Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 22
22 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F lest bendir til þess að kreppan sé að dýpka og vaxandi líkur á að hún lengist. Fregnir berast um uppsagnir, vaxandi atvinnuleysi og fjárhagserfiðleika heimila og atvinnufyrirtækja. Og greiðslufall ríkisins hefur verið nefnt. Ríkisstjórnin er á rangri leið og ratar ekki til að efla aukin atvinnuumsvif í hagkerfinu. Hún trúir á sósíalistíska drauma. Sósíalistísk einstefna leiðir ekki til góðs og allra síst þegar blása þarf lífi og þrótti í frjálst athafnalíf. Ríkisstjórnin hyggst rústa skattakerfið og móta nýtt skattaumhverfi sem er fjand- samlegt fjárfestingum og arðsemi. Ríkisstjórnin vinnur gegn hugmyndum um iðnþróun og tillögur um orkunýtingu sem er forsenda iðnþróunar eru slegnar út af borði. Auðvitað verður þjóðin þá bundin áfram á klafa gjaldeyrishaftanna án vonar um úrbætur. Og svo eru hugmyndir uppi um að brjóta sjávar- útveginn á bak aftur. Ríkisstjórnin hefur notið samúðar og jafnvel nokkurrar aðdá- unar fyrir viðleitni sína andspænis þeim risavöxnu verkefnum sem hún tók að sér. Því verður ekki neitað að Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfússon voru réttir menn á réttum stað þegar ættjörðin þurfti á að halda. Þau hafa notið mikils trausts. Og persónulega hafa þau vaxið og njóta enn mikill- ar samúðar og virðingar. En eftir því sem lengra líður fram verður sósíalistísk einstefna þeirra meiri hindrun og fjötur. Þegar fram líða stundir verða þau að opna augun fyrir þörf þjóðarinnar fyrir kröftugt og arðbært atvinnulíf – eða víkja úr sætum ella. Afgreiðsluferill Icesave-málsins er vægast sagt ólukkuleg- ur og markaður endalausum mistökum sem bæði stjórnarliðið og stjórnarandstaðan bera ábyrgð á. Mikil ábyrgð hlýtur að hvíla sérstaklega á Vinstri grænum, en þinglið þeirra hefur sundrast í allar áttir í þessu mikilvæga máli. Ummæli forseta Íslands staðfesta að ákvörðun hans í málinu miðast ekki síst við þetta. Hinu má ekki gleyma að í flóknum málum, eins og Ice save, verða viðræður og samningar að halda áfram uns niðurstaða næst. Í samningum eru menn jafnvel gerðir afturreka og stund- um snúast samherjarnir gegn samningsdrögum. Þá verða menn einfaldlega að byrja upp á nýtt og halda áfram í leitinni að ásættanlegri niðurstöðu. Það má aldrei gefast upp. Það má aldrei missa móðinn. Það verður alltaf að halda áfram þangað til sameiginleg niðurstaða er fengin. Það er alltaf hægt að leita og finna nýja leið, nýja slóð og komast síðan áfram. Íslenska þjóðin hefur alla burði til að ná kröftum sínum aftur. Íslendingar hafa séð það svartara – og gáfust ekki upp. Við höfum sterkan sjávarútveg, málmiðnað og ferðaþjónustu. Ýmsar nýsköpunargreinar hafa verið í vexti. Við munum sanna að Íslendingurinn lætur sig ekki og ræður við þetta allt. Nú þarf að tala kjark og metnað í þjóðina. Ef nýjar samninga- lotur eru óhjákvæmilegar þá verður að ganga í verkið, ljúka ákvörðunum í Icesave-málinu sem allra fyrst og snúa sér að endurreisninni. Nú þurfum við þjóðlega samstöðu. Það er alltaf hægt að finna nýja leið. Enga uppgjöf JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR Haítí á sér merka sögu. Land-ið var frönsk þrælanýlenda, ein ríkasta nýlenda Frakka, helzta djásn heimsveldisins, perla Kar- íbahafsins af sjónarhóli nýlendu- herranna. Þrælarnir á Haítí sættu svo illri meðferð, að sum árin þurftu Frakkar að flytja 50.000 nýja þræla til Haítí í stað þeirra, sem höfðu látið lífið árið áður. Svo fór, að þrælarnir risu upp, inn- blásnir af frönsku stjórnarbylt- ingunni 1789, hröktu kúgarana af höndum sér og stofnuðu sjálfstætt ríki á eynni 1804. Bandaríkin voru þá eina sjálfstæða ríkið vestan hafs, en þau höfðu tekið sér sjálf- stæði frá Bretum 1776. Banda- ríkjamenn viðurkenndu þó ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1862, þegar