Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 46
34 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Síðustu miðarnir á KK Kk heldur tvenna tónleika á fimmtu- dags- og föstudagskvöldið á Café Ros- enberg. Þar ætlar hann að einbeita sér að fyrstu plötunum sínum, Lucky One og Beinni leið. Nú er að hrökkva eða stökkva. Uppselt er á föstudagstón- leikana í netsölu, en nokkrir miðar eru eftir í verslun Smekkleysu á Lauga- vegi. Enn eru til miðar á fimmtu- dags tónleikana í Smekkleysu sem og á kk.grapewire.net. > Ekki missa af … Vegna góðrar aðsóknar og eftirspurnar verða aukasýning- ar á spennuverkinu Mun- aðarlaus eftir Dennis Kelly. Sýnt er í Norræna húsinu í kvöld, á föstudagskvöldið og á laugardagskvöldið. Sýningarnar hefjast kl. 19 og má nálgast miða í munadarlaus@gmail. com eða síma 895 9919. Leikritið Fyrir framan annað fólk eftir Kristján Þórð Hrafnsson fékk góðar við- tökur þegar það var sýnt í Hafnarfjarðar- leikhúsinu frá síðastliðnu hausti og fram í desember. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að hafa þrjár aukasýningar á verkinu, og nú í Iðnó. Sýningar verða í Iðnó föstudagana 5., 12. og 19. febrúar. Leikritið er í senn fyndið og harm- rænt. Það fjallar um mann sem er gædd- ur skemmtilegum hæfileikum sem hann notar óspart til að heilla konuna sem hann elskar. En smám saman snúast þessir hæfileikar upp í áráttu sem hann ræður ekkert við, og verður á endanum hans versti óvinur. Í víðara samhengi fjallar verkið um stjórnleysi í sálarlífinu, þegar einhver innri öfl taka að stjórna lífi fólks. Undir öllu gríninu í verkinu býr sár alvara. Leikendur eru Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir. Leikstjóri er Mel- korka Tekla Ólafsdóttir. Hægt er að kaupa miða á midi.is eða í miðasölu Iðnó. Aftur Fyrir framan annað fólk TVENN HJÓN STANDA AÐ SÝNINGUNNI Sveinn, Kristján, Tinna og Melkorka. Ólafur Þór Kristjánsson, skóla- stjóri tónlistarskólans Tónsala, hefur gefið út kennslubók í raf- bassaleik, þá fyrstu sinnar teg- undar á íslensku. Í bókinni, Rafbassinn – kennslubók fyrir byrjendur í rafbassaleik er bland- að saman æfingum og þekktum lögum, íslenskum og erlendum. Á aðgengilegan hátt er nótnalest- ur kenndur þannig að byrjend- ur eiga að geta spilað einföld lög eftir lestur bókarinnar. Einnig er að finna tækniæfingar sem nauð- synlegar eru fyrir bassaleikara. Geisladiskur með undirleik af æfingum og lögum fylgir. Í bók- inni er einnig að finna yfirlit yfir nokkra íslenska rafbassaleikara sem markað hafa spor í íslenskri dægurtónlistarsögu undanfarna áratugi. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og hljóðfæraverslun- um landsins. Fyrsta raf- bassabókin GEFUR ÚT KENNSLUBÓK Ólafur með bassann. Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á Myrkum músíkdögum í kvöld verður Sögusinfónía Jóns Leifs flutt auk þriggja nýrra verka sem kallast á við tónlist og efnistök Jóns í Sögusinfóníunni. Sögusinfónían er ein merk- asta tónsmíð Jóns og lykilverk í íslenskri tónlistarsögu. Verkið er fyrsta íslenska sinfónían, samin í Þýskalandi á árunum 1941-42. Hver þáttur verksins lýsir per- sónu úr Íslendingasögunum. Inn- blásturinn hlaut Jón eftir tónleika þar sem hann hafði stjórnað Fíl- harmóníuhljómsveit Berlínar í orgelkonserti sínum vorið 1941. Þar gerðust þau tíðindi að meiri- hluti áheyrenda gekk á dyr og lá við áflogum vegna hinnar ómstr- íðu tónlistar sem var mjög á skjön við það sem tíðkaðist í ríki Hitl- ers. Sögusinfónían var síðast flutt á Íslandi árið 1995 og var þá hljóð- rituð fyrir sænsku BIS-útgáfuna. Sú útgáfa fékk prýðilega dóma hjá gagnrýnendum víða um heim og fyrsta