Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 26
26 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Jón Snædal skrifar um heilbrigðismál Fyrirkomulag á vist-unarmati fyrir aldr- aða hefur verið gagn- rýnt að undanförnu og ýmis dæmi nefnd um óréttmæta afgreiðslu þar sem umsóknum hefur verið hafnað. Sérstaklega hefur verið talað um að þetta geti komið illa við einstaklinga með heilabil- un þar sem aðstandendur veita mikla þjónustu. Þar sem ég hef starfað lengi við öldrunarlækn- ingar með vandamál heilabilaðra einstaklinga sem aðal viðfangs- efni hef ég ágætan samanburð við það kerfi sem áður var við lýði. Núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 2007 og fyrsta heila árið með nýjum vistunar- matsreglum var 2008. Þegar tölur eru skoðaðar fer ekki milli mála að mikið hefur áunnist. Í ársbyrjun 2008 voru um 340 manns í bið eftir hjúkrunar- heimili þar af um 140 á Land- spítalanum. Núna eru þeir um 70 þar af um 30 á Landspítalanum. Af þessum 30 eru 18 á sérstakri hjúkrunardeild innan spítalans. Þessi breyting hefur því skipt sköpum um þjónustu spítalans við aldraða einstaklinga og á stóran þátt í því að hægt hefur verið að mæta niðurskurði í rekstri án verulegrar skerðing- ar á þjónustu þó það hafi í sjálfu sér ekki verið tilgangurinn. Þetta þýðir einnig að þeir sem fá samþykkt vistun- armat þurfa að bíða mun skemur en áður og kerf- ið allt er skilvirkara. Nú eru einstaklingar ekki á biðlista „til öryggis“ eins og áður var lenzka. Eng- inn fer á biðlista fyrr en hann er í fullri þörf fyrir að fara á hjúkrunarheim- ili. Forgangsröðun er mun skil- virkari og það eru þeir sem metnir eru í mestri þörf sem fá vistun. Hjúkrunarheimili er dýr- asta stig þeirrar þjónustu sem samfélagið veitir og því mikil- vægt að vel sé með það farið og aðrir kostir reyndir til þrautar. Þegar mál einstaklinga eru skoðuð fer hins vegar tvenn- um sögum af þessu nýja kerfi. Eins og áður segir bíða þeir sem fá vistunarmat mun skemur en áður hefði þurft og þeir hafa því mikinn hag af þessum breyting- um. Gagnrýnin snýr hins vegar að þeim sem hafnað er. Þessi gagnrýni er stundum réttmæt og flest okkar hafa séð dæmi um slíkt og látið skoðun okkar í ljós. Í sumum tilvikum er ástæð- an sú að upplýsingar sem veitt- ar eru benda ekki nægilega vel á þörfina. Í öðrum tilvikum tel ég vistunarmatsnefndina túlka full þröngt eigin reglur um að öll önnur úrræði þurfi að vera reynd. Stundum eru eðlilegar ástæður fyrir því að úrræðin hafa ekki verið notuð t.d. að ljóst sé að þau muni ekki duga. Þetta á ekki síst við um heilabilaða einstaklinga og þess hafa sést nokkur dæmi. Því er þörf á end- urskoðun. Gera má breytingar án þess að kerfinu verði umbylt. Það væri mikið ólán ef ákveðið yrði að snúa aftur til þess sem var, að allir sem beiðni er gerð fyrir færu á biðlista. Fara þarf yfir þau tilvik sem hafa verið gagnrýnd og læra af þeim. Einn- ig þarf að vera hægt að áfrýja málum sem er hafnað. Brýnt er að ráðuneyti félagsmála komi sér upp hópi fagfólks sem tekur áfrýjanir til umfjöllunar. Sá hópur þarf að vera jafn skjótur og skilvirkur og vistunarmats- nefndin. Annar stjórnarflokkanna hefur lýst því yfir að nauðsyn- legt sé að