Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 44
BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 32 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Gunther. Vaknaðu. Finnst þér ég vera með ljótar tær? Ætti ég að klippa þessi þrjú hárstrá sem vaxa upp úr vörtunni eða mundi það aðeins gera illt verra? Ekki láta sem þú sofir. Svaraðu mér! Stanislav! Þér óx skegg á innan við tvem sek- úndum. Rétt. ég fæ hár í andlitið. Sumir geta sundið, aðrir geta djögglað ... Langar þig að sjá mig fá barta? NEI Hvers vegna „mætið með foreldrana í vinnuna“-dagurinn náði aldrei að festa sig í sessi. Ég ætla að biðja jóla- sveininn um geislaspilara. Af hverju? Hannes! Ég er næstum átta ára. Það er kominn tími til að ég biðji um flottara dót. Ó. Þá mun geislaspilari passa fullkom- lega við allt hitt sem ég ætla að biðja um. Sem er ..? Tónlist sem mamma og pabbi þola ekki. Hann er svo góður strák- ur. Af hverju læturu hann ekki fá þessa stöðuhækkun? POPP er nýtt fylgirit Fréttablaðsins og kemur út mánaðarlega. Við viljum að þið sendið okkur klikkuðustu símamyndirnar ykkar. Bestu myndirnar birtast í næsta tölublaði og höfundur bestu myndarinnar fær tvo kassa af Doritos í verðlaun. Sendið myndirnar í síma: 696 POPP (696 7677) eða á popp@frettabladid.is Við viljum tvífara fræga fólksins! Er kærastan þín eins og Angelina Jolie eða er vinur þinn eins og Jack Black? Sendu okkur mynd til sönnunar og hún gæti birst í næsta tölublaði. Á dögunum bárust af því fregnir að ákæruvaldið hefði tekið sig til og kært níu mótmælendur sem ruddust inn á palla Alþingis. Fólkið hafði frammi háreysti og pústrar urðu. Þá var bitið í fingur og gott ef ekki eitt stykki herðablað. Sem sagt, átök urðu og í framhaldi var kært. Allt of algengt í miðbænum, en að þessu sinni var líkamsárás ekki kærð heldur það að ráðast að Alþingi „svo að því eða sjálfstæði þess sé hætta búin“, líkt og segir í hegningar- lögunum. JAHÁ. Sjálfstæði Alþingis, eða því sjálfu, var nefnilega hætta búin við að níu mót- mælendur vildu fara á áhorfendapalla og gera hróp að alþingismönnum. Nú hefur löngum verið kvartað yfir því að sjálfstæði Alþingis sé ónógt, ekki síst gagnvart fram- kvæmdarvaldinu. Að það hengi á svo þunn- um bláþræði að óp úr níu börkum gætu slit- ið hann eru hins vegar nýjar fregnir. SÍÐAR kom í ljós að asinn á ákæruvald- inu var slíkur að ríkissaksóknari mundi hreinlega ekki að einn þingvörður, sem fyrir áverkum varð, er mágkona hans. Talandi um vandræðalegar ferming- arveislur! Það væri gaman að vera fluga á vegg þegar hann útskýrir gleymsku sína í næsta fjölskyldu- boði. Eh, ja, jú sjáðu til … þessu var bara alveg stolið úr mér. ASINN og ákefðin í því að kæra fólkið fyrir þetta brot vekur ýmsar spurningar. Refs- ing við brotinu, verði sakfellt, er lágmark eitt ár í fangelsi en getur „orðið ævilangt fangelsi ef sakir eru mjög miklar“. Mjög miklar? Voru ópin og átökin mjög miklar sakir? Eða bara smá og kalla bara á fang- elsi í eitt ár? DÓMSTÓLAR landsins eiga að vera alger- lega sjálfstæðir og dæma eftir þeim lögum sem fyrir liggja. Þeir geta ekki látið svipti- vinda almennrar umræðu hafa áhrif á sig, þeirra úrskurðir verða að standa traustum fótum á lagabókstaf. ÁKÆRUVALDIÐ hins vegar hefur val. Það er í höndum þess hverju sinni að ákveða hvort er kært og þá eftir hvaða lögum. Og nú valdi ákæruvaldið að senda þau skila- boð að mótmælendur hafi ógnað sjálfstæði Alþingis. Hverjum eru skilaboðin ætluð? Er verið að reyna að koma í veg fyrir frek- ari mótmæli? Er kannski um síðbúna hefnd kerfisins gegn hreyfingu sem hristi undir- stöður þess að ræða? Spyr sá sem ekki veit. HEIMSKULEGRI ákvörðun en þessi er hins vegar vandfundin. Hana tók fólk sem er ekki í neinu sambandi við þjóðina sem það tilheyrir. Hver eru skilaboðin?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.