Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 2
2 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli í 7 nætur með morgunverðar- hlaðborði og íslensk fararstjórn. Páskaferð til Berlínar 29 mars.–5. apríl 2010 Verð á mann í tvíbýli: 125.800 kr.Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir SAMFÉLAGSVERÐLAUN Tilnefning- arfrestur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út á mið- nætti. Þegar hafa hátt á þriðja hundrað tilnefninga borist. Steinunn Stefánsdóttir, aðstoð- arritstjóri Fréttablaðsins, segist hlakka mikið til að byrja að vinna úr tilnefningum lesenda. „Þetta er svolítið eins og að opna jólapakka,“ segir hún. „Bæði er maður spennt- ur að sjá hvað kemur og svo er líka svo margt sem kemur á óvart.“ Tilnefna má á vefnum Vísir.is og einnig með því að senda tölvupóst á netfangið samfelagsverdlaun@ frettabladid.is. Samfélagsverðlaunin: Síðustu forvöð að tilnefna HAÍTÍ, AP Þúsundir barna, sem lifðu af jarðskjálftann á Haítí, eru mun- aðarlaus og eftirlitslaus á vergangi í rústum höfuðborgarinnar Port- au-Prince. Þau eru í meiri hættu en aðrir íbúar landsins fyrir sjúkdómum og glæpum, þar á meðal barnaníð- ingum. „Þau eru einstaklega viðkvæm,“ segir Kate Conradt, talskona Barnahjálpar. Hún segir að sér- fræðingar Sameinuðu þjóðanna telji að fjöldi barna, sem hafa misst að minnsta kosti annað for- eldri sitt, geti verið um ein milljón. - gb Afleiðingar jarðskjálftans: Börnin eru í mestri hættu BÖRN Á HAÍTÍ Viðkvæmari fyrir sjúk- dómum og misnotkun hvers konar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Skúli, er þetta ekki frekar barnaleg hugmynd? „Jú, enda barnaskapur að gangast ekki við barninu í sjálfum sér.“ Skúli Gautason og Guðríður Inga Ingólfs- dóttir standa fyrir Barnamenningarhátíð í Reykjavík seinni partinn í apríl. ALÞINGI Alþingi verður sett á ný á föstudag klukkan 12. Fyrir þing- inu liggur að kjósa fimm manna stjórn Ríkisútvarpsins ohf. til eins árs og fimm til vara. Fréttablaðið hefur heimild- ir fyrir því að stjórnarflokkarn- ir hyggist tilnefna sömu full- trúa á ný. Svanhildur Kaaber verði áfram formaður og þau Ari Skúlason og Margrét Frímanns- dóttir eigi áfram sæti í ráðinu. Þá verður einnig fyrsta umræða um lagafrumvarp Gylfa Magnús- sonar, efnahags- og viðskiptaráð- herra, um ítarlegar breytingar á lögum um banka og fjármálafyr- irtæki. - kóp Alþingi sett á föstudag: Kosið í stjórn RÚV til eins árs ÞINGFUNDUR Alþingi kom saman 8. janúar og setti lög um þjóðaratkvæða- greiðslu vegna Icesave. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Engra tíðinda er enn að fregna af viðræðum við Hol- lendinga og Breta um að taka upp samninga um Icesave. Viðræður héldu áfram í gær á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Heimildir Fréttablaðsins herma að þrátt fyrir tíðindaleysið gæti meiri bjartsýni hjá stjórnvöld- um um að það takist að fá fram nýjar viðræður. Líkt og Frétta- blaðið hefur greint frá hafa Bret- ar og Hollendingar lagt áherslu á að samstaða verði hjá íslenskum stjórnmálaöflum að virða niður- stöðu slíkra samninga, kæmi til þeirra. Reynt verður að ná samn- ingum á næstu dögum. - kóp Viðræður um Icesave: Örlítillar meiri bjartsýni gætir GJALDEYRISMÁL. Seðlabankinn hefur nýlega kært fjögur mál vegna meintra brota tuttugu aðila á gjaldeyrisreglum til Fjármála- eftirlitsins. Seðlabankinn veitir ekki upplýsingar um fjárhæð- ir eða tegund viðskipta í þessum málum, að sögn Ingibjargar Guð- bjartsdóttur, yfirmanns