lettlandi sem var áður hluti af Sovétríkjunum. „Jú, það er vissulega mjög gaman að vinna Rússana,“ segir hann. „En ég var líka með það í hausnum að ég hef tvisvar áður meiðst í leikjum gegn Rússum á stórmótum,“ segir hann. „Ég kjálkabrotnaði í leik gegn þeim á EM í Sviss árið 2006 og svo fór öxlin þegar við spiluðum við þá á Ólympíuleikunum í Peking.“ Hann segir að hann hafi lítið hugsað um það meðan á leiknum stóð en hafi haft áhyggjur af því fyrir leikinn. Einnig leiddi hann hugann að þessu þegar hann sat á bekknum. „Óskar Bjarni sagði mér að koma inn á þegar um tíu mínútur voru eftir, eftir að Geiri [Ásgeir Örn] fékk brottvísun. Ég sagði að líklega væri skynsamlegra að ég myndi bara vera áfram á bekknum og bíða þar,“ segir hann og hlær en þá var sigurinn á Rússum löngu tryggður. „Það er líka gaman fyrir mig að spila gegn Rússum því ég er alltaf góður á móti þeim. Þeir eru stórir og hægir en ég aðeins minni og aðeins fljótari. Það hentar mér því vel að mæta þeim.“ Hann er vitanlega afar ánægður með sigurinn. „Við kláruðum þetta í fyrri hálfleik. Það var svo sem ekki erfitt að halda einbeitingunni í seinni hálfleik en samt vorum við ekki að spila jafn vel þá og í þeim fyrri.“ - esá Alexander Petersson slapp við meiðsli í leiknum við Rússland í gær: Er alltaf góður gegn Rússum MAGNAÐIR Björgvin Páll Gústavsson hefur farið á kostum á EM og var á ný valinn besti maður Íslands í gær. Sturla Ásgeirsson átti svo flotta innkomu í gær. MYND/DIENER MAGNAÐUR Alexander Petersson fór á kostum gegn Rússum í gær og slapp aldrei þessu vant við meiðsli. MYND/DIENER HANDBOLTI Ingimundur Ingi- mundarson tognaði í nára í leiknum gegn Króatíu í fyrra- dag og spilaði í aðeins þrettán mínútur gegn Rússlandi í gær. Ingimundur átti þó ríkan þátt í því að Ísland náði svo góðu forskoti í byrjun leiksins.„Ég er ágætur eins og er,“ sagði Ingi- mundur. „Ég mun vera áfram í meðferð svo ég geti verið 100 prósent á fimmtudaginn. Það var skynsamlegt að hvíla mig í dag.“ Hann segir það gott að geta dreift álaginu á leikmenn. „Sér- staklega í leik gegn stórri þjóð eins og Rússlandi. Þetta er mikil handboltaþjóð þó svo hún sé ekki á sama stalli í dag og áður.“ - esá Ingimundur Ingimundarson spilaði meiddur í gær en fékk þó fína hvíld: Verð vonandi heill gegn Noregi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.