Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 50
38 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is » Friðrik Dór þorir að vera lúmskt hallærislegur » Skemmtilegustu tónlistarhátíðir heims » Útidúr er tólf manna samfélag » Hin snarsturlaða Heidi Montag » Örlygur Smári opnar dótakassann » Gylfi Blöndal gefur góð handboltaráð » Tónlist, tölvuleikir, tækni, fréttir og fleira og fleira > KYNNIR ÓSKARSTILNEFNINGAR Það verður leikkonan Anne Hathaway sem tilkynnir hverjir hljóta tilnefning- ar til Óskarsverðlaunanna í ár. Henni til halds og trausts verður Tom Sher- ak, formaður Óskarsakademíunnar. Athöfnin mun eiga sér stað í Beverly Hills á þriðjudaginn. Sam Worthington, aðalleikarinn í stórmyndinni Avatar, ætlar að flytja sig um set frá Pand- óru yfir til Transylvaníu. Hann er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverk- ið í myndinni Dracula Year Zero. Myndin fjallar um söguna á bak við greif- ann Drakúla og hvað varð til þess að hann breyttist í blóðdrekk- andi ófreskju. Það er kvikmyndafyrir- tækið Universal sem framleiðir myndina en það sendi á fjórða og fimmta áratugn- um frá sér hryllingsmyndir á borð við Frankenstein og The Wolfman. Einnig framleiddi það myndina Dracula sem kom út 1979. Worthington getur valið úr hlut- verkum þessa dag- ana eftir velgengni Avatar. Hann sést næst í hinni end- urgerðu Clash of the Titans, auk þess sem hann hefur verið orð- aður við mynd- ina The Last Days of Ameri- can Crime. Breytist í Drakúla SAM WORTHINGTON Aðalleikarinn í Avatar ætlar næst á spreyta sig á sjálfum Drakúla. Auk ævintýramyndarinnar Where the Wild Things Are verða þrjár kvikmyndir frumsýndar hérlendis um helgina. The Book of Eli er framtíðarmynd með Denzel Washington, Gary Oldman og Milu Kunis í aðalhlut- verkum. Myndin gerist eftir að hrikalegir atburð- ir hafa lagt heiminn og siðmenninguna í rúst. Eli (Washington) gætir merkilegrar bókar sem inni- heldur þekkingu sem er mannkyninu gleymd en gæti reynst afskaplega mikilvæg í endurreisn sam- félagsins. The Book of Eli er fyrsta mynd Hug- hes-bræðra síðan From Hell kom út árið 2001. Þeir slógu í gegn með Menace II Society árið 1993 og sendu í kjölfarið frá sér Dead Presidents. Úr smiðju Nancy Meyers, sem hefur áður leik- stýrt Something´s Gotta Give og The Holiday, kemur rómantíska gamanmyndin It´s Complicated. Myndin segir frá tveimur mönnum sem berjast um hylli sömu konunnar. Með aðalhlutverk fara Meryl Streep, Alec Baldwin og John Krasinski. Teiknimyndin Skýjað með kjötbollum á köflum er byggð á einni vinsælustu barnabók allra tíma og hefur verið lýst sem gómsætustu þrívíddar-gam- anmynd ársins. Flint er ungur vísindamaður sem dreymir um að skapa eitthvað stórkostlegt sem mun bæta líf allra í bænum. Þegar matarvélin hans verð- ur að veruleika fer skyndilega að rigna niður alls konar mat. Merk bók, rómantík og matur IT´S COMPLICATED Meryl Streep og Alec Baldwin leika aðal- hlutverkin í It´s Complicated. Ævintýramynd leikstjór- ans Spike Jonze, Where the Wild Things Are, verður frumsýnd á morgun. Jonze vakti fyrst athygli fyrir tónlistarmyndbönd áður en hann sneri sér að hvíta tjaldinu. Bandaríski leikstjórinn Spike Jonze fæddist í Rockville í Mary- land árið 1969 og var skírður Adam Spiegel. Á unglingsaldri starfaði hann í BMX-hjólreiða- búð og þar gáfu samstarfsmenn honum viðurnefnið Spike Jonze, sem festist við hann. Hann fékk fljótt áhuga á ljósmyndun og fékk starf við hjólabrettatímaritið Freestylin´ á níunda áratugnum. Því næst stofnaði hann ásamt tveimur vinum sínum tímaritin Homeboy og Dirt sem voru ætluð fyrir ungmenni, auk fyrirtækis- ins Girl Skateboards. Á svipuð- um tíma byrjaði Jonze að fikta við gerð stuttmynda og tónlist- armyndbanda. Hann sló í gegn með myndbandinu við lag Beastie Boys, Sabotage, og gerði í fram- haldinu eftirminnileg myndbönd fyrir Björk (It´s Oh So Quiet) og Fatboy Slim (Praise You). Fyrsta kvikmynd Jonze