Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 þeik VITIftU N/jar bækur =~. - — SÖGÐU: Frumkrafa manneðlisins er kraf- an um það, að láta taka tillit til sín. Þessi krafa greinir oss frá dýrunum, þessi þrá hefur knúið fram menn- inguna. — WiIIiam James. Hver maður, sem ég mæti, er mér meiri á einhvern hátt. Á þann hátt læri ég eitthvað af honum. — Emer- son. Maður, státinn maður, íklæddur litlu, vesælu valdi, leikur svo fánýt- an trúðleik frammi fyrir tign him- insins, að englarnir geta ekki tára bundizt. — Shakespeare. Talaðu við mann um sjálfan hann. — Disraeli. Ef þú jagast, rífst og stælir, þá getur þú sigrað stöku sinnum, en það eru fánýtir sigrar, því að þú vinn- ur aldrei samúð andstæðings þíns. —- Benjamín Franklin. Hatrið verður ekki slökkt með hatri, heldur með kærleika. — Buddha. Enginn maður, sem ætlar að gera eitthvað úr sjálfum sér, getur eytt tíma sínum í persónulegar stælur. Þaðan af síður hefur hann efni á því, að taka afleiðingunum, sem verða meðal annars þær, að hann kemst í slæmt skap og missir stjórn á sjálf- um sér. — Abraham Lincoln. Ég veit það eitt, að ég veit ekki neitt. — Sókrates Vísindamaður revnir aldrei að sanna neitt. Hann reynir aðeins að finna staðreyndir. — Vilhjálmur Stefánsson. Þorsteinn Erlingsson: Þyrnar. 4. útgáfa með ítarlegum formála eftir Sig. Nor- dal, prófessor. Um 500 bls. Verð 52 kr. ób., 90 kr. i alskinni. Eggert Stefánsson: Óðurinn til ársins 1944. Útvarpserindi, er höfundurinn flutti á nýársdag. Verð 5 kr. Iíristín Ólafsdóttir: Heilsufræði handa húsmæðrum. Handbók og námsbók með fjölmörgum myndum. 262 bls. Verð 50 kr. íb. Kristmann Guðmundsson: Nátttröllið glott- ir. Þetta er fyrsta langa sagan, sem skáld- ið hefur frumsamið á íslenzku. 284 bls. Verð 32 kr. ób. Svanhildur Þorsteinsdóttir: Álfaslóðir. Smásögur. 230 bls. Verð 28 kr. ób., 60 kr. í skinnb. Guðrún Jóhannsdóttir: Tíu þulur. 62 bls. Verð 12 kr. ób. Sigrid Undset: Hamingjudagar heima í Noregi. Rrynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari þýddi. 240 bls. Verð kr. 28,80 ób. Rachel Field: Og dagar koma. Skáldsaga. Jón Helgason íslenzkaði. 287 bls. Verð 36 kr. íb. Sir William Beveridge: Traustir hornstein- ar. Erindi og greinar um félagslegt ör- yggi. Benedikt Tómasson skólastj. þýddi. 183 bls. Verð 18 kr. ób„ 26 og 28 kr. ib. Út vegum yður allar fáanlegar íslenzkar bækur — og sendum gegn póstkröfu. Höfum einnig erlendar bækur og tímarit. BÓKABÍTÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 19, Reykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.