Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 16
16 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Álftanes getur ekki greitt af skuldum FRÉTTASKÝRING PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is Stórfelldar skattahækk- anir, 13,5 prósenta nið- urskurður í rekstri og uppsagnir embættismanna duga hvergi nærri til þess að ná tökum á hallarekstri sveitarfélagsins Álftanes þannig að það geti risið undir skuldbindingum sínum á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu bæj- arstjórnar Álftaness til Eftirlits- nefndar með fjármálum sveit- arfélaga (EFS) en hún var rædd á löngum bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld og samþykkt gegn atkvæðum minnihlutans. Þær aðgerðir sem þar er að finna þurfa hins vegar að fara fyrir bæjarstjórnina að nýju í tengsl- um við gerð fjárhagsáætlunar. Að auki þarf Álftanes að skuld- breyta lánum upp á þrjá millj- arða, sem fram koma í efnahags- reikningi. Helstu lánardrottnar eru Lánasjóður sveitarfélaga og Arion banki og fleiri. Á þessu ári þarf að greiða 1,1 milljarð króna af þessum lánum að óbreyttu. Heildartekjur ársins eru áætlað- ar 1,3 milljarðar, að teknu tilliti til skattahækkana upp á 124 millj- ónir króna, sem meirihluti bæjar- stjórnar hefur í hyggju að fá sam- þykktar. Í skýrslu bæjarstjórnarinnar er gert ráð fyrir að með skuld- breytingum megi lækka þessa greiðslubyrði um 875 milljónir króna og niður í um 292 milljónir króna í ár en byrðin verði á bil- inu 259-287 milljónir á árunum 2011-2013. Loks þarf Álftanes að losna undan fjögurra milljarða króna skuldbindingum, sem ekki koma fram í efnahagsreikningi. Þær kosta að óbreyttu um 255 millj- ónir króna á ári næstu 28 ár. Þarna er í fyrsta lagi um að ræða samning við Búmenn sem er metinn ígildi rúmlega 926 milljóna króna. Hann kveður á um að bærinn greiði 39 milljón- ir króna á ári í 50 ár í leigu fyrir þjónustuhús, sem verður byggt við hlið þrjátíu leiguíbúða og taka á í notkun 2012. Í öðru lagi er samningur við byggingafyrirtækið Ris, sem met- inn er á um 200 milljónir króna og felur í sér 30 ára skuldbind- ingu. Samkvæmt honum greiðir bærinn fimmtán milljónir á ári í leigu fyrir 1.000 fermetra þjón- usturými, sem verður fullbyggt árið 2011. Þriðji samningurinn, og sá sem mest munar um, er við Eign- arhaldsfélagið Fasteign vegna leigu á íþróttahúsi og sundlaug- inni á Álftanesi. Sú skuldbinding er metin á 2,9 milljarða króna að núvirði. Leigugreiðslurnar eru 201 milljón á ári næstu 28 ár, en lægri þetta árið vegna 28 pró- senta tímabundins afsláttar frá leigusalanum. Engum þessara samninga er hægt að segja upp en þó er ákvæði í samningnum við Fast- eign um að hann falli úr gildi ef sveitarfélagið þarf að leita nauða- samninga við lánardrottna sinna. Þótt fjölmörg fyrirtæki hafi valið leið nauðasamninga út úr fjár- hagserfiðleikum eftir efnahags- hrunið er sú leið erfið fyrir sveit- arfélög. Þess vegna verður leitað allra leiða til þess að leysa sveit- arfélagið með öðrum hætti undan þessum samningi. Ástæðan er sú, að sögn Pálma Þórs Mássonar bæjarstjóra, að það hefði mjög alvarleg áhrif fyrir öll sveitarfélög í landinu ef Álftanes færi í nauðasamninga. Aðrir viðmælendur