Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 10
10 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts á tímabilinu 1. október til 31. desember 2009 var 20. janúar 2010 en eindagi er 4. febrúar n.k. 15% staðgreiðsla Frá 1. júlí 2009 bar bönkum og öðrum fjármálastofnunum að reikna og halda eftir 15% staðgreiðslu af vaxtatekjum ársfjórðungslega. Sama gilti um arð sem greiddur var til eigenda af eignarhlutum í félögum. Af fjármagnstekjum sem til féllu fyrir 1. júlí reiknaðist 10% skattur. Aðrar fjármagnstekjