Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 12
12 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR ÞJÓÐKIRKJAN Fimm sækja um embætti prests í Selfosspresta- kalli, en umsóknarfrestur um starfið rann út á mánudag. Skip- að er í embættið frá og með 1. mars. Umsækjendur eru prestarn- ir Ása Björk Ólafsdóttir, Óskar Hafsteinn Óskarsson, sem gegnt hefur starfinu undanfarna mán- uði, og Ragnheiður Karítas Pét- ursdóttir, og guðfræðingarnir Stefán Einar Stefánsson og Þrá- inn Haraldsson. Biskup skipar í embættið til fimm ára að feng- inni umsögn valnefndar. Mikill styr hefur staðið um prestakallið á Selfossi síðan séra Gunnar Björnsson var kærður fyrir kynferðisbrot gegn sóknar- börnum sínum. - sh Umsóknarfrestur liðinn: Fimm vilja í Selfosskirkju SELFOSSKIRKJA Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson hefur gegnt prestsembættinu síðustu misseri. BRETLAND, AP Peter Goldsmith, sem var helsti lögfræðiráðgjafi bresku ríkisstjórnarinn- ar þegar tekin var ákvörðun um að ráðast á Írak, segist hafa skipt um skoðun á síðustu metrunum. Lengst af hafi hann talið árás á Írak vera brot á alþjóðalögum, nema ný ályktun kæmi frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem gæfi ótvíræða heimild til innrásar. „Síðan tók ég á endanum, þegar ég þurfti að komast að ákveðinni niðurstöðu, annan pól í hæðina,“ sagði Goldsmith í yfirheyrslu hjá breskri rannsóknarnefnd, sem er að kanna tildrög Írakstríðsins. Hann gaf þó enga skýr- ingu á því hvers vegna hann hafi skipt um skoðun. Gagnrýnendur segja hann hafa tekið þessa ákvörðun undir pólitískum þrýstingi. Michael Wood, sem á þessum tíma var yfir- maður lögfræðideildar breska utanríkisráðu- neytisins, segist hins vegar telja að innrásin hafi tvímælalaust verið brot gegn alþjóða- lögum, einfaldlega vegna þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði ekki gefið heimild til innrásar. „Að mínu mati hafði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ekki gefið heimild til valdbeiting- ar, og engar aðrar forsendur voru fyrir hendi í alþjóðalögum,“ sagði Wood við yfirheyrsl- ur hjá breskri rannsóknarnefnd, sem er að kanna tildrög Írakstríðsins. Hann segir að Jack Straw, þáverandi utan- ríkisráðherra, hafi ákveðið að taka ekkert mark á þessu. „Hann tók þann pól í hæðina að ég væri afar kreddufullur og alþjóðalög væru býsna óljós og að hann væri ekki vanur því að fólk tæki svona ákveðna afstöðu,“ sagði Wood. Elizabeth Wilmshurst, sem var aðstoðar- maður Woods, sagði af sér á sínum tíma í mótmælaskyni við ákvörðun breskra stjórn- valda um að hefja innrásina. Hún sagði við yfirheyrslur hjá rannsókn- arnefndinni að hver einasti lögfræðiráðgjafi í utanríkisráðuneytinu hafi verið þessarar skoðunar, að innrásin hafi verið ólögleg. Tony Blair á að mæta hjá rannsóknar- nefndinni á morgun. Reiknað er með því að nefndin skili niður- stöðum seint á næsta ári. Hún hefur það hlut- verk að komast að því hvernig ákvörðunin um innrás var tekin, en hefur þó ekki heimild til að sakfella neinn. gudsteinn@frettabladid.is Töldu innrásina lögbrot Lögfræðingar breska utanríkisráðuneytisins töldu allir að innrásin í Írak vorið 2003 hafi verið brot á al- þjóðalögum. Helsti lögfræðiráðgjafi stjórnarinnar segist þó hafa skipt um skoðun á síðustu stundu. TONY BLAIR Þarf að svara fyrir ákvörðun stjórnarinnar á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MICHAEL WOOD Segir að Jack Straw utanríkisráðherra hafi kosið að taka ekkert mark á ráðgjöf sinni. NORDICPHOTOS/AFP VIÐ BRANDENBORGARHLIÐIÐ Shimon Peres, forseti Ísraels, ásamt Klaus Wowereit, borgarstjóra