Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 58
 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR Enski deildarbikarinn: Man. Utd-Man. City x-x 1-0 Paul Scholes (52.), 2-0 Michael Carrick (71.), 2-1 Carlos Tevez (76.) Enska úrvalsdeildin: Aston Villa-Arsenal 0-0 Chelsea-Birmingham 3-0 1-0 Florent Malouda (5.), 2-0 Frank Lampard (32.), 3-0 Frank Lampard (90.) Blackburn-Wigan 2-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (20.), 1-1 Gary Caldwell (57.), 2-1 Nikola Kalinic (76.) Everton-Sunderland 2-0 1-0 Tim Cahill (6.), 2-0 Landon Donovan (19.) STAÐAN: Chelsea 22 16 3 3 55-18 51 Man. United 23 16 2 5 53-19 50 Arsenal 23 15 4 4 59-25 49 Tottenham 23 12 5 6 44-24 41 Liverpool 23 11 5 7 40-26 38 Man. City 21 10 8 3 42-30 38 Aston Villa 22 10 7 5 29-18 37 Birmingham 22 9 6 7 21-22 33 Everton 22 7 8 7 32-34 29 Fulham 22 7 6 9 26-26 27 Blackburn 23 7 6 10 25-40 27 Stoke City 21 6 7 8 19-26 25 Sunderland 22 6 5 11 30-40 23 Wigan Athletic 21 6 4 11 24-46 22 Bolton 21 5 6 10 29-42 21 West Ham 22 4 8 10 29-38 20 Wolves 22 5 5 12 17-38 20 Burnley 22 5 5 12 22-44 20 Hull City 22 4 7 11 20-46 19 Portsmouth 21 4 3 14 19-33 15 IE-deild kvenna: KR-Keflavík 64-64 Stig KR: Signý Hermannsdóttir 22 (16 frák.), Margrét Kara Sturludóttir 14, Unnur Tara Jóns- dóttir 12, Jenny Pfeiffer-Finora 7, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4, Hildur Sigurðardóttir 2, Jóhanna Sveinsdóttir 1. Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 19, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Kristi Smith 16, Rannveig Randversdóttir 6, Pálína Gunnlaugsdóttir 4, Hrönn ÞOrgrímsdóttir 3, Svava Ósk Stefánsdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 1. Grindavík-Hamar 85-74 Stig Grindavíkur: Michele DeVault 24, Petrúnella Skúladóttir 21, Joanna Skiba 16, Íris Sverrisdóttir 10, Helga Hallgrímsdóttir 6, Berglind Magnús- dóttir 5, Jovana Lilja Stefánsdóttir 3. Stig Hamars: Koren Schram 21, Julia Demirer 17, Sigrún Ámundadóttir 12, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 7. Haukar-Valur 70-64 Stig Hauka: Heather Ezell 22, Ragna Brynjarsdótt- ir 13, Kiki Jean Lund 12, Telma Björk Fjalarsdóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 8, Helena Hólm 4, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2. Stig Vals: Dranadia Roc 34, Ragnheiður Benónís- dóttir 6, Ösp Jóhannsdóttir 6, Sigríður Viggósdótt- ir 6, Berglind Ingvarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 4, Birna Eiríksdóttir 2. ÚRSLIT í DAG Frestur til að senda tilnefning ar er SAMFÉLAGSVERÐLAUN HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI? ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGSVERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2010 Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök eða þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Samfélagsverðlaunin eru veitt í fimm flokkum 1) Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. 2) Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. 3) Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. 4) Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. 5) Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Sendið tilnefningar til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun eða með tölvupósti á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is. Einnig má senda bréf í pósti merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar til lögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í febrúar. Frestur til að senda tilnefningar er til lok dagsins í dag. FÓTBOLTI Það er hart barist um þjónustu Eiðs Smára Guðjohnsen þessa dagana. Hann fór í lækn- isskoðun hjá West Ham á þriðju- dag og var fastlega búist við því að hann myndi skrifa undir samn- ing við félagið í gær. Ekkert varð af því þar sem Tot- tenham stökk í slaginn á elleftu stundu og Eiður var ekki búinn að skrifa undir samning við neitt félag þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. David Sullivan, annar eigandi West Ham, vandaði forráða- mönnum Spurs ekki kveðjurn- ar í gær. „Við töldum okkur vera með samning við leikmanninn og Eiður var meira að segja búinn að fara í læknisskoðun hjá okkur. Þá heyrðum við af áhuga Tottenham á leikmanninum,“ sagði Sullivan en þetta er ekki í fyrsta skipti sem félögunum lendir saman. Spurs reyndi að kaupa Craig Bella- my frá West Ham í fyrra en þá fékk Spurs þau skilaboð frá West Ham að félagið myndi aldrei selja Spurs leikmenn félagsins. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með vinnubrögð Spurs. Ég trúi samt á karma og forráða- menn félagsins munu fá það sem þeir eiga skilið á endanum,“ sagði Sullivan. Hvorki náðist í Arnór Guðjohn- sen, umboðsmann Eiðs, né Eggert Skúlason, talsmann leikmannsins, í gær. - hbg Eigendur West Ham brjálaðir út í forráðamenn Tottenham vegna Eiðs Smára: Spurs að stela Eiði frá West Ham? EIÐUR SMÁRI Vinsæll hjá Lundúna- félögunum West Ham og Tottenham. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það var rafmagnað and- rúmsloftið á Old Trafford í gær þegar Manchester United og Manchester City mættust í síðari leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins. City vann fyrri leikinn 2-1 og því með ágæta stöðu. Allra augu beindust að Argentínumanninum Carlos Tevez sem leikur með City en lék með United í fyrra. Hann hefur verið að munnhöggvast við Gary Neville, leikmann United, í fjölmiðlum síðustu misserin en Tevez sagði honum að þegja með látbragði er hann skoraði fyrri leiknum. Neville svaraði með því að sýna Tevez fingurinn fræga. Stuðningsmenn United, sem dýrkuðu Tevez fyrir örfáum mán- uðum síðan, bauluðu hraustlega á Tevez í leiknum. Það var einmitt títtnefndur Tevez sem fékk eina alvöru fyrri hálfleiks en hann nýtti það ekki. Fyrri hálfleikur var ann- ars bragðdaufur og markalaus. Á 50. mínútu fékk Craig Bella- my, leikmaður Man. City, smápen- ing í hausinn og lá eftir. Hann jafn- aði sig þó og hélt áfram en United verður líklega refsað vegna þeirr- ar uppákomu. Hún hleypti lífi í United því aðeins mínútu síðar kom Paul Scholes United yfir í leiknum. United tók öll völd á vellinum í kjölfarið og Michael Carrick kom Man. Utd í 2-0 á 71. mínútu með hnitmiðuðu skoti í teignum. Aðeins tveim mínútum síðar fékk Wayne Rooney tækifæri til þess að gera út um leikinn er hann fékk bolt- ann einn á markteig. Langbesta færi leiksins en Rooney tókst á ein- hvern óskiljanlegan hátt að skjóta boltanum fram hjá markinu sem virtist vera erfiðara en að koma boltanum í netið. Þetta klúður reyndist United dýrt því á 76. mínútu skoraði Car- los Tevez glæsilegt mark eftir sendingu frá Bellamy. 2-1 og allt galopið. Leikmenn United héldu áfram að vera sjálfum sér verstir og Carrick klúðraði einnig dauða- færi níu mínútum fyrir leikslok. Scholes fékk annað dauðafæri í uppbótartíma, Given varði. Nokkr- um sekúndum síðar kláraði Roon- ey síðan leikinn með skallamarki. Ótrúlegur leikur og sanngjörn úrslit. henry@frettabladid.is Manchester United vann baráttuna um borgina Síðari leikur Man. Utd og Man. City í enska deildarbikarnum var heldur betur skrautlegur. Eftir daufan fyrri hálfleik var boðið upp á flugeldasýningu í þeim seinni. Tevez skoraði en Man. Utd skoraði þrjú og er komið í úrslitaleikinn. LENGI LIFIR Í GÖMLUM GLÆÐUM Paul Scholes skoraði fyrsta mark United í gær og fagnaði markinu hreint ógurlega. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.