upplag seldist upp á auga- bragði. Flutningurinn nú er í til- efni af því að á síðasta ári voru 110 ár liðin frá fæðingu Jóns Leifs. Þrjú íslensk tónskáld hafa samið stutt hljómsveitarverk sem með einhverjum hætti vitna í tónlist Jóns og efnistök. Hlynur Aðils Vilmarsson er yngsta tónskáldið í hópnum og á verkið 48K. Það er eins konar hylling til hins kraft- mikla og harðgerða stíls sem ein- kennir tónlist Jóns Leifs. Eftir Hjálmar H. Ragnarsson er flutt verkið Yfir heiðan morgun, fyrir einleiksselló og hljómsveit. Í verk- inu Orrustan við Vínu lýsir Hróð- mar Sigurbjörnsson því þegar Egill Skallagrímsson og Þórólf- ur bróðir hans leggja Aðalsteini Englandskonungi lið í bardaga gegn Ólafi rauða konungi Skot- lands. Örn Magnússon leikur ein- leik í verkinu, sem er píanókons- ert þar sem einleikarinn er látinn túlka Egil sjálfan. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur einleik í verki Hjálmars, en stjórnandi á tónleik- unum er Franck Ollu, sem hefur getið sér gott orð fyrir túlkun sína á nýrri tónlist. drgunni@frettabladid.is Sögusinfónían og ný verk JÓN LEIFS Á heimili sínu 1964. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR IÐNÓ TILBRIGÐI VIÐ STEF Nýtt íslenskt leikrit eftir Þór Rögnvaldsson Stef: Hin sterkari eftir Strindberg Næstu sýningar: 29/1, 31/1, 4/2, 6/2, 11/2 Sími 562 9700 kl. 11–16 www.midi.is FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK eftir Kristján Þórð Hrafnsson Miðasala s.562 9700 & midi.is Nú í Iðnó Þrjár aukasýningar! fös 5. febrúar kl. 20 fös 12. febrúar kl. 20 fös 19. febrúar kl. 20 Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fim 28/1 kl. 20:00 U Fös 5/2 kl. 20:00 U Mið 17/2 kl. 20:00 Ö Fim 18/2 kl. 20:00 Síðasta sýn. Ö Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Gerpla (Stóra sviðið) Lau 20/2 kl. 20:00 4. K Ö Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Fös 29/1 kl. 19:00 U Lau 30/1 kl. 15:00 U Lau 30/1 kl. 19:00 U Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 U Sun 14/2 kl. 15:00 U Sun 14/2 kl. 19:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 21/2 kl. 15:00 U Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Sun 28/2 kl. 15:00 Ö Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 Ö Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Ö Sun 21/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 Oliver!  MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu. „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Síðasta sýning 18. febrúar. Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 30/1 kl. 15:00 Ö Sun 31/1 kl. 15:00 Ö Sindri silfurfi skur (Kúlan) Sun 31/1 kl. 16:30 Síðasta sýn. Allra síðustu sýningar 31. janúar! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Lau 27/3 kl. 13:00 U Lau 27/3 kl. 15:00 U Sun 28/3 kl. 13:00 U Sun 28/3 kl 15:00 U Lau 10/4 kl 13:00 Ö Lau 10/4 kl 15:00 Ö Sun 11/4 kl 13:00 Ö Sun 11/4 kl 15:00 Ö Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Mið 27/1 kl. 20:00 Ö Bólu-Hjálmar (Kúlan) Fim 28/1 kl. 20:00 Ö Gestasýning Stoppleikhópsins. Aðeins tvær sýningar. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Stúlkan sem lék sér að eldinum - Stieg Larsson Týnda táknið Dan Brown Snorri - Ævisaga 1179-1241 Óskar Guðmundsson Svörtuloft Arnaldur Indriðason Almanak Háskóla Íslands Þorsteinn Sæmundsson Stórskemmtilega stelpubókin Andrea J. Buchanan METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 20.01.10 – 26.01.10 Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Kirkja hafsins Ildefonso Falcones Ef væri ég söngvari Ragnheiður Gestsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.