Fréttablaðið - 29.01.2010, Page 2

Fréttablaðið - 29.01.2010, Page 2
2 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Lögmaður fréttastjóra og fréttamanns Stöðvar 2 hefur farið fram á það að heimildarmaður fréttastofunnar fái að gefa skýrslu einslega fyrir dómara í meiðyrða- málum nokkurra útrásarvíkinga gegn starfsmönnum fréttastofunn- ar. Eftir því sem næst verður kom- ist á krafan sér ekkert fordæmi á Íslandi. Magnús Þorsteinsson, Karl Wernersson og feðgarnir Björgólf- ur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa allir stefnt starfsmönnum fréttastofunnar fyrir meiðyrði vegna fréttar af meint- um fjármagnsflutningi þeirra úr Straumi á erlenda bankareikninga um það leyti sem bankarnir féllu. Þeir krefjast allir einnar milljón- ar í skaðabætur. Stefna þeir ýmist Óskari Hrafni Þorvaldssyni frétta- stjóra, Gunnar Erni Jónssyni frétta- manni, Telmu Tómasson fréttaþul eða þeim í sameiningu. Tekist var á um kröfuna í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær, en í grunn- inn snýst hún um að heimildarmað- urinn fái að mæta og gefa skýrslu einn fyrir dómara og votti, án þess þó að lögmenn viðskipta- jöfranna fái að vita hver hann er eða að persónugrein- anlegar upplýs- ingar birtist í dómskjalinu. Da n íel I se - barn Ágústsson flutti málin fyrir starfsmenn frétta- stofunnar, og benti á að stefndu hefðu óumdeildan rétt samkvæmt lögum til að halda uppi vörnum í málinu eftir öllum tiltæk- um leiðum, en bæri að sama skapi að halda hlífiskildi yfir heimildar- mönnum sínum. Meira að segja væri kveðið á um það í lögum að vitni í dómsmáli væri óheimilt að gefa upp nöfn heimildarmanna sinna. Sagði Daníel að dómurinn þyrfti að finna leið til að samræma þetta tvennt, og besta leiðin til þess væri sú sem stungið væri upp á í kröf- unni. Heimildarmaðurinn í þessu tilviki væri í viðkvæmri stöðu, og kynni að hafa brotið þagnarskyldu- reglur, til dæmis bankaleynd, með því að veita fréttastofunni upplýs- ingar. Engu máli skipti þótt ekki væri bein stoð fyrir því í lögum að fara svona að því ekkert bannaði það beinlínis heldur. Lögmenn útrásarvíkinganna mótmæltu kröfunni. Þórunn Guð- mundsdóttir, lögmaður Björgólfs- feðga, sagði lagaákvæðin sem Dan- íel vísaði til ekki eiga við í þessu tilviki. Lögmenn stefndu ættu rétt á að vera viðstaddir skýrslutökur af vitnum og engin rök væru fyrir því að fallast á „einhvern einkafund með dómara“. Sagði hún sönnunar- byrðina hvíla á stefndu, og að þegar hefðu komið fram gögn í málinu frá Straumi Burðarás og þrotabúi Sam- sonar, sem sýndu að fréttaflutning- urinn hefði verið rangur. stigur@frettabladid.is Úlfar, eruð þið þá hættir að skeggræða stýrivextina? „Við förum að minnsta kosti ekki í hár saman út af þeim.“ Úlfar Eysteinsson og Tómas Tómasson veitingamenn fengu langþráðan rakstur í Seðlabankanum á miðvikudag, þegar stýrivextir voru lækkaðir í 9,5 prósent. Heimildarmaður njóti nafnleyndar fyrir rétti Starfsmenn fréttastofu Stöðvar 2 krefjast þess að heimildarmaður fái að bera vitni einslega fyrir dómara í meiðyrðamáli fjögurra útrásarvíkinga á hendur þeim. Ekkert fordæmi er fyrir kröfu af þessu tagi til verndar heimildarmanni. KARL WERNERSSON BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRG- ÓLFSSON MAGNÚS ÞORSTEINSSON DÓMSMÁL Tveir tæplega tvítugir piltar hafa verið ákærðir fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás. Að auki er annar þeirra ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni, þjófnað og fleira. Piltunum er gefið að sök að hafa að kvöldi 25. júlí 2008 í Spöng- inni í Reykjavík, ráðist á tvo jafn- aldra sína, slegið þá með krepptum hnefum í andlit og líkama, sparkað ítrekað í þá víðs vegar um líkama og slegið þá með felgujárni í hand- og fótleggi. Afleiðingar árásarinn- ar voru þær að fórnarlömbin voru með opin sár og aðra áverka, auk þess sem annað þeirra nefbrotn- aði. Þá er annar piltanna ákærð- ur fyrir að hafa stolið bíl og ekið honum réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna, þar til hann lenti í árekstri. Hann stakk af frá slysstað. Sami piltur er ákærður fyrir innbrot í verslun og stuld á far- tölvu. Loks er honum gefið að sök að hafa kýlt starfsmann meðferðar- heimilis í andlitið. Starfsmaðurinn marðist talsvert við höggið. Aðstandendur piltanna, sem hinir ákærðu réðust á, gera skaða- bótakröfu á hendur þeim upp á rúmlega eina milljón króna. - jss FELGUJÁRN Piltarnir börðu tvo jafnaldra sína í handleggi og fætur með felgu- járni. Tveir piltar innan við tvítugt ákærðir fyrir alvarleg brot: Börðu pilta með felgujárni BRETLAND, AP Leiðtogar sjötíu ríkja komu saman í London í gær til að ræða framtíð Afganistans. Þar var samþykkt að alþjóðlegu hersveitirnar í Afganistan muni byrja að afhenda heimamönnum umsjón með öryggismálum í frið- samari héruðum landsins öðru hvoru megin við næstu áramót. Reiknað er með að afganski herinn geti innan þriggja ára tekið að sér megnið af hernaðar- aðgerðum í þeim héruðum lands- ins, þar sem ástandið er hvað ótryggast. Hamid Karzai, for- seti Afganistans, tók þó fram að væntanlega þurfi erlent herlið að vera áfram í landinu næstu tíu til fimmtán árin. - gb Ráðstefna um Afganistan: Erlendur her áratug í viðbót LEIÐTOGAR Á FUNDI Hamid Karzai í hópi annarra fundargesta. