Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 8
8 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 1. Hvað heitir nýja græjan frá Apple? 2. Hvaða þingmaður Sjálf- stæðisflokks hefur viðurkennt lögbrot í vikunni? 3. Hvert var aflaverðmæti ís- lenskra skipa fyrstu tíu mánuði síðasta árs? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 TÓMSTUNDIR Hafin hefur verið söfnun undirskrifta meðal hesta- manna til að mótmæla ákvörðun um að Landsmót hestamanna 2012 skuli haldið í Reiðhöllinni í Víði- dal í Reykjavík. Undanfarin ár hafa landsmót verið haldin til skiptis á Norð- ur- og Suður- landi, á Vind- heimamelum í Skagafirði og á Gaddstaðaflöt- um við Hellu. „Við undirrit- uð lýsum furðu okkar á staðarvali fyrir Landsmót hestamanna 2012. Í okkar huga er Landsmót hesta- manna fjölskylduhátíð sem nýtur sín best í dreifbýli,“ segir meðal annars í yfirskrift undirskrifta- söfnunarinnar. Forsvarsmenn hestamannafélaga á Suðurlandi hittust á mánudagskvöld til að ræða stöðuna sem upp er komin og eru að ganga frá sameiginlegri ályktun þar sem staðarvalinu er mótmælt. Kristinn Guðnason, formað- ur Félags hrossabænda, sem jafnframt er formaður Rangár- hallarinnar ehf., rekstraraðila Gaddstaðaflata, segir almenna óánægju með ákvörðun stjórn- ar Landssambands hestamanna um að halda næsta Landsmót í Reykjavík. „Og víðar en á Suður- landi einu, þótt ef til vill sé skilj- anleg óánægja þeirra sem að svæðinu hér standa,“ bætir hann við. „Enda verið að færa þetta úr fari sem fólk hefur verið ánægt með.“ Kristinn segir að fyrir síðasta Landsmót á Hellu hafi verið ráðist í miklar endurbætur á mótssvæð- inu sem miðað hafi við að þar yrðu haldin mót næstu árin og rekstr- arfélag svæðisins hafi lagt í tölu- verðar skuldir vegna þessa. „Um leið þykir okkur skjóta skökku við að til séu á þessum tímum svo miklir peningar í Reykjavík að byggja eigi upp svæðið í Víðidal,“ segir hann og telur nokkuð ljóst að Reykjavíkurborg muni þurfa að hlaupa undir bagga við endurbæt- ur þar, miðað við þær kröfur sem gerðar hafi verið til mótssvæð- isins við Hellu. Með þær kröfur í huga telur Kristinn að kostnað- ur við endurbætur í Víðidal verði vart undir 100 milljónum króna. „Sem kann nú að standa í ein- hverjum á sama tíma og skorið er niður í skólum og leikskólum.“ Kristinn segir ágætislandsmót hafa verið haldið í Reykjavík árið 2000, þótt ekki hafi orðið til sú stemning sem margir vilji tengja við mótið. Þá hafi verið ólíku saman að jafna mætingu þá, sem numið hafi sölu upp á 6.300 miða, þegar fjölmennast var og sölu upp á um 12.000 aðgöngumiða á Gadd- staðaflötum 2008, en þá hafi verið metaðsókn. olikr@frettabladid.is Mótmæla staðarvali fyrir Landsmót hestamanna 2012 Óánægja er með að Landsmóti hestamanna 2012 skuli hafa verið valinn staður í Reykjavík. Sagt er skjóta skökku við að eyða tugmilljónum í uppbyggingu á nýjum stað, þegar aðstaða sé til staðar á Hellu. FRÁ GADDSTAÐAFLÖTUM ÁRIÐ 2008 Þegar Landsmót hestamanna var síðast haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu var slegið aðsóknarmet á mótið, en um 12 þúsund aðgöngumiðar eru sagðir hafa verið seldir inn á svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KRISTINN GUÐNASON HAÍTÍ, AP Læknar og björgunarfólk hafa vart trúað sínum eigin augum síðustu daga þegar fólk hefur enn fundist á lífi í rústum húsa á Haítí, hálfum mánuði eftir að sjö stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Á miðvikudagskvöld fannst sex- tán ára stúlka, Darlene Etienne, á lífi í rústum húss þar sem hún hafði legið bjargarlaus í fimmtán daga. Líðan hennar var stöðug í gær, hún hafði drukkið vatn og fengið jóg- úrt og stappað grænmeti að borða. Læknar töldu yfirgnæfandi líkur á því að hún myndi lifa af, þrátt fyrir að hafa verið í afar slæmu ástandi þegar hún fannst. „Við getum eiginlega ekki útskýrt þetta, því þetta gengur þvert á líf- fræðilegar staðreyndir,“ sagði Evelyne Lambert læknir, sem hefur haft umsjón með stúlkunni. „Við vorum afar hissa á að hún skyldi vera á lífi.“ Afar sjaldgæft er að fólk lifi leng- ur en þrjá sólarhringa án vatns, hvað þá hálfan mánuð. Hún gæti þó hafa komist í vatn úr baðherbergi hússins og eitthvað muldraði hún um að hafa verið með kókflösku í rústunum. Á þriðjudaginn fannst maður á lífi í rústunum, en hann sagðist hafa lokast inni þegar eftirskjálfti varð en ekki í stóra jarðskjálftan- um 12. janúar. - gb Unglingsstúlka fannst í rústum húss á Haítí fimmtán dögum eftir jarðskjálftann: Læknar segjast vera furðu lostnir DARLENE ETIENNE Yfirgnæfandi líkur þykja á að hún lifi af. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAN, AP Tveir mótmælendur voru teknir af lífi í Íran í gær. Þeir voru dæmdir fyrir að reyna að steypa klerkastjórninni í mót- mælum í júní fyrra. Þeir kváðu vera fyrstu mótmælendurnir sem teknir hafa verið af lífi frá því að mótmælin voru kveðin niður. Réttað hefur verið yfir rúm- lega 100 mótmælendum og pól- itískum róttæklingum í Íran frá því í ágúst. Þar af hafa fimm verið dæmdir til dauða en um 80 dæmdir í sex mánaða til fimmtán ára fangelsi. - bs Mótmælendum refsað: Tveir teknir af lífi í Íran SAMGÖNGUR Fámennur hópur landsbyggðar hefur „óheyrilegt vald gegnum ólýðræðislegt kosn- ingakerfi“ til að ná fram vilja sínum á kostnað annarra, að sögn Þórs Saari, þingmanns Hreyfing- arinnar. Hann nefnir sem dæmi Vaðla- og Héðinsfjarðargöngin, sem njóti forgangs umfram brýnni verkefni. Eitt dæmið til sé væntan- leg samgöngumiðstöð. Nú fari, um kostnaðarsaman flugvöll- inn í Reykjavík, um 300 þúsund manns á ári. Sem sé minna en gestagangur á meðalkaffihúsi, svo sem Kaffi París. - kóþ Um samgöngumiðstöðina: Fleiri mæta á Kaffi París Aukin fjárhagsaðstoð Fjölskyldu- og tómstundaráð Vest- mannaeyjabæjar hefur ákveðið að hækka grunnupphæð fjárhagsað- stoðar bæjarins úr 113.455 krónum á mánuði fyrir einstakling í 125.540 krónur, og úr 181.528 krónum fyrir hjón og fólk í sambúð í 200.864. VESTMANNAEYJAR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.