Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 — 24. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er nú sennilega þekktastur fyrir bragðsterkan ítalskan mat,“ segir Kristján brosandi og kveðst ekki í neinum vandræðum með að ná sér í það hráefni hér á landi sem til þurfi í slíkan mat. Hann segir íslenskan fisk líka oft á borðumog lýkur lof ð Börnin elska afamatinn Þótt stórtenórinn Kristján Jóhannsson sé önnum kafinn flesta daga við sitt fag þá tekur hann sér líka tíma til að elda. Hér gefur hann lesendum Fréttablaðsins smá nasasjón af því sem hann ber á borð. Kristján í essinu sínu að elda ofan í fjölskylduna. Með honum á myndinni eru börnin hans Rannveig með Þóreyju Ingvarsdóttur á handleggnum og Víkingur sem heldur á Völu Ingvarsdóttur, eiginkonan Sigurjóna sem heldur á Júlíu Ingvarsdóttur og tengda- dóttirin Katia sem heldur á Kristjáni litla Ingvarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kjúklingur með sítrónu Kjúklingabri ecco tutto é pronto! Sítrónan i svo sk lli é KJÚKLINGUR KRISTJÁNS OG EPLAKAKA SVÖNU Léttur réttur FYRIR FJÖLSKYLDUNA FOOD & FUN hátíðin verður haldin dagana 24. til 28. febrúar. Heiðursgestur verður René Redzepi, yfirmatreiðslumaður NOMA í Kaupmannahöfn. Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæðSnitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Allt í steik4ra rétta veisla frá 4.990 kr. Aðeins 790 kr. VEÐRIÐ Í DAG Dýr og volgur „Hvenær ætti þetta svigrúm til frekari hækkana áfengis í raun að vera uppurið?“, skrifar Pawel Bartoszek. Í DAG 20 föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 29. janúar 2010 Ívar Örn Sverrisson leikstjóri setur Thriller á svið STÚDERAÐI LÍF MICHAELS FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • JANÚAR 2010 Vísindavefurinn tíu ára Unglingar spyrja flestra spurninga. TÍMAMÓT 22 KRISTJÁN JÓHANNSSON Eldar fyrir börnin og barnabörnin • matur • út að borða • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS Enn meiri verðlækkun Ólafur Ragnar verður Tommy Ameríska Nætur- vaktin er nokkuð frábrugðin þeirri íslensku. FÓLK 38 FÓLK Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, kom, sá og sigraði í alþjóðlegri lagakeppni á vefsíðunni Broadjam. com. Í sigur- laun fékk hann heilt bretti af græjum sem kosta sam- anlagt tæpar fjórar millj- ónir íslenskra króna eða þrjá- tíu þúsund doll- ara. Steingrím- ur segist ekki hafa sofið síðustu næturnar fyrir úrslitin enda amerísk keppni og tímamismun- urinn átta tímar. Hann segir verðlaunin vera hvatningu til frekari lagasmíða. - drg / sjá síðu 38 Organisti í dægurlagakeppni: Vann græjur fyrir milljónir SAMKEPPNISMÁL Starfsmenn Sam- keppniseftirlitsins leituðu í höfuð- stöðvum Íslandspósts á miðviku- dagsmorgun vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Húsleitin kom í kjölfar kvartana Pósthússins, sem er í samkeppni við Íslandspóst. „Þetta er liður í rannsókn sem beinist að meintri misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins. Hann vill ekki upplýsa í hverju meint misnotkun Íslandspósts á að hafa falist, en tekur fram að rann- sóknin beinist að fleiri atriðum en einu. „Við teljum að þeir misnoti markaðsráðandi stöðu sína,“ segir Hannes Hannesson, framkvæmda- stjóri Pósthússins. Fyrirtækið hafi sent Samkeppniseftirlitinu nokkr- ar ábendingar um meint brot Íslandspósts á samkeppnislögum. „Þeir fengu gögn hjá okkur, en ég veit ekki hversu