Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.01.2010, Blaðsíða 46
34 27. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 17,5 milljarða króna. 2 Friðrik Sophusson. 3 María Dalberg. „Oft eru það tvö spæld egg og ristað brauð. Stundum skyr og hrökkbrauð með osti, stundum súrmjólk með músli og stundum kvöldmatarafgangar. Alltaf tveir bollar espresso og lítri af fjörmjólk daglega.“ Helgi Briem, kerfisstjóri og bassaleikari. „Þetta er náttúrlega mjög skemmti- legt,“ segir Egill Örn Egilsson, kvikmyndatökumaður og leik- stjóri, sem búsettur hefur verið í Hollywood undanfarin ár. Hann er tilnefndur fyrir bestu kvik- myndatöku í sjónvarpsþáttunum Dark Blue hjá American Society of Cinematographers eða samtök- um bandarískra kvikmyndatöku- manna. Þetta er í þriðja sinn á fjór- um árum sem Egill er tilnefndur til þessara verðlauna en í hin tvö skiptin var Egill tilnefndur fyrir tökurnar í spennuþáttunum CSI: Miami. Egill segir þetta vera mikinn heiður fyrir sig því það séu fag- menn sem standi að þessum verð- launum. Sigur skipti ekki öllu máli. „Þetta er elítan sem velur. Verðlaunin eru veitt í tuttugasta skiptið en þessi klúbbur hefur verið til síðan 1920. Þarna er það fagmennskan og eingöngu fag- mennska sem ræður ríkjum og því er þetta alveg gríðarlega mik- ill heiður fyrir mig,“ segir Egill. Hann mun keppa við kvikmynda- tökumenn úr sjónvarpsþáttun- um FlashForward eða Framtíð- arleiftur, CSI, Smallville og Ugly Betty. Verðlaunin verða afhent í lok febrúar og Egill segist ekkert frekar gera sér vonir um sigur. Tilnefningin sé það sem skipti öllu máli. Þegar Fréttablaðið náði tali af Agli var hann í óða önn að undirbúa sig fyrir tökur á nýjum sjónvarps- þætti sem heitir Miami Medical og kemur úr smiðju stórframleiðand- ans Jerry Bruckheimer. Egill mun einnig leikstýra nokkrum þáttum í þeirri seríu en þeir verða eitt af aðaltrompum CBS-sjónvarpsstöðv- arinnar næsta haust. Dark Blue, sem skartar meðal annars Dylan EGILL ÖRN EGILSSON: MEÐAL ÞEIRRA BESTU Í ÞRIÐJA SINN Leikstýrði auglýsingu fyrir bandaríska sjóherinn SIGLIR MEÐAL ÞEIRRA BESTU Egill Örn hefur komið sér vel fyrir í Hollywood og hefur bæði leikstýrt og stjórnað tökum á sjónvarpsþáttum fyrir stórmyndaframleiðandann Jerry Bruck- heimer. Hann er tilnefndur til virtustu kvikmyndatökuverðlauna Bandaríkjanna fyrir þættina Dark Blue sem Dylan McDermott leikur í. Egill gerði síðan nýverið auglýsingu fyrir bandaríska sjón- varpsherinn þar sem komu við sögu flugmóðurskip og nýjustu orrustu- þoturnar. NORDIC PHOTOS /GETTY IMAGES Enn bætist á framboðslista Besta flokksins sem Jón Gnarr hefur stofnað. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu þá hafa þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Sigurjón Kjartansson og Þorsteinn Guðmundsson tekið sæti á listan- um en opinbert markmið flokksins er að koma manni inn á Alþingi í næstu kosn- ingum. Sveitarstjórnar- kosningarnar verði hins vegar nokkurs konar generalprufa og stefnir flokkur- inn á að koma manni inn í borgarstjórn. Meðal þeirra sem ætla að leggja málefnum Jóns Gnarr lið eru bræðurnir Ragnar og Gunnar Hans- synir en Jón kemur einmitt fyrir í gaman þætti þeirra um skandin- avískan húmor. Auk bræðranna má nefna Ham-félagana Björn Blöndal og Óttar Proppé, Baggalútinn Karl Sigurðs- son, kvikmyndaframleið- andann Hörpu Elísu Þórðardóttur en í sjálfu heiðurssæt- inu situr Doddi litli, útvarpströll- ið á Rás 2. Og meira af Dodda litla og vinum hans. Því eins og greint var frá í gær verður útvarpsþátturinn Litla hafmeyjan færður frá föstudagskvöldum yfir á laugardaga frá og með 6. febrúar. Annar stjórnandi þáttanna, Andri Freyr, vinnur nú að því að koma sér upp hljóðveri á heimili sínu en hann hafði áður aðstöðu í höfuð- stöðvum danska ríkisútvarpsins. Þetta gefur útvarpsmanninum knáa meira frelsi og hyggst hann meðal annars fá fólk til sín í spjall. Þá þarf hann ekki að fara út úr húsi lengur þegar hann vill reykja. - fgg, sm FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er rosalega spennandi og ég bjóst ekki við að vinna. Ég var mjög hissa þegar það var hringt í mig,“ segir listamaðurinn Rebekka Guðleifsdóttir. Rebekka vann á dögunum verð- laun fólksins (e. Peoples Choice Award) í ljósmyndakeppni á vef- síðu samtakanna Artists Wanted. Hún fékk í sinn hlut 1.000 doll- ara