Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 4
4 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR Í frétt um skeggjuðu kokkanna Tómas Tómasson og Úlfar Eysteins- son var sagt að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hefði hringt í þá á mánudagskvöld. Hann hringdi að sjálfsögðu í þá á þriðjudagskvöld. LEIÐRÉTT Flugstoðir birta tölur um flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu en ekki Flugmálastjórn eins og kom fram í blaðinu í gær. Vegna greinar í sérblaði um hesta síðastliðinn þriðjudag skal tekið fram að það er einkafyrirtækið Skógaraf- urðir ehf. í Gunnarsholti, í samstarfi við Landgræðsluna, sem er með framleiðslu á spónum. FJÖLMIÐLAR Ríkisútvarpið vinnur nú að því að safna saman upp- lýsingum um aðkeypt sjónvarps- efni frá sjálfstæðum framleið- endum. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri RÚV, segir þeirra upplýsinga að vænta innan skamms, vonandi fyrir helgi. Fyrr í vikunni óskaði Frétta- blaðið eftir sundurliðuðum upp- lýsingum frá RÚV um aðkeypt efni frá sjálfstæðum framleið- endum undanfarin ár. Þau svör fengust að þær upplýsingar væru ekki til reiðu og ekki hægt að taka þær saman að sinni. Full- trúar kvikmyndagerðarmanna funduðu með útvarpsstjóra á mið- vikudag. Þeir óskuðu eftir sams konar upplýsingum og fengu þau svör að þær yrðu teknar saman og veittar við fyrsta tækifæri. -bs RÚV tekur saman upplýsingar: Ætlar að birta gögn yfir að- keypt efni ÖRYGGISMÁL Áhöfn Sifjar, flugvél- ar Landhelgisgæslunnar, flaug í gær yfir norska risaflutninga- skipið Arctic Princess þar sem það var á siglingu. Haft var sam- band við rússneskan skipstjóra skipsins. Gasflutningaskipið ösl- aði þá áfram suður af Dyrhóla- ey á fimmtán mílna hraða þrátt fyrir þungan sjó, en fimm metra ölduhæð var mæld af LHG í ferð- inni. LHG hefur síðastliðna sólar- hringa fylgst með siglingu skips- ins sem er á leið frá Hammerfest í Noregi til Cove Point í Banda- ríkjunum. - shá Skipaumferð við landið: Á 15 mílum í 5 metra ölduhæð ARCTIC PRINCESS Gasflutningaskipið er 121 þúsund tonn, 288 metra langt og 49 metrar að breidd. MYND/LANDHELGISGÆSLAN EFNAHAGSMÁL Innlán sem Lands- bankinn fékk í gegnum Icesave- reikningana borguðu að hluta til fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús- ið, sem nú heitir Harpa. Svo segir útvarpsmaðurinn Hjálmar Sveinsson, sem nú er í framboði til borgarstjórnar, á síðu sinni. Hann hefur þetta eftir Helga S. Gunnarssyni, þá fram- kvæmdastjóra Portus. En Helgi segir ekkert hæft í þessu. Hann hafi oft rætt við Hjálmar en aldrei sagt þetta. „Þetta er bara fyndið. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan fjár- magnið kom,“ segir Helgi. - kóþ Frambjóðandi Samfylkingar: Icesave hafi borgað Hörpu VIÐSKIPTI Óskar Sigurðsson, lög- maður og skiptastjóri þrota- bús Fons, ætlar að stefna Pálma Haraldssyni og Jóhannesi Kristinssyni, eigendum Fons, ve g n a a r ð - greiðslu upp á 4,2 milljarða króna frá Fons t i l Matthew Holding árið 20 07, félags sem tvímenn- ingarnir áttu. Óskar vill rifta arðgreiðslunni auk tólf samninga sem Fons gerði, svo sem lána- og gjaldmiðlaskiptasamninga við Glitni. „Ég hef engar áhyggjur og sef rólegur á nóttunni. Ég hef feng- ið, að mínu viti færustu lögmenn landsins, til að fara yfir málið. Þeir telja af og frá að arðgreiðsl- unni verði rift,“ segir Pálmi í samtali við Fréttablaðið. Á meðal annarra samninga sem skiptastjóri vill rifta er sala á breska flugfélaginu Astreus til Fengs, félags í eigu Pálma skömmu fyrir gjaldþrot Fons um mitt síðasta ár. Fengur keypti félagið á fimmtíu þúsund pund, jafnvirði 10,5 milljóna króna, úr búinu. Mat skiptastjóra hljóð- ar upp á sjö til sautján milljónir punda, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á núvirði. Pálmi segir þrotabú Fons að mörgu leyti sérstakt. Hann spáir því að kröfur í búið, sem hljóði upp á fjörutíu milljarða króna, verði lækkaðar um helming. Þá eigi félagið á fimmta millj- arða upp í þær í lausu fé. „Þetta er peningur sem liggur inni á bankabók,“ segir Pálmi. - jab GENGIÐ 28.