byggja 400 ný hjúkr- unarheimili á kjörtímabilinu. Ef núverandi kerfi fær að halda sér með vissum breytingum þarf hugsanlega ekki að byggja þau öll en ef horfið er til fyrra fyr- irkomulags er líklegt að þessi fjöldi dugi alls ekki til. Þar sem rekstur hvers rýmis á hjúkrun- arheimili kostar 7-10 milljónir á ári er ljóst að það er mikið hags- munamál fyrir samfélagið allt að vel takist til. Höfundur er yfirlæknir á lyflæknissviði Landspítalans á Landakoti. Niðurskurður og uppbygging UMRÆÐAN Magnús Orri Schram skrifar um fjárlög ríkisins Fjárlög ríkisins fyrir 2010 voru afgreidd með um 100 milljarða halla og er það markmið ríkistjórnar- innar að bæta reksturinn um tæpa 80 milljarða og ná halla ríkissjóðs niður í 22 milljarða fyrir fjárlög 2011. Ég tel að tvö atriði eigi að vega þungt við fjárlagagerð næsta árs. Í fyrsta lagi á meginþungi aðgerðanna fyrir fjárlög 2011 að vera útgjaldamegin og í annan stað að ráð- ast beri í skattlagningu séreignasparnaðar og þá ekki til að rétta halla ríkissjóðs, heldur til að auka fjárfestingar í atvinnulífinu. Aðlögun að veruleika í útgjöldum Á þenslutímanum frá árinu 2000 til ársins 2009 tókst ekki að hefta útgjaldavöxtinn að neinu marki og svo var komið árið 2008 að hvergi innan OECD var hlutfall ríkisins af þjóðarfram- leiðslu meira en hér á landi. Á sama tíma fjölg- aði starfsmönnum hins opinbera um 28% meðan 12% fjölgun var á heildarvinnuafli og frá miðju ári 2008 til miðs árs 2009 hækkuðu laun ríkis- starfsmanna um 9,5% þegar laun á almennum markaði hækkuðu um 1,5%. Frá því verður ekki litið að heimilin og atvinnulífið hafa að undanförnu tekið á sig mikl- ar byrðar og aðlagað sinn rekstur með ákveðnum aðgerðum. Stór skref hafa einnig verið tekin í rekstri ríkisins en nú er lag til að gera enn betur. Fram undan er góður tími við undirbúning fjár- laga fyrir árið 2011 og möguleiki til að velta við hverjum steini og skoða hvaða þjónustu ríkið eigi nauðsynlega að inna af hendi. Þá eiga leiðarljós jöfnuðar að vera höfð til grundvallar og grunn- þjónustan sérstaklega varin en spyrja á; hverju má fresta og hvað má leggja af? Að mínu mati ber að horfa til sameiningar stofnana (þær eru um 1000 talsins), sameiningar ráðuneyta, breyta þarf verklagi við úthlutun fjár, auka skal sam- vinnu á milli stofnana ( t.d. kragasjúkrahúsa og Landspítala), og auka útvistun verkefna. Nú er runninn upp tími áskorunar fyrir íslenska stjórnmálamenn um að standast þrýstihópana og ganga ákveðið fram við niðurskurð við fjárlaga- gerð næsta árs. Séreignasparnaður Um leið og ríkið sníður sér stakk eftir vexti þarf að huga að frekari uppbyggingu atvinnulífsins og auka tekjur ríkisins til lengri tíma. Það vil ég gera með skattlagningu séreignasparnaðar. Með því er hægt að færa ríkinu um 80 milljarða króna í einskiptisaðgerð (skattleggja stofn sér- eignar) og svo um 8 milljarða árlega (inn- streymi). Þessa fjármuni á hins vegar ekki að nýta til að fjármagna hallarekstur rík- isins eins og sumir hafa lagt til, heldur til fjárfestinga í atvinnulífinu. Við verðum að vera meðvituð um að með skattlagningu séreignastofnsins (einskipt- isaðgerðin) er verið að færa skatttekjur morgundagsins til dagsins í dag. Þannig