Berlínar, á gönguferð við Brandenborgarhliðið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, flutti í nótt sína fyrstu stefnuræðu síðan hann tók við forsetaembætti. Samkvæmt talsmanni Hvíta hússins snerist boðskapur forset- ans til þjóðarinnar einkum um tvennt: Annars vegar reyndi hann að fullvissa áhyggjufulla Banda- ríkjamenn um að hann hafi fullan skilning á erfiðleikum þeirra og áhyggjum, en hins vegar reyndi hann að sannfæra fólk um að hann ynni hörðum höndum að því að breyta starfsháttum stjórn- málanna í Washington, jafnvel þótt hann þurfi til að byrja með að starfa sjálfur innan gamla fyrir- komulagsins. Mikið er í húfi fyrir Obama, sem í upphafi naut mikils stuðn- ings almennings. Sá stuðningur hefur dvínað hratt eftir því sem fólk hefur farið að lengja eftir því að sjá efndir loforðanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un, sem fréttastöðin CNN birti í gær, telja til að mynda 54 prósent Bandaríkjamanna að efnahagsað- gerðir stjórnarinnar hafi fyrst og fremst komið auðmönnum til góða, en einungis fjórðungur telur að efnahagsaðgerðirnar hafi gagn- ast láglaunafólki. Flutningur ræðunnar átti að hefjast klukkan níu að staðartíma í Washington, eða um tvöleytið í nótt að íslenskum tíma. - gb Barack Obama flutti fyrstu stefnuræðu sína í nótt: Segist vinna að breytt- um starfsháttum BARACK OBAMA Vinsældir hans hafa dvínað verulega fyrsta árið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 95 milljörð- um króna fyrstu tíu mánuði 2009. Það er 19,2 prósenta aukning frá 2008 þegar verðmætið var 80 milljarðar. Verðmæti botnfisks var 67 milljarðar, sem var 17,6 prósenta aukning milli ára. Þorskafli var 12,7 prósentum verðmætari en 2008, fór úr 26 milljörðum í 29,3 milljarða. Verðmæti uppsjávar- afla var 18,7 milljarðar, sem var 9,2 prósenta aukning. Loðnuafli var aðeins 341 milljónar virði en 1,8 milljarða virði árið 2008. Verð- mæti síldarafla jókst um 29,1 pró- sent, úr 8 milljörðum í 10,3. - pg Aflaverðmæti eykst: Um 95 millj- arða verðmæti REYKJAVÍK Leiguverð er á niðurleið núna, segir Berglind Eva Gísladótt- ir hjá Leigulistanum. Hún segir að leiguverð hafi hækkað lítillega á haustmánuðum miðað við mánuð- ina á undan en frá áramótum aftur lækkað lítillega. Mest er framboð- ið af leiguíbúðum í hverfum í póst- númeri 101, 105 og 107. Að sögn Berglindar er ekki mikið fram- boð á leiguhúsnæði í nýbyggingar- hverfum í Kópavogi og Hafnarfirði, minna en starfsmenn Leigulistans hafi búist við. Berglind segir tveggja herbergja íbúðir alltaf vinsælastar. „Almennt er ágæt hreyfing á leiguíbúðum, fyrir utan kannski eignir sem allt- of hátt verð er á.“ Samkvæmt upp- lýsingum Leigulistans var meðal- verð á fermetra í tveggja herbergja íbúð á tímabilinu október til desem- ber 1.600 krónur, sem þýðir að 50 fermetra íbúð var leigð á 80 þús- und krónur að meðaltali. Meðal- verð á sama tímabili á þriggja her- bergja íbúð var rúmar 1.400 krónur og tæpar 1.300 krónur á fjögurra herbergja íbúð. Mánuðina þrjá á undan, frá júlí til september, var meðalverð- ið á tveggja herbergja íbúð rúm- lega 1.500 krónur á fermetrann, á þriggja herbergja íbúð tæpar 1.400 krónur og tæplega 1.300 krónur á fermetrann fyrir fjögurra her- bergja íbúð. Verðið hækkaði þannig lítillega í haust en samkvæmt upp- lýsingum Leigulistans er það nú á hægri niðurleið aftur þó að tölur liggi ekki fyrir. - sbt Tveggja herbergja íbúðir eru vinsælastar í útleigu: Leiguverð á niðurleið frá áramótum 101 REYKJAVÍK Tveggja herbergja íbúðir í miðbænum eru eftirsóttar í leigu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.