suðurríkin höfðu sagt sig úr lögum við norðurríkin og borg- arastyrjöldin, sem brauzt út 1861, hafði snúizt upp í stríð um þræla- hald. Að loknu stríði 1865 var þræla- haldið afnumið í Bandaríkjunum. Engar bætur komu fyrir þrælana, það var reglan, nema í Washing- ton, þar sem þrælaeigendur fengu til málamynda 300 dollara fyrir hvern þræl. Þrælahaldarar fengu hvergi fullar bætur – það er mark- aðsverð – fyrir þrælana, sem þeim var gert með lögum að leysa úr haldi. Bretar afnámu þrælahald í nýlendum sínum 1833 og greiddu þrælahöldurum á Karíbahafseyjum skaðabætur úr ríkissjóði. Katar við Persaflóa bannaði þrælahald ekki fyrr en 1952, Sádi-Arabía og Jemen 1962, Sameinuðu furstadæmin 1963, Óman 1970 og Máritanía 1981, sumir segja 2007. Þrælahald er nú alls staðar bannað með lögum. Fyrsta frjálsa blökkuríkið En það var Haítí, sem reið á vaðið vestan hafs 1804, og afnam þræla- hald. Frakkar viðurkenndu ekki sjálfstæði Haítís fyrr en 1825 og þá gegn því, að Haítí greiddi þeim miklar bætur vegna skaðans, sem franskir þrælahaldarar urðu fyrir, þegar þeir hrökkluðust frá land- areignum sínum og þrælar þeirra voru leystir úr haldi. Ekki er ljóst, hvort bótakrafan var miðuð við markaðsverð á þrælum. Haítí gekk að þessum afarkostum, því að ella hefði franski flotinn tekið Haítí aftur með vopnavaldi. Land- ið mátti sæta ströngu viðskipta- banni. Tólf frönsk herskip með 150 fallbyssur umkringdu landið. Gömlu þrælahaldararnir heimt- uðu innrás, en franska stjórnin kaus heldur að knýja Haítí til að greiða skaðabætur, sem námu and- virði allra útgjalda franska ríkis- ins eða fimmföldum útflutnings- tekjum Haítís á einu ári. Nokkrum árum áður, 1803, höfðu Frakkar selt Bandaríkjamönnum Lúísíana, 74 sinnum meira flæmi en Haítí að flatarmáli, á innan við helminginn af andvirði skaðabótanna. Aldrei viðreisnar von Skuldabyrðin var þung. Um alda- mótin 1900 þurfti Haítí að verja 80 prósentum af útgjöldum ríkisins í afborganir og vexti af þessari gömlu skuld, sem eyjarskeggjum tókst að lokum að endurgreiða til fulls 1922, sumir segja 1947. Mun- urinn stafar af því, að hægt er að túlka skil á yngri lánum til að end- urfjármagna gömlu kröfuna með ólíkum hætti. Endurfjármögnun reyndist dýr. Mestu skipti þó, að Haítí átti sér aldrei viðreisnar von sem sjálfstætt ríki með svo þunga skuldabyrði á bakinu. Landið varð illræmt þjófabæli, þar sem ger- spillt yfirstétt mergsaug og sví- virti sauðsvartan almúgann eins og Graham Greene lýsir vel í bók sinni Trúðarnir í íslenzkri þýð- ingu Magnúsar Kjartanssonar rit- stjóra og ráðherra. Landið er í því- líkri niðurníðslu, að þar er varla lengur að finna stingandi strá, þótt Dóminíska lýðveldið hinum megin á sömu eyju sé iðjagrænt. Haítí hefur lengi verið fátækasta landið í vesturálfu. Þrjú börn af hverj- um fjórum fæðast án aðstoðar læknis eða ljósmóður. Nýfætt barn getur vænzt þess að verða sextugt. Aðeins helmingur barna geng- ur í skóla og enn lægra hlutfall unglinga. Ólæsi er útbreitt. Kaup- máttur landsframleiðslu á mann á Haítí 2008 var einn fertugasti af kaupmætti á mann í Bandaríkj- unum í næsta nágrenni. Lands- skjálftinn um daginn breikkar bilið. Ofríki Frakka keyrði Haítí í kaf. Skaðabótakrafa þeirra var órétt- mæt. Reglan var sú, að ekki kæmu bætur fyrir afnám þrælahalds. Ríkisstjórn Haítís hefur hugleitt að höfða mál gegn Frökkum til að krefja þá um endurgreiðslu skaða- bótanna. Endurgreiðslukrafan myndi nema um fjórfaldri lands- framleiðslu Haítís. Haítí hefur fengið talsverðan afslátt af erlend- um skuldum, þar eð gerspilltir einræðisherrar, einkum François Duvalier (Papa Doc), stofnuðu til skuldanna og stálu lánsfénu. Haítí hefði getað vegnað vel. Milljónum Haítímanna, sem búa í öðrum löndum, vegnar jafnan vel. Haítí á marga heimsfræga listmál- ara. Málverk þeirra eru eftirsótt um allan heim og seljast nú háu