blaðsins í stjórnsýslunni taka í sama streng. Nauðasamningar á Álftanesi myndu að þeirra sögn þrengja möguleika annarra sveitarfélaga á lánsfjármarkaði. Slíkt myndi hafa slæm áhrif á allar tilraunir íslenskra aðila til þess að verða gjaldgengir á erlendum fjármála- mörkuðum að nýju. Þess vegna er nú horft til rík- isstjórnarinnar um að hún komi með útspil sem geri Álftnesing- um kleift að leysa sinn vanda til framtíðar. Í skýrslu sinni lýsir bæjarstjórnin á Álftanesi vilja til að losa um allar eignir sem hægt er. Þær eru helstar um 395 millj- óna króna bókfærð eign í Eign- arhaldsfélaginu Fasteign og 65 milljóna króna eign í Lánasjóði sveitarfélaga. Einnig skuldabréf, upp á 388 milljónir að nafnvirði og eignir í löndum og bygging- arlóðum, sem eru 488 milljóna króna virði, samkvæmt bókum sveitarfélagsins. Næstu skref í málefnum Álfta- ness eru á borði Eftirlitsnefnd- ar með fjármálum sveitarfélaga, sem fékk skýrslu bæjarstjórnar- innar í hendur í gær. Nefndin mun funda í dag en hún þarf að taka afstöðu til þess hvort hugmyndir bæjarstjórnarinnar um aðgerðir nægi til þess að koma sveitarfé- laginu á nýjan og traustan fjár- hagsgrunn. Ríkisstjórnin fylgist með málinu í gegnum Kristján L. Möller sveitarstjórnaráðherra sem er ábyrgur fyrir starfi Eftir- litsnefndarinnar. Verði um frek- ari stuðning ríkisins að ræða munu Kristján og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra væntanlega eiga sameiginlegt frumkvæði að honum. Í samningi Álftaness og Eftir- litsnefndarinnar er ákvæði um að sveitarstjórnin eigi strax að hefja viðræður við önnur sveitarfélög um sameiningu. Slíkar viðræður eru ekki hafnar. Pálmi Þór Más- son segir að hugmyndir bæjar- stjórnarinnar í skýrslunni séu for- senda þess að hægt verði að fara í sameiningarviðræður. Álftanes sé ekki í standi til þess að ganga til sameiningarviðræðna fyrr en búið er að ákveða hvernig vandi bæjarfélagsins verður leystur til frambúðar. Álftanes er ógjaldfært SUNDLAUGIN DÝRA Álftanes á fjórtán prósenta hlut í Eignarhaldsfélaginu Fasteign, sem aftur á og leigir Álftanesi nýja sund- laug og íþróttahús fyrir rúmlega 200 milljónir króna á ári. Hlutabréfin í Fasteign eru nú metin á 395 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Staða íþrótta- og tómstundafull- trúa lögð niður ■ Stöður fræðslustjóra og leik- skólafulltrúa lagðar niður ■ Staða skipulags- og byggingar- fulltrúa lögð niður ■ Staða félagsmálastjóra lögð niður ■ Ekki ráðið í laust starf skrifstofu- stjóra bæjarins ■ Hagrætt í yfirstjórn um 23,6 milljónir 2010 og 2011. ■ Sameining mötuneyta á skóla- svæði frá hausti 2010 ■ Gjaldskrá Frístundar hækkuð um 10% ■ Íþróttastyrkir lækkaðir ■ Niðurgreiðslum hádegismatar grunnskólabarna hætt í haust ■ Vinnuskóli lagður niður tíma- bundið ■ Hækkun leikskólagjalda um 15% ■ Fjölgun barna á leikskóladeild frá hausti 2010 ■ Gjaldskrár hækkaðar í íþrótta- húsi, sundlaug ■ Heimgreiðslum til foreldra hætt frá 1. apríl. ■ Opnunartími bókasafns styttur ■ Opnunartími sundlaugar styttur ■ Umhverfisnefnd lögð niður, verk- efni færð skipulagsnefnd ■ Atvinnumálanefnd lögð niður, verkefni færð bæjarráði ■ Menningarmálanefnd lögð niður, verkefni færð bæjarráði. NIÐURSKURÐARAÐGERÐIR