í verðlaunafé og kynningu í samstarfi Gawker Artists, sem er hluti af fjölmiðlaveldinu Gawker Media. Fyrirtækið er einn stærsti bloggmiðill heims og er metið á 300 milljónir dollara. Loks verður haldin veisla henni, og öðrum sig- urvegurum, til heiðurs á Manhatt- an í New York þar sem nokkrar af myndum hennar verða sýndar. „Ég hafði aldrei heyrt um þessa vefsíðu fyrr en bandarískur vinur minn benti mér á að taka þátt í þessari keppni,“ segir Rebekka. Keppnin er býsna stór, þúsund- ir taka þátt og leikarinn Steve Buscemi er á meðal dómara. Úrslit í aðalkeppninni ættu að liggja fyrir í byrjun febrúar. Þema keppninnar var sjálfs- myndir. Sjálfsmyndir Rebekku hafa notið mikilla vinsælda á vef- síðunni Flickr og fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um mynd- ir hennar. Í umsögn dómnefndar Artist Wanted kom fram að myndir Rebekku séu ekkert minna en stór- kostlegar og að hver mynd laði að og veki furðu á tíma. Þá segir að í návígi sjáist að uppsetning þeirra sé mjög flókin og að hver mynd krefjist mikilla hæfileika. - afb Fólkið valdi Rebekku „Ég held að ég hafi aðallega verið hissa af því að þetta er svo lítil mynd og afskaplega stutt og hljóð- upptakan var mjög frumstæð og kostnaður lítill. Við notuðum meðal annars nælonsokkabuxur og herðatré til að sigta frá utanaðkomandi hljóð þegar við vorum að taka upp andardrátt. En þetta var mjög skemmti- legt verkefni og öll tónlistarvinnan flaut áfram mjög auðveldlega,“ segir Gunnlaug Þorvaldsdóttir tónlistar kona sem samdi bæði tónlist og sá um hljóð- upptöku fyrir stuttmyndina I Do Air sem tilnefnd er til BAFTA-verðlaunanna í flokki stuttmynda. Stuttmyndin fjallar um Emmu, unga stúlku sem þorir ekki að dýfa sér ofan í sundlaug. Hún finnur til niðurlægingar og flýr inn í búningsklefa þar sem hún flýr raunveruleikann og inn í draumaveröld með því að halda niðri í sér andanum. Myndin er í leikstjórn Martinu Amarti og er þetta í annað sinn sem Gunn- laug starfar með Amarti. Gunnlaug samdi einnig tónlistina við stuttmyndina A‘Mare sem var sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í fyrra. Aðspurð segir Gunnlaug þetta mikinn heiður og að þessi tilnefning setji ákveðinn gæðastimpil á hennar vinnu. Gunnlaug segir óvíst hvort hún verði viðstödd sjálfa verðlaunaafhendinguna sem fram fer í lok febrúar þar sem hún er búsett í Róm. - sm Frumstæðar hljóðupptökur VERÐLAUNASTUTTMYND Gunnlaug Þorvaldsdóttir semur tón- listina fyrir stuttmyndina I Do Air sem tilnefnd var til BAFTA- verðlaunanna í flokki stuttmynda. TEKUR UPP ÞRÁÐINN Ein af sigurmyndum Rebekku í keppni samtakanna Artist Wanted. Kvenréttindafélag Íslands Súpufundur í tilefni af 103. ára afmæli KRFÍ, í dag, 27. janúar, kl. 12.00-13.00, í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu í Reykjavík Hvernig upplifa eldri konur ævikvöldið? Erindi fl ytja: • Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar • Sigurbjörg Björgvinsdóttir, yfi rmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi • Guðrún Ásmundsdóttir leikkona Fundarstjóri: Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ Allir velkomnir McDermott í aðalhlutverki, fékk framhaldslíf hjá TNT-sjónvarps- stöðinni og því verður önnur þátta- röð að veruleika. Sem er ekkert skothelt í bandarísku sjónvarpi. Egill fékk einnig óvænt tækifæri nýverið þegar hann leikstýrði risa- vaxinni auglýsingu fyrir banda- ríska sjóherinn. „Hún var tekin í Colorado, ég var í tvo daga á flug- móðurskipi, einn dag á herflugvelli og víðar. Fékk að stjórna stríðstól- unum fram og til baka. Þetta var svona „Við viljum þig í herinn“- auglýsing og átti að sýna mann- legu hliðina á sjóhernum, að þetta snúist ekki allt um skriðdreka og byssur.“ freyrgigja@frettabladid.is LÁRÉTT 2. skák, 6. hvort, 8. skordýr, 9. nögl, 11. samanburðart., 12. glæsibíll, 14. gleði, 16. 950, 17. útsæði, 18. í viðbót, 20. strit, 21. litlaus. LÓÐRÉTT 1. viðartegund, 3. frá, 4. brjósthimna, 5. uppistaða, 7. hraðstreymi, 10. hætta, 13. útdeildi, 15. sykrað, 16. tækifæri, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafl, 6. ef, 8. fló, 9. kló, 11. en, 12. kaggi, 14. unaðs, 16. lm, 17. fræ, 18. auk, 20. at, 21. grár. LÓÐRÉTT: 1. tekk, 3. af, 4. fleiðra, 5. lón, 7. flaumur, 10. ógn, 13. gaf, 15. sætt, 16. lag, 19. ká.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.