verði. Einn þeirra heitir Abner Dubic. Ég keypti mynd af honum í Port au Prince fyrir 30 árum. Að keyra land í kaf Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Góður Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, var einlægur í Kast- ljósinu á þriðjudagskvöld þegar hann upplýsti að hann hefði gert mistök þegar hann tók arð út úr fyrirtæki sínu, Nesveri, vegna rekstr- arársins 2006 en þá var tap af rekstrinum og eigið fé í mínus. Til að leggja áherslu á að hann hefði ekki ætlað að hafa rangt við bauðst hann til að tengjast lygamæli og hafa yfir þuluna um að arðinn hafi hann greitt sér í fullri trú um að gjörningurinn væri löglegur. Fátítt Ekki verða í fljótu bragði fundin dæmi um að þingmenn eða aðrir fullorðnir hafi boðist til að tengjast lygamæli. Uppátækið er hins vegar alþekkt á róluvöllum og á öðrum samkomustöðum barna þar sem lygaramerki – á fingrum og tám – þykja líka eðli- leg í samskiptum. Galið Þótt tilboð Ásbjörns sé góðra gjalda vert er sá galli á gjöf Njarðar að lygamælar eru ekki til á Íslandi. Það þarf því að leita út fyrir landsteinana að slíkri græju. Á uppboðsvefnum eBay.com má finna nokkra lygamæla til kaups. Einn er verðlagður á áttatíu dali. Það eru rúmar tíu þúsund krónur. Ásbjörn gerði nú vel í því að kaupa tækið og færa íslensku samfélagi að gjöf. Ekki þó til að nota það – enda fer engum sögum af gagnsemi lygamæla – heldur til minningar um hugmyndina og það hve galin hún er. bjorn@frettabladid.is UMRÆÐAN Silja Hauksdóttir skrifar um niðurskurð í kvikmyndagerð Umræður um yfirvofandi niðurskurð hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og RÚV hafa verið háværar upp á síðkastið og verða það áfram þangað til úr er bætt. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn skilja og virða að það verður að skera niður í þeirra grein, rétt eins og öðrum listgreinum. Hins vegar er vert að benda á að meðaltal niðurskurðar í öðrum greinum er um 5 prósent. Hjá Kvikmynda- miðstöð Íslands er niðurskurðurinn um 35 prósent. Mikill niðurskurður á framlögum til kvik- myndagerðar er ekki einungis óréttlátur heldur einnig óskynsamlegur í ljósi þess að hver króna sem ríkið veitir til kvikmynda- og sjónvarpsgerð- ar, skilar sér þrefalt til fjórfalt til baka í formi erlends fjármagns og skattatekjum ríkisins af launum og sölu á þjónustu sem tengjast grein- inni. Landsbyggðin hagnast ekki síður með ferða- þjónustu við kvikmyndagerðarfólk og aukningu á ferðamönnum í kjölfar landkynningar. Þetta er því ekki aðeins hrópandi mismunun á menningar- greinum, heldur einnig sérlega óskynsamleg og vanhugsuð aðgerð sem eyðileggur fjöl- mennan iðnað. Yfirlýsing RÚV í framhaldinu um að draga stórlega úr innkaupum á innlendu efni eru ekki aðeins svik á þjónustusamn- ingi við ríkið, heldur einnig við eigend- ur stofnunarinnar, Íslendinga. Þjóðin á skýlausan rétt á því að fá að heyra í eigin röddum, sjá eigin sögur og byggja upp brotna sjálfsmynd á erfiðum tímum. Slík uppbyggingarstarfsemi kostar fé, en í tilviki kvikmyndagerðar skilar það sér alltaf margfalt til baka til samfélagsins. Ef litið er til velgengni íslenskra kvikmynda- og sjónvarpsverka síðustu ár, má sjá að nær allir Íslendingar hafa notið afraksturs opinberra fram- laga til kvikmyndagerðar. Það er því sorgleg mót- sögn að stjórnvöld sem kenna sig við félagsleg- an jöfnuð taki að sér að aflífa list- og iðngrein, sem þjónar, upplýsir og skemmtir hvað flestum Íslendingum. Ég hvet íslensk stjórnvöld til þess að endurskoða skammsýn niðurskurðaráform sín á hendur íslenskri kvikmyndagerð með langtíma sjónarmið að leiðarljósi. Höfundur er leikstjóri og starfar við kvikmyndagerð. Krónunni kastað og bíóið búið SILJA HAUKSDÓTTIR Dofri Hermannsson 2.–3. sæti Þorpin í borginn i Hádegisf undur í Bankas træti 10, 2. hæð kl. 12 í d ag Haítí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.