Eftirtaldar aðgerðir eru hluti af því sem á að spara Álftanesi 103 milljónir króna á þessu ári en 167 milljónir króna á næsta ári. Að auki er ætlunin að auka skatttekjur um 124 milljónir á ári með 10% hækkun útsvars og hækkun fasteignagjalda þannig að þau reiknist 0,4% af fasteignamati. FBL-GREINING: EVRÓPUÞINGIÐ Getur hafnað eða samþykkt stjórnendur Nýlega var greint frá því að Evrópuþingið hefði lagst gegn því að Rúmenía Jeleva, utanríkisráðherra Búlgaríu, tæki sæti í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins. Þinginu þótti Jeleva hrokafull og vanhæf til að sinna málaflokknum, mannúðaraðstoð. Að auki er því haldið fram að eiginmaður hennar tengist búlgörsku mafíunni. Svo fór að Jeleva dró framboð sitt til baka og forsætisráð- herra Búlgaríu tilnefndi aðra konu í embættið. ■ Hvað er Evrópuþingið? Evrópuþingið fer með löggjafarvald í ESB, ásamt ráðherraráðinu. Fyrir utan að samþykkja, eða samþykkja ekki, nýja framkvæmdastjórn, á það að skera úr um fjárlög ESB. Evrópuþingið hefur nýtt sér þessi völd og hefur haft áhrif á alla þá málaflokka sem hafa útgjöld í för með sér. Til að Ísland geti orðið aðildarríki ESB þarf Evrópuþingið að samþykkja það í meirihlutakosningu. ■ Hverjir sitja á Evrópuþinginu? Þingmennirnir eru 785 talsins og eru kosnir beinni kosningu í hlutfallskosn- ingu í aðildarríkjunum á fimm ára fresti. Þingmanna- fjöldi endurspeglar íbúafjölda í löndunum. Þannig er stærsta ríkið, Þýskaland, með 99 fulltrúa, en Malta með fimm. Á móti kemur að stjórnmálahreyfingar á þinginu skipast í hópa eftir skoðunum. Þannig gætu sósíalistar á Spáni staðið með sósíalistum í Frakklandi, frekar en með hægrimönnum á Spáni. ■ Tekur Evrópuþingið ákvarðanir eitt og óstutt? Nei, flestar ákvarðanir eru teknar í sameiningu við aðrar stofnanir, sérstaklega við ráðherraráðið, sem er skipað einum ráðherra úr hverju aðildarríki. Hvert aðildarríki fer með formennsku í ráðinu í sex mánuði í senn. Ráðherraráðið undirritar samninga við önnur ríki og samtök, samhæfir stefnu aðildarríkjanna í mörgum málaflokk- um og hefur takmarkað framkvæmdarvald. Kjör formanns Neytendasamtakanna Samkvæmt lögum Neytendasamtakanna skal kjör for- manns fara fram það ár sem reglulegt þing Neytenda- samtakanna er haldið. Í 12. grein laga Neytendasam- takanna segir svo um kjör formanns: „Framboð til formanns skulu berast stjórn Neytendasamtakanna eigi síðar en fyrir lok febrúar þess árs sem reglulegt þing er haldið. Framboði til formanns skulu fylgja meðmæli 25 skuldlausra félagsmanna hið fæsta en 50 skuldlausra félagsmanna hið fl esta.“ Í samræmi við þetta auglýsir stjórn Neytendasamtakanna eftir framboðum til formanns Neytendasamtakanna vegna næsta kjörtímabils (2010-2012) og sem hefst frá og með þingi Neytendasamtakanna í haust. Framboð- um ásamt lista yfi r meðmælendur skal skilað á skrifstof- ur Neytendasamtakanna í Reykjavík eða á Akureyri, eigi síðar en kl. 16:00 þann 1. mars 2010. Einnig er hægt að senda framboð ásamt lista yfi r meðmælendur í pósti og má dagsetning póststimpils ekki fara fram yfi r 28. febrúar 2010. Reykjavík 28. janúar 2010 Stjórn Neytendasamtakanna Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.