Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 1

Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR 28. janúar 2010 — 23. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ULLIN hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarið. Nú virðast fleiri þjóðir vera að vakna til lífsins um gæði þessarar náttúruafurðar. Karl Bretaprins hefur til að mynda vakið athygli á ullinni. Þá hefur verið ákveðið að alþjóðleg ullarvika verði haldin vikuna á undan tískuvikunni í London í september. Fatasmekkurinn mótað-ist af dansáhuganumSandra Erlingsdóttir kennir bæði hiphop dfatnaði í and hi Sandra kennir hip hop- og afródans í Kramhúsinu milli þess sem hún hannar og smíðar skartgripi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON eirberg.is • 569 3100 • S Fæst í apótekum Rodalon– alhliða hreingeog sótthreinsun • Fyrir baðherbergi • Eyðir lykt úr íþrótt• Vinnur gegn mygl• Fjarlægir óæskile• Eyðir fúkka úr tjöl Augnháralitur og augnbrúnaliturTana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!!Plokkari með ljósi VEÐRIÐ Í DAG verkfÆri Sérblað • Fimmtudagur 28. janúar 2010 SANDRA ERLINGSDÓTTIR Hip hop-dansinn litar fatasmekkinn • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS ...er að eiga alltaf lýsi VERTU MEÐ Á BYLGJUNNI OG FACEBOOK EM 2010 Íslenska landsliðið í handknattleik mætir Noregi á EM í dag en leikurinn hefst klukkan 15.00. Strákunum dugar jafntefli í leiknum til þess að kom- ast í undanúrslit keppninnar og leika þar með til verðlauna á öðru stórmótinu í röð. Íslenska þjóðin mun hvetja strákana til dáða bæði hér heima sem og í Austurríki þar sem unn- ustur og eiginkonur margra leikmanna eru mætt- ar. Sjómenn frá Grundarfirði munu þó líkast til hafa hæst allra í Wiener Stadthalle í dag en þeir hafa farið mikinn á pöllunum í síðustu leikjum. Þeir kváðu meðal annars hina háværu króatísku áhorfendur í kútinn með frumsömdum lögum og textum. Hér heima má nefna að foreldrum nem- enda í Grandaskóla er boðið að koma að horfa á leik íslenska liðsins í dag. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býst við erfiðum leik enda verður Noregur að vinna leikinn með fjórum mörkum til þess að eygja von um að komast í undanúrslit. Ólafur Stefánsson fyrirliði býst einnig við hörku- leik og varar við því að menn séu of hrokafullir. - hbg/sjá síðu 44 og 50 Strákarnir okkar eru aðeins einu skrefi frá því að spila til verðlauna á EM: Þjóðin verður límd við skjáinn MÁR GUÐMUNDSSON Hafði tröllatrú á skegg-kokkunum Hárskeri seðlabankastjóra sá um raksturinn FÓLK 40 Feminískt sjónarhorn Brynhildur og Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdætur endur- segja ævintýri og þjóðsögur um stelpur. TÍMAMÓT 30 Deilt um ís- lenska tungu Páll Magnússon segir það koma til greina að breyta reglum í Söngvakeppni Sjónvarpsins. FÓLK 50 HANDVERKFÆRI Nýjungar, fróðleikur og gagnlegar ábendingar Sérblað um handverkfæri FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. ÉL Á STÖKU STAÐ Í dag verður hæg vestlæg átt, víða 3-8 m/s. Él eða slydduél á stöku stað en yfirleitt þurrt og bjartara NA-lands. Hiti víða um eða undir frostmarki. VEÐUR 4 1 0 -2 2 4 Úr rokkinu í fótboltann Ásgeir Börkur Ásgeirsson hættir í Shogun til að einbeita sér að Fylki. FÓLK 50 HEILBRIGÐISMÁL Ný úttekt landlækn- isembættisins á stöðu öryggismála vegna mönnunar á Landspítalanum, sem unnin var að beiðni heilbrigðis- ráðherra, var að stórum hluta byggð á upplýsingum úr sjúklingaflokkun- arkerfi sem hefur ekki verið upp- fært í langan tíma og var aflagt í nóvember. Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga (FÍH) gagnrýnir úttekt- ina harðlega. „Við greiningu embættisins er notað tæki sem hefur ekki verið upp- fært síðan 2004 og innleiða á nýtt matskerfi sem mælir raunverulega hvað er gert,“ segir Elsa B. Frið- finnsdóttir, formaður FÍH. „Þetta er því mjög ófullkomið mælitæki sem þarna er byggt á. Á sama tíma hvet- ur heilbrigðisráðherra landlæknis- embættið til að auka eftirlit vegna niðurskurðar, þegar í raun eru engin áreiðanleg mælitæki til svo að emb- ættið geti sinnt lögbundnu eftirlits- hlutverki sínu.“ Vegna niðurskurðar á Landspít- ala var upptöku nýs sjúklingaflokk- unarkerfis frestað. Eins og stað- an er í dag fer því engin skráning fram á Landspítala til þess að meta hjúkrunarþyngd eða þá hjúkrun sem veitt er. Sjúklingaflokkunarkerfið sem liggur til grundvallar niðurstöðu landlæknisembættisins er frá árinu 1994. Samningi á milli Land- spítala og fyrirtækisins sem sá um uppfærslu kerfisins var sagt upp árið 2004 og hefur það ekki verið uppfært síðan. Vegna fyrirhug- aðs flutnings á sjúklingabókhaldi á Landspítala í nýtt kerfi var sjúk- lingaflokkun og þar með mælingu á hjúkrunarþyngd hætt í nóvember 2009. Elsa segir að fleira veiki niður- stöðu landlæknisembættisins. „Það vita það allir að atvikaskráningin sem embættið vitnar til í úttektinni er mjög ófullkomin, en hún hefur reyndar verið það lengi. Það er því verið að bera ófullkomna mælingu við aðra ófullkomna.“ Atvikaskrán- ing LSH tekur til frávika sem hjúkr- unarstarfsfólk telur að geti ógnað öryggi sjúklinganna, segir Elsa. Laura Sch. Thorsteinsson, verk- efnisstjóri gæða- og lýðheilsusviðs landlæknisembættisins, vildi ekki tjá sig um gagnrýni FÍH þegar eftir því var leitað. Ástæðan er að emb- ættið vinnur nú að frekari skoðun á öryggi á LSH. - shá Úttekt landlæknis á öryggi sögð gölluð Félag hjúkrunarfræðinga gagnrýnir úttekt landlæknisembættisins á stöðu ör- yggismála á Landspítalanum harðlega. Gagnagrunnurinn sem úttektin byggist á var síðast uppfærður 2004. Embættið tjáir sig ekki en vinnur í málinu. BRUGÐIÐ Á LEIK Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson, sem ganga undir nafninu Snobbi í landsliðinu, brugðu á leik í herbergi sínu í gær. Róbert les hér fyrir Snorra Stein. FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN TÆKNI Steve Jobs, forstjóri tækni- fyrirtækisins Apple, svipti hul- unni af nýrri tölvu á tækni- ráðstefnu í San Fransisco í Bandaríkjunum í gær ásamt því að kynna netbókaverslunina iBooks. Tölvan nefnist iPad og kemur á markað eftir um tvo mánuði. Hún er 24 sentimetrar á hæð, nítján sentimetrar á breiddina, aðeins 1,3 sentimetra þykk og vegur rétt tæp sjö hundruð grömm. iPad-tölvan er með snertiskjá en við hana má tengja lyklaborð. Tengja má tölvuna við staðar- net (Wi-Fi), vafra um á netinu og gera flest það sem mögulegt er með hefðbundnum tölvum. - jab Nýjungar úr ranni Apple: Nýr iPad lítur dagsins ljós STEVE JOBS Forstjóri Apple svipti hul- unni af nýrri tölvu og netbókaverslun í San Fransisco í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Markið dugði ekki Carlos Tevez skoraði aftur gegn Man. Utd en United vann leikinn og komst í úrslit deildarbikarsins. ÍÞRÓTTIR 46 EFNAHAGSMÁL Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að örlög Íslands í efnahagskrepp- unni ættu að vera öðrum þjóðum víti til varnaðar. Þetta sagði for- setinn, sem nú er á fundi í Davos í Sviss, í viðtali við Wall Street Journal. Ólafur segist telja að íslenskt efnahagslíf fari að sækja í sig veðrið á seinni hluta þessa árs og á því næsta. Lykillinn að bættu efnahagslífi sé lausn á Icesave- deilunni. Hann segist ekki hafa rætt við fulltrúa Breta og Hol- lendinga í Davos. „Torgið í þess- um bæ er stórt og það á eftir að koma í ljós hvort við hittumst.“ - th Forsetinn um örlög Íslands: Öðrum víti til varnaðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.