víðtæk leit þeirra var,“ segir Ingimundur. Hann segist aðspurður ekki telja að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við samkeppnislög. - bj / sjá síðu 4 Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins gera húsleit í höfuðstöðvum Íslandspósts: Rannsaka meinta misnotkun Kólnar í veðri Í dag verður hæglætisveður, norðlægar eða breytilegar áttir, 3-8 m/s. Víða verður bjart, sérstaklega inn til landsins. Él á stöku stað, einkum á Vestfjörðum og allra austast. VEÐUR 4 2 -3 -4 -3 0 Viktor Bjarki í KR Viktor Bjarki Arnars- son skrifaði í gær undir þriggja ára samning við KR. ÍÞRÓTTIR 35 ÍVAR ÖRN SVERRISSON Stúderaði líf Michaels Jackson Föstudagur FYLGIR Í DAG FRIÐRIK DÓR JÓNSSON Þorir að vera lúmskt hallærislegur POPP FYLGIR Í DAG UNDANÚRSLIT TVÖ MÓT Í RÖÐ Strákarnir okkar tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum á EM í Austurríki með því að leggja Noreg að velli, 35-34. Hetjur Íslands í gær voru þeir Arnór Atlason og Björgvin Páll Gústavsson sem fagna hér ógurlega ásamt félögum sínum. Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum á laugardag. MYND/DIENER STJÓRNMÁL Þrír forystumenn í íslenskum stjórnmálum héldu í gær til Haag í Hollandi til að eiga í dag fund um Icesave- málið með Wouter Bos, fjármálaráðherra Hol- lands, og Paul Myners, bankamála- ráðherra Bretlands. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sitja fundinn af Íslands hálfu. Ekki er um samningafund að ræða heldur er ætlunin að fara yfir málið og meta í framhaldinu hvort forsendur séu fyrir frekari viðræðum. Þá mun fundurinn ekki síst hugsaður svo íslenska stjórn- arandstaðan geti átt milliliðalaus samskipti við breska og hollenska ráðamenn. Til stóð – að vilja Breta og Hol- lendinga – að halda fundinum leyndum fyrir fjölmiðlum en gefa út sameiginlega fréttatilkynningu um efni hans að honum loknum. Nokkur aðdragandi er að fund- inum en á miðvikudag lá ljóst fyrir að af honum yrði. Ákveðið var af hálfu ríkisstjórnarinnar að Steingrímur sækti fundinn, enda Icesave-málið á forræði fjármála- ráðherrans, en stjórnarandstaðan kom sér saman um að Bjarni og Sigmundur Davíð tækju þau tvö sæti sem henni bauðst að fylla. Alþingi kemur saman í dag að loknu jólaleyfi. Hefst þingfundur klukkan tólf. - bþs Rætt við Breta og Hollendinga í Haag Fjármálaráðherra og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks funda í Hollandi í dag með breskum og hollenskum ráðherrum um Icesave-málið. HANDBOLTI Þjóðfélagið fór á annan endann í gær þegar strák- arnir okkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM. Ferðaskrifstofan VITA bauð í gær upp á sérferð á undanúr- slitin þar sem farið verður út á laugardagsmorgun og komið heim á sunnudagskvöld. Svo mikil var stemningin í þjóðfélaginu eftir leikinn að upp- selt varð í ferðina innan við tíu mínútum eftir að sala hófst. Það hlýtur að vera fáheyrt. Þar sem augljóslega komast færri en vilja í þessa ferð voru VITA-menn að vinna í því í gær að fá aðra vél til þess að flytja handboltaóða Íslendinga til Vínarborgar um helgina. „Ég hef skipulagt ferðir á ýmsa íþróttaviðburði í gegnum tíðina en aldrei orðið vitni að öðru eins. Strax eftir að leiknum lauk urðu allar símalínur rauð- glóandi,“ sagði Lúðvík Arnar- son, framkvæmdastjóri VITA Sport. - hbg Ferð á undanúrslit EM: Seldist upp á tíu mínútum STEINGRÍMUR ÞÓR- HALLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.