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðiflokks- ins, sagði sig í gær úr níu manna þingmannanefnd sem er ætlað að bregðast við skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. „Að undanförnu hafa mál er mér tengjast verið til umfjöllunar í fjölmiðlum,“ segir Ásbjörn í yfir- lýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Hann segist hafa ákveðið að segja sig frá störfum nefndarinn- ar „til að tryggja að friður ríki um störf hennar. Þau mál sem hún mun hafa til umfjöllunar eru þess eðlis að ekkert má verða til að draga athyglina frá þeirri mik- ilvægu vinnu sem nefndinni er ætla að inna af hendi, þar með talin persónuleg mál einstakra nefndarmanna.“ Fram hefur komið að Ásbjörn hefur játað á sig lögbrot opinber- lega með því að greiða sjálfum sér tuttugu milljónir króna úr fyrir- tæki sínu, Nesveri. Ásbjörn segist hafa greitt féð til baka, lögbrotið hafi verið óviljandi. Sigurður Líndal lagaprófess- or segir mikilvægt að mál hans verði rannsakað og hann dragi sig í hlé á meðan: „Þótt maður sé eng- inn sérfræðingur í bókhaldi verð- ur maður að vita hvað er að gerast í fyrirtækinu,“ segir Sigurður. Annar virtur lögspekingur, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að brot sé brot, hvort sem Ásbjörn greiddi peningana til baka eða ekki. - gb / kóþ Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks víkur úr bankahrunsnefnd: Vill tryggja frið um nefndina ÁSBJÖRN Á ALÞINGI Telur rétt að per- sónuleg málefni sín dragi ekki athyglina frá hinu mikilvæga starfi nefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Nýskráningar einka- hlutafélaga og hlutafélaga á síð- asta ári voru 2.642 talsins, tæp- lega þremur prósentum fleiri en á árinu 2008, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Nýskráningarnar á árunum 2008 og 2009 eru þó langtum færri en árin þar á undan. Flest- ar voru skráningarnar árið 2007, tæplega 3.700 talsins. Eins og áður voru flestar nýskráningar í fyrra vegna starf- semi eignarhaldsfélaga og leigu á atvinnuhúsnæði. Rúmlega fimmt- ungur allra nýskráðra fyrirtækja var í þessum tveimur greinum, segir á vef Hagstofunnar. - bj Hlutafélög og einkahlutafélög: Nýskráningar fleiri í fyrra BANDARÍKIN, AP Bandaríski rithöf- undurinn J.D. Salinger lést á mið- vikudag, 91 árs að aldri. Salinger hafði áratugum saman forðast samneyti við fólk og neitað öllum viðtölum. Hann er einkum þekktur fyrir stutta skáldsögu sína, Bjargvætt- urinn í grasinu, sem kom út árið 1951 og fjallar um uppreisnar- gjarnan unglingspilt sem vill ekki láta steypa sig í sama mót og kyn- slóð foreldranna. Bókin hafði mikil áhrif og kom út á íslensku í þýðingu Flosa Ólafssonar árið 1975. - gb Rithöfundurinn J.D. Salinger: Látinn eftir ára- tuga einangrun J.D. SALINGER NÁTTÚRA Birnan sem felld var í Þistilfirði á miðvikudag reynd- ist betur á sig komin en birnirnir tveir sem komu á land í Skagafirði sumarið 2008. Birnan var flutt til Sauðár- króks í gær, þar sem hún var fleg- in. Feldurinn verður varðveittur þar en skrokkurinn sendur suður til rannsókna á Tilraunastöðinni á Keldum. Birnan vó um 136 kíló og virðist vera ung að árum. Feld- urinn er fallegur og óskemmdur, engin nuddsár á skrokknum og hárin glansandi sem bendir til að hún hafi ekki verið langsoltin. - gb Hvítabjörninn í Þistilfirði: Reyndist vera vel á sig kominn BIRNAN FELLD Ástand hennar var gott. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐJÓN VÍSINDI, AP Minni vatnsgufa í heið- hvolfi gufuhvolfsins gæti verið skýringin á því að hægt hefur á hlýnun jarðar síðustu árin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarískra vísinda- manna, sem sagt er frá í nýjasta hefti vísindatímaritsins Science. Rannsóknir sýna að vatns- gufa í heiðhvolfinu, sem nær frá 10-17 km hæð frá jörðu upp í 50 km hæð, hefur minnkað síðan um aldamótin. Ástæða þess er óþekkt, en þetta gæti verið skýr- ingin á því að hlýnunin hefur verið hægari. - gb Minni vatnsgufa í heiðhvolfi: Talin geta skýrt hægari hlýnun SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.