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,8488 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,74 128,34 207,40 208,40 178,91 179,91 24,028 24,168 21,842 21,970 17,521 17,623 1,4152 1,4234 198,78 199,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili. Við smíðum borð algjörlega eftir þínu máli svo sem borðstofuborð, sófaborð og fundarborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 SAMKEPPNISMÁL Starfsmenn Sam- keppniseftirlitsins gerðu húsleit í höfuðstöðvum Íslandspósts á mið- vikudagsmorgun vegna gruns um brot á samkeppnislögum. „Þetta er liður í rannsókn sem beinist að meintri misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins. Hann vill ekki upplýsa í hverju meint misnotkun Íslandspósts á að hafa falist, en tekur fram að rannsóknin beinist að fleiri en einu atriði. Samkeppniseftirlitið hafi verið að fylgjast með þessum markaði í nokkurn tíma. Húsleitin gekk vel og lagt var hald á bæði tölvugögn og pappíra, segir Páll Gunnar. Hann vildi ekki segja til um hvenær niðurstöður úr rannsókn Samkeppniseftirlits- ins væru væntanlegar. „Við teljum að þeir séu að mis- nota markaðsráðandi stöðu sína í tilboðum í skjóli þess að þeir eru með einkarétt á bréfum upp að 50 grömmum. Við teljum að þeir séu að nýta það kerfi til að niðurgreiða samkeppnisflutning,“ segir Hann- es Hannesson, framkvæmdastjóri Pósthússins. Hann segir Pósthúsið hafa sent nokkrar ábendingar til Samkeppn- iseftirlitsins vegna atriða sem talið sé að varði við samkeppnislög. Meðal þess sem kvartað var yfir er túlkun Íslandspósts á samn- ingum um magnflutninga, segir Hannes. „Þeir vildu meina að það sem við værum að senda félli ekki innan þess samnings, og yfir því kvörtuðum við til Samkeppniseft- irlitsins þar sem við töldum að þeir væru að mismuna okkur,“ segir Hannes. Íslandspóstur er meðal annars með einkarétt á dreifingu á bréf- um undir 50 grömmum. Íslands- póstur keppir við Pósthúsið, sem dreifir meðal annars Fréttablað- inu, og Árvakur, útgáfufélag Morg- unblaðsins, á öðrum sviðum. Starfsmenn Samkeppniseftirlits- ins komu í höfuðstöðvar Íslands- pósts við opnun á miðvikudags- morgun, og voru þar við leit fram að hádegi, segir Ingimundur Sig- urpálsson, forstjóri Íslandspósts. „Þeir fengu gögn hjá okkur, en ég veit ekki hversu víðtæk leit þeirra var,“ segir Ingimundur. Hann seg- ist aðspurður ekki telja að fyrir- tækið hafi gerst brotlegt við sam- keppnislög. brjann@frettabladid.is Samkeppniseftirlitið leitar hjá Íslandspósti Grunur leikur á að Íslandspóstur hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Samkeppniseftirlitið lagði hald á gögn í húsleit á miðvikudagsmorgun. Rann- sókn beinist meðal annars að samningum við samkeppnisaðila um magnpóst. PÓSTUR Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að fylgst hafi verið með póstmarkaði í nokkurn tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Glitnir lánaði Fons tæpa 10,3 milljarða króna vegna kaupa á 6,87 prósenta hlut Gnúps í FL Group 5. desember 2007. Veðið fyrir láninu voru bréfin sjálf, rúmir 635 milljónir hluta í FL Group. Andvirði sölutryggingar Glitnis á Skeljungi, sem Fons átti í gegnum félagið Uppsprettu, gekk upp í kröfuna í september ári síðar og gerir bankinn kröfu um það sem út af stendur, 3,4 milljarða króna með vöxtum, á búið. Pálmi viðurkennir að það hafi verið mistök að taka þátt í hrunadansinum í kringum fall Gnúps og FL Group um áramótin 2007. „Gnúpur leitaði logandi ljósi að kaupanda og ég gerði þau stóru mistök að kaupa bréfin,“ segir hann. SÉR EFTIR KAUPUM Í FL GROUP Skiptastjóri þrotabús Fons stefnir Pálma Haraldssyni og krefst milljarða til baka í bú félagsins: Segist sofa áhyggjulaus á nóttunni PÁLMI HARALDSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 6° 0° -1° 3° 1° -1° -1° -1° 20° 5° 12° -1° 24° -7° 4° 14° -8° Á MORGUN 3-8 m/s Hvassara SA-til. SUNNUDAGUR Hæg breytileg eða suðlæg átt. 2 0 -3 -2 -4 -1 -3 1 0 4 -6 3 4 3 2 2 6 6 5 4 5 3 0 -2 -5 -3 -1 1 0 -3 -4 -2 HÆGVIÐRI Veður- horfur helgarinnar eru ágætar. Horfur eru á nokkuð björtu veðri og frosti. Á laugardag- inn verður bjart vestantil en él austanlands en á sunnudaginn léttir til austanlands en búast má við éljum eða slyddu norðvestan- og vestan til. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.