Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 8
8 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR 1. Hvaða þingmaður Sjálfstæð- isflokksins á útgerðarfyrirtækið Nesver ehf.? 2. Hvað mældist verðbólga síðustu tólf mánaða há? 3. Hvað hét frumraun tón- listarmannsins Péturs Ben og hvenær kom platan út? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 Straumhvörf á fjármálamarkaði - eftirlit, aðhald og ábyrgð Morgunfundur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins 29. janúar 2010 kl. 8 – 10 Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins Undanfarna mánuði hafa stjórnvöld unnið að því að bæta regluverk fjármálamarkaðar og endurmeta hlutverk eftirlitsaðila. Á föstudag mælir efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir frumvarpi til laga þar sem brugðist er við þeim ábendingum sem fram hafa komið um aukn- ar valdheimildir eftirlitsaðila, ábyrgð stjórnenda fjármálafyrirtækja og virkari takmarkanir á áhættu og hagsmunatengslum. Á þessum morgunfundi ráðuneytisins er ætlunin að kynna nýtt regluverk á fjármálamarkaði, hlutverk eftirlitsstofnana, Seðlabanka, Bankasýslu og annarra aðila sem gæta hagsmuna almennings í þessum mikilvæga málafl okki. 8:00 Húsið opnar - kaffi veitingar 8:15 Endurbætur á regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra 8:30 Verkefni Seðlabankans við endurreisn fjármálakerfi sins Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs 8:45 Ný verkefni – nýjar áherslur í eftirliti með fjármálastarfsemi Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins 9:00 Uppbygging fjármálamarkaðar og atvinnulífs á forsendum samkeppni Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins 9:15 Framkvæmd eigendastefnu ríkisins Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins 9:30 Eftirlit með skuldaaðlögun einstaklinga og fyrirtækja María Thjell, formaður eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun 9:45 Krafan um jafnræði, gegnsæi og sanngirni Brynhildur Georgsdóttir, umboðsmaður viðskiptavina Arion banka 10:00 Fundi slitið Fundurinn er öllum opinn. FJÖLMIÐLAR „Mér líst vel á skýrsl- una og er hjartanlega sammála mörgum tillögum sem þar koma fram um breytingar á umbúnaði og regluverki Ríkisútvarpsins,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Starfshópur mennta- og menn- ingarmálaráðherra hefur lagt fram ýmsar tillögur um breyt- ingar á lögum og starfsháttum Ríkisútvarpsins með hliðsjón af almannaþjónustuhlutverki þess. Er horft til tæplega þriggja ára fenginnar reynslu af rekstri RÚV sem opinbers hlutafélags. Páll telur tillögurnar gott inn- legg í þá umræðu sem þurfi að vera um Ríkisútvarpið en varar engu að síður strax við að horfið verði til fyrra rekstrarforms. „Þótt menn kunni að finna eitthvað athugavert þá held ég að sökina fyrir því sé ekki að finna í hlutafélagsforminu. Stofnunin var á sínum tíma komin í algjörar blindgötur.“ Hann segir þó að hlutafélagaformið sé ekki heilagt, vel megi hugsa sér annað rekstrarform en stofnanaformið henti ekki. Í skýrslunni er útvarpsstjóri sagður nánast alráður um dagskrá, mannaráðningar og stefnumótun. Það sé ólýðræðislegt, ógagnsætt og óviðeigandi. Páll telur að helst til mikið sé gert úr þessu alræð- isvaldi og bendir á að stefnumót- unin, sjálf dagskrárstefnan, ráð- ist af vilja stjórnvalda og birtist í þjónustusamningi Ríkisútvarps- ins og mennta- og menningarmála- ráðuneytisins. „Þetta ræðst af því hvað eigandinn vill kaupa fyrir peninginn sem hann leggur stofn- uninni til,“ segir Páll. Rétt sé þó að lögum samkvæmt liggi endanlegt ritstjórnarvald og vald til manna- ráðninga hjá útvarpsstjóra. „En gamla formið var komið í ógöng- ur; ábyrgð og völd voru óskýr. Og ég vara við gamla farinu þar sem vald yfir mannaráðningum og dag- skránni var í höndum stjórnmála- manna í gegnum pólitískt kjörið útvarpsráð.