gjaldeyr- iseftirlits Seðlabankans. Alls hefur Seðlabankinn þá til- kynnt 26 mál til FME og eru 47 aðilar grunaðir um að hafa gerst brotlegir. Ekki fengust heldur upplýsingar hjá FME um málin. - pg Brot á gjaldeyrisreglum: Tuttugu kærur í fjórum málum STJÓRNMÁL Formaður nefndar alþingismanna, sem ætlað er að bregðast við skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um bankahrunið, gerir ráð fyrir að mál Ásbjörns Ótt- arssonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokks, verði rætt í nefndinni. Þangað til vill formaðurinn, Atli Gíslason, ekki ræða málið í fjölmiðl- um. Ásbjörn Óttarsson situr í nefnd- inni, en hann hefur viðurkennt að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007. Næsti fundur nefndarinnar er á þriðjudag. Birgitta Jónsdóttir, þing- maður Hreyfingarinnar í nefndinni, hvatti Ásbjörn í Kastljósinu í gær til að sýna gott fordæmi og víkja úr nefndinni á meðan mál hans er skoðað. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur ekki haft tíma til að kynna sér mál Ásbjörns, segir saksóknari efnahagsbrotadeildar, Helgi Magnús Gunnarsson. Emb- ættið hafi því ekki myndað sér skoð- un á málinu. „Það er til refsiheim- ild ef menn brjóta gegn reglum um útgreiðslu arðs, en ég hef ekki aflað mér gagna til að sannreyna neitt og get því ekki tjáð mig um þetta,“ segir Helgi Magnús. Eins og fram hefur komið í blað- inu segist Ásbjörn hafa brotið lögin óviljandi og óvitandi. Hann hafi end- urgreitt féð með vöxtum. Ekki náð- ist í Ásbjörn í gær. - kóþ Saksóknari efnahagsbrotadeildar segir refsiheimildir við ólöglegum arðgreiðslum: Mál Ásbjörns rætt í nefndinni UMHVERFISMÁL Ísland er í fararbroddi í mengunar- stýringu og nýtingu náttúruauðlinda og því efst landa á lista yfir góða frammistöðu í umhverfis- málum, segir í skýrslu sem bandarísku háskólarnir Yale og Columbia hafa nýv fylla ekki fyrsta flokk. Í fréttatilkynningu frá háskólunum er rakið að Ísland komi vel út úr „umhverfislegri almanna- heilsu“, hér sé lítil mengun af gróðurhúsaloftteg- undum og orkan sjálfbær, bæði vatnsaflsorka og jarðhiti. Þá er skógrækt talin til kosta íslenskra umhverfismála. Þessi listi háskólanna er gefinn út á tveggja ára fresti og haft er eftir forstöðumanni hjá Yale að lönd sem taki umhverfismál alvarlega í stefnumörk- un sinni hækki á listanum milli ára. Sem dæmi um þetta má nefna að Kosta Ríka er ofarlega vegna aðgerða til að vernda regnskóga, en Kólumbía vegna árangurs við að byggja upp spar- neytið kerfi almenningssamgangna. New York Times greinir frá listanum og vekur athygli á að upplýsingar honum til grundvall- ar koma frá löndunum sjálfum og gætu því verið óáreiðanlegar. Það að Kúba sé í níunda sæti listans geti verið til marks um það. Annars eru Bandaríkin í 61. sæti listans og Kína númer 121. Danmörk er í 32. sæti. - kóþ Bandarísku háskólarnir Yale og Columbia segja Ísland í broddi fylkingar: Ísland efst á umhverfislista ÁSBJÖRN Á ALÞINGI Formaður Sjálf- stæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, telur ekki að brot Ásbjörns eigi að hafa áhrif á stöðu hans, hann hafi bætt fyrir það sem misfórst. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Búrfellsvirkjun í Þjórsá Dæmi um umhverfisvæna orkunýt- ingu að mati sérfræðinga við bandarísku háskólana Yale og Colombia sem segja Ísland í fararbroddi í nýtingu náttúruauð- linda. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON UMHVERFISMÁL Hvítabjörn var veg- inn í Þistilfirði um kaffileytið í gær, að lokinni eftirför þriggja skyttna og lögreglumanns. Svanhvít Geirsdóttir, íbúi á Sæv- arlandi, sá birnuna klukkan rúm- lega eitt og hringdi strax í Neyðar- línuna. Svanhvít segist ekki hafa verið hrædd við dýrið, heldur þótti henni gaman að sjá það. „Nei, mér svona smá pínu brá í fyrstu, en ekkert svoleiðis. Þetta er bara dýr, en það þýðir nú ekk- ert að vera með hetjustæla í kring- um svona,“ segir hún. Svanhvít veit ekki til þess að önnur eins skepna hafi heimsótt Þistilfjörð áður. Birnan var eina tíu metra frá bænum í Sævarlandi, þegar minnst var, en ábúandinn segir björninn hafa verið frekar lítinn vöxtum: „Mér fannst hann hálfræfilslegur, en hann fór hratt yfir.“ Umhverfisstofnun ákvað að dýrið skyldi vegið, í samráði við lögregl- una á staðnum. „Við tókum undir það mat lög- reglunnar að það væri það mikil hætta á ferðum að það væri ekki forsvaranlegt annað en að skjóta dýrið,“ segir Kristín Linda Árna- dóttir, forstjóri Umhverfisstofn- unar. Skyggni og veður hafi verið slæmt og dýrið nálægt vatni. „Þeir misstu sjónar af dýrinu í hríðarbyl í dálítinn tíma, skömmu eftir að við fengum tilkynninguna. Nefnd sem fjallaði um þetta árið 2008 komst að því að það þyrftu að vera góð skilyrði til að reyna björg- un, en þau voru ekki fyrir hendi í gær,“ segir Kristín. Dýrið var vegið klukkan 15.40 og er hræið í umsjá Náttúrufræði- stofnunar. Það hefur verið flutt á Sauðárkrók, þar sem það verður krufið og tekin úr því sýni. Óvíst er hversu gömul birnan var og um ástand hennar þegar hún var vegin. Talið er að um 22.000 hvítabirnir séu til og eru þeir á lista yfir dýr í „yfirvofandi hættu“ samkvæmt Umhverfisstofnun. Þeir eru taldir stórhættulegir og óútreiknanlegir. klemens@frettabladid.is Hvítabjörn skotinn á færi í Þistilfirði Íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði tilkynnti um hvítabjörn klukkan 13.15 í gær. Lög- regla var komin á staðinn fimmtán mínútum seinna, ásamt þremur skyttum. Umhverfisstofnun ákvað að dýrið skyldi fellt af öryggisástæðum. BJÖRNINN UNNINN Hér sést hræ birnunnar í Þistilsfirði ásamt skyttu. Yfirvöld mátu það svo að óforsvaranlegt væri að hætta á annað en að skjóta dýrið. Barna- skóli er í fárra kílómetra fjarlægð frá Sævarlandi. MYND/GUÐJÓN GAMALÍELSSON Tveir ísbirnir voru felldir í Skagafirði í júní 2008. Er sá síðari kom til lands á Skagatá var afráðið að reyna björg- unaraðgerðir með liðsinni sérfræð- inga frá Dýragarðinum í Kaupmanna- höfn. Þeir komu til landsins daginn eftir með forláta búr og átti að deyfa bjarndýrið og bjarga því. Þrátt fyrir þessar umsvifamiklu aðgerðir var dýrið, sem reyndist rýrt og veiklulegt kvendýr, fellt þann sama dag. Novat- or, félag Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, bauðst til að standa straum af kostnaði við björgunaraðgerðir, þó ekki launakostnað lögreglumanna. Fjallað var um hvort óviðeigandi væri að íslenska ríkisstjórnin þæði boð einkafyrirtækis um að borga fyrir björgunaraðgerðirnar. Björgvin G. Sigurðsson, settur umhverfisráð- herra, kvað svo ekki vera í samtali við blaðið. „Auðvitað var þetta ekki of dýrt fyrir ríkið. En þetta var höfð- inglegt boð og sjálfsagt að þiggja það. Það er ekkert nema jákvætt um það að segja, þegar menn eru til í að taka þátt í svona kostnaði og spara skattborgurum peninga.“ Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar er búrið enn á landinu. - sbt DANSKA BÚRIÐ ER ENN Á LANDINU SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.