sækjum við tekjur framtíðar til nútíðar, á þeim forsendum að kreppan í dag sé svo einstök að hún réttlæti slíka aðgerð. Því ber okkur að fara gætilega hvernig við nýtum þessa fjármuni. Það er að mínu mati einstak- lega óráðlegt að nota tekjurnar til að fresta því að taka á útgjöldum ríkisins og setja peninga þannig í „neyslu ríkisins“. Slíkt er dæmi þann hugsunarhátt sem kom okkur í þessi vandræði. Ef við hins vegar treystum okkur til að nýta fjármunina til að minnka höggið af kreppunni, skapa sjálfbær störf (sem lifa án ríkisstyrkja), breikka skattstofna og beina þannig fjármunum til verkefna sem auka tekjur framtíðarinnar, þá eigum við ekki að hika. Þessar skatttekjur koma bara einu sinni og þess vegna á að nýta þær vel. Dæmi um langtímaverkefni sem geta nýst skattgreiðendum framtíðarinnar er t.d. rann- sóknar- og þróunarstarf fyrirtækja, uppbygging í innviðum vaxandi atvinnugreina (t.d. ferða- þjónustu), fjármögnun skattalegra hvata fyrir atvinnulífið (sbr. nýlegt nýsköpunarfrumvarp) eða til þess að spara ríkinu kostnað sem fellur til í framtíðinni (t.d. bygging nýs spítala). Þá mætti nýta fjármagnið til að auka aðgang að lánsfé á viðunandi kjörum til fjárfestingar í atvinnulífi – einhvers konar króna á móti krónu frá einka- aðilum og horfa þá sérstaklega til fjárfestinga í útflutningsatvinnugreinum. Hér má ekki vera á ferð ríkisstyrkt atvinnulíf, heldur á að nýta fjár- munina til að auka fjárfestingar í hagkerfinu, efla atvinnulífið og minnka atvinnuleysi en við hvert prósent sem fækkar í hópi atvinnulausra, minnkar kostnaður ríkisins um 3 milljarða á ári. Þannig verði fyrirframgreiðsla á skatttekjum framtíðarinnar ekki nýtt til að fjármagna neyslu ríkissjóðs, heldur til að örva hagvöxt, styrkja atvinnulífið, breikka skattstofna og auka þannig tekjur ríkisins til lengri tíma. Það er eina afsök- unin fyrir því að það sé forsvaranlegt að sækja þessa fjármuni. Höfundur er alþingismaður. MAGNÚS ORRI SCHRAM Vistunarmat aldraðra JÓN SNÆDAL Enginn fer á biðlista fyrr en hann er í fullri þörf fyrir að fara á hjúkrunarheimili. For- gangsröðun er mun skilvirkari og það eru þeir sem metnir eru í mestri þörf sem fá vistun. Við verðum að vera meðvituð um að með skattlagningu séreignastofnsins (einskiptis- aðgerðin) er verið að færa skatttekjur morgun- dagsins til dagsins í dag. Bjarni Karlsson Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur Frosti Jónsson ráðgjafi hjá Birtingahúsinu ehf. Óskar Guðmundsson rithöfundur Edda Björgvinsdóttir leikkona Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur Svavar Knútur söngvaskáld Auður Axelsdóttir forstöðum. Geðheilsu- eftirfylgdar og Hugarafl Halldór Gylfason leikari Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður Haukur Ingi Jónasson háskólakennari Bjarni Karlsson starfar meðal fólksins af umhyggju og ósér hlífni. Við þekkjum til verka hans og vitum að rétt sýni, virðing og hagur almennings munu verða honum ófrávíkjanleg leiðarljós í starfi hans fyrir Reykvíkinga. Tryggvi Gíslason fv. skólameistari MA Halldóra Geirharðsdóttir leikkona Ilmur Kristjánsdóttir leikkona Prófkjör í Reykjavík 30. janúar Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.