“ Páll tekur undir hvert orð í skýrslunni um mikilvægi þess að tekjur Ríkisútvarpsins verði fyrirsjáanlegar nokkur ár fram í tímann. Núverandi ástand sé óvið- unandi enda áætlanagerð og fram- þróun í dagskrársetningu nánast ómöguleg. Um gagnrýni á eigin fréttalest- ur segir Páll að vissulega kunni að koma upp aðstæður þar sem hann geti talist óheppilegur. Ger- ist það dragi hann sig í hlé, líkt og nú þegar fjármál RÚV hafa verið í brennidepli. bjorn@frettabladid.is Helst til mik- ið gert úr al- ræðisvaldinu Útvarpsstjóra líst vel á tillögur nefndar um RÚV og telur þær gott innlegg í umræðuna. Hann varar við að rekstrarforminu verði breytt til fyrra horfs og pól- itískum afskiptum af dagskrá og mannaráðningum. Á FRÉTTASTOFUNNI Nefnd mennta- og menningarmálaráðherra telur að tekjur RÚV þurfi að vera fyrirsjáanlegar nokkur ár fram í tímann. Útvarpsstjóri er hjartanlega sammála því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLAR Ríkisútvarpið getur ekki veitt upplýsingar um hversu mikið efni það hefur keypt frá sjálfstæðum, íslenskum framleið- endum á undanförnum árum. Kvikmyndagerðarmenn hafa gagnrýnt harðlega þá ákvörðun útvarpsstjóra að hætta innkaup- um á íslenskum kvikmyndum og draga verulega úr innkaupum á sjónvarpsmyndum, þáttaröðum og heimildarmyndum. Segja þeir það brjóta í bága í við þjónustu- samning RÚV við menntamála- ráðuneytið. Í samtali við Fréttablaðið á mánudag sagði Páll Magnús- son útvarpsstjóri að í fyrra hafi RÚV keypt á þriðja tug heimildar- mynda. Ljóst væri að færri mynd- ir yrðu keyptar næsta rekstrarár, þótt ekki væri búið að ákveða end- anlega tölu. Fréttablaðið óskaði eftir sund- urliðuðum lista um fjölda kvik- mynda, sjónvarpsmynda, þátta raða og heimildarmynda sem Ríkisút- varpið hefur keypt á undanförnum árum. Þau svör fengust frá Bjarna Guðmundssyni, framkvæmda- stjóra RÚV, að frá því að RÚV ohf. tók til starfa hafi stofnunin varið 40 milljónum krónum til kaupa á efni frá sjálfstæðum framleiðend- um á fimm mánaða tímabili 2007; 235 milljónum krónum rekstrarár- ið 2007 til 2008; og 177 milljónum króna starfsárið 2008 til 2009. Bjarni gat aftur á móti ekki svarað hversu margar mynd- ir voru keyptar á sama tímabili. Ríkisútvarpið hefði þær upplýs- ingar ekki á reiðum höndum og það væri mikil vinna að taka þær saman. „Eins og staðan er núna er ekki hægt að fara í þá vinnu.“ - bs Magn á aðkeyptu innlendu efni: RÚV veitir ekki upplýsingar SRÍ LANKA, AP Mahinda Rajapaksa, forseti Srí Lanka, fagnaði í gær endurkjöri sínu í forsetakosning- um um helgina. Mótframbjóðandinn, Sarath Fonseka, sagðist hins vegar ekki taka mark á opinberum niður- stöðutölum kosninganna. Fonseka, sem er fyrrverandi yfirmaður hersins á Srí Lanka, sagðist óttast að verða handtek- inn eftir að hermenn umkringdu hótelið sem hann dvaldist á í Kol- ombó, höfuðborg landsins. Mikil spenna ríkti á götum borg- arinnar í gær, þrátt fyrir að fjöldi fólks hafi fagnað sigri forsetans, skotið upp flugeldum og veifað þjóðfána landsins og myndum af Rajapaksa. Fonseka skrifaði kosn- ingastjórn landsins bréf þar sem hann sagðist ætla að leita til dóm- stóla til að fá úrslitunum hnekkt. Yfirkjörstjóri landsins, Dayanada Dissanayake, virtist taka undir gagnrýni Fonsekas og bað um að fá leyfi til að segja af sér: „Ég get ekki þolað þetta leng- ur,“ sagði Dissanayake, þegar hann tilkynnti úrslitin. „Ég bið um að fá lausn frá embættinu.“ Fonseka er vinsæll meðal her- manna, sem hann leiddi til sigurs gegn uppreisnarliði tamíltígranna á síðasta ári eftir langvinna borg- arastyrjöld. - gb Forseti Srí Lanka hrósar sigri en mótframbjóðandinn ætlar að kæra: Segir úrslitin vera ómarktæk SIGRI FAGNAÐ Stuðningsfólk forsetans veifar fánum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÓLLAND, AP Fyrrverandi fang- ar í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi komu saman í Auschwitz í gær til að minnast þess að 65 ár voru síðan sovéski herinn frelsaði þá fanga sem enn lifðu í búðunum undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Eftirlifendur minntust í gær þeirra sex milljóna manna, kvenna og barna sem tekin voru af lífi í helför nasista. Veðrið í gær var svipað og um morguninn 27. janúar 1945 þegar fangarnir uppgvötvuðu að fanga- verðirnir höfðu flúið, sagði Jad- wiga Bogucka, einn eftirlifenda, í Auschwitz í gær. - bj Fyrrum fangar í Auschwitz: Minntust lok- unar búðanna NORÐUR-ÍRLAND, AP Forsætisráð- herrar Bretlands og Írlands, þeir Gordon Brown og Brian Cowen, fengu lítinn hljómgrunn meðal bæði kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi þegar þeir kynntu málamiðlunartillögu sína í gær. Þeir Brown og Cowen hafa í þrjá daga unnið hörðum höndum að því að finna málamiðlun, sem gæti tryggt líf heimastjórnarinn- ar á Norður-Írlandi. Bæði Sinn Fein, flokkur kaþ- ólskra, og Flokkur lýðræðislegra sambandssinna, sem er flokkur mótmælenda, saka hvor annan um óaðgengilegar kröfur. Sinn Fein hótar því að segja sig úr stjórninni, með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir heima- stjórnarfyrirkomulagið. - gb Allt í járnum á Norður-Írlandi: Sáttatillögunni dræmt tekið VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.