í fullri lengd var hin skemmtilega en stórundarlega Being John Mal- kovich sem kom út árið 1999 og tryggði honum tilnefningu til Ósk- arsverðlauna fyrir leikstjórnina. Hann fylgdi vinsældum hennar eftir með Adaptation, annarri sér- stæðri mynd, með Nicolas Cage í aðalhlutverkinu. Hún var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna og fékk Chris Cooper þau einu fyrir bestan leik í aukahlutverki. Handritin að báðum myndunum skrifaði góðvinur Jonze, Charlie Kaufman, sem var einmitt til- nefndur til Óskarsins í bæði skipt- in. Árið 2005 hlaut Kaufman síðan verðlaunin sem einn handrits- höfunda Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Þess má geta að auk þess að leikstýra kvikmyndum og tónlist- armyndböndum er Spike Jonze einn af mönnunum á bak við Jack- ass-sjónvarpsþættina vinsælu sem slógu fyrst í gegn á MTV. Ævintýramyndin Where the Wild Things Are er byggð á sam- nefndri barnabók Maurice Sendak, sem hafði sjálfur samband við Spike Jonze til að fá hann til að taka að sér leikstjórnina. Mynd- in fjallar um Max sem strýkur að heiman eftir að hafa lent í rifr- ildi við móður sína. Hann finn- ur yfirgefinn seglbát og kemur að eyju þar sem hann hittir fyrir mjög undarlegar, loðnar verur. Á meðal þeirra sem ljá þeim raddir sínar eru James Gandolfini, For- est Whitaker, Catherine O´Hara, Paul Dano og Chris Cooper. Leikstýrir loðnum verum VIÐ TÖKUR Spike Jonze við tökur á Where the Wild Things Are ásamt Max Records, sem leikur strákinn Max sem kemst í kynni við undarlegar verur. Stórmyndin Avatar hefur siglt fram úr Titanic sem tekjuhæsta mynd allra tíma. Á aðeins sex vikum hefur hún halað inn um 240 milljörðum króna og þar með á leikstjórinn James Cameron tvær tekjuhæstu myndir sögunnar. Met Titanic var sett á árunum 1997 til 1998 og töldu margir að það yrði seint slegið. Tekjuhæsta mynd allra tíma í Norður-Ameríku er aftur á móti enn þá Gone With the Wind sem kom út árið 1939 með Clark Gable og Vivien Leigh í aðal- hlutverkum. Margir telja líklegt að Avatar hljóti fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna en tilkynnt verð- ur um þær á þriðjudaginn. Stutt er síðan myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun. Stærri en Titanic AVATAR Avatar er orðin tekjuhæsta mynd allra tíma. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölda verð- launa að undanförnu fyrir leik sinn í myndinni Crazy Heart hefur Jeff Bridges ekki gaman af verðlaunahátíð- um. Hinn sextugi Bridges fékk nýverið Golden Globe-verðlaunin í fyrsta sinn fyrir hlutverkið og margir telja næsta víst að Óskarinn falli honum einn- ig í skaut í fyrsta sinn í mars. „Þær hræða mig,“ sagði hann um verð- launahátíðir. „Þær ganga aðeins of hratt fyrir sig. Ég vil að hlut- irnir gangi hægar fyrir sig. Ef þú hægir ekki á þér missirðu af því sem er að gerast í kringum þig. Þegar ég verð að halda í við þennan hraða geri ég það en ég vil ekki leggja það í vana minn.“ Hann segist einnig hafa áhuga á að leika í smærri myndum. „Ég myndi þiggja 200 milljónir dollara fyrir að leika í fimm góðum myndum í staðinn fyrir einni lélegri. Ég er ekkert á móti stórum myndum en mér finnst ódýr- ari myndir oftast vera með bestu handritin.“ Bridges lék á síðasta áratug aðalhlutverkið í mynd Coen-bræðra, The Big Lebow- ski, sem hefur hlotið aukið fylgi á meðal kvikmynda- nörda með árunum. Hann undrast þessar miklu vinsæld- ir. „Þessi mynd kemur mér sífellt á óvart. Ég var undr- andi yfir því að hún varð ekki stærri í Bandaríkjunum þegar hún kom út. Ég var jafn undrandi yfir því að hún varð miklu vinsælli í Evr- ópu. Síðan öðlaðist hún þess- ar „költ“-vinsældir. Þessi mynd er orðin miklu stærri en ég gat nokkru sinni gert mér í hugarlund,“ sagði Bridges. Ekki hrifinn af verðlaunahátíðum JEFF BRIDGES Leikarinn Jeff Bridges er ekki hrifinn af verð- launahátíðum. Honum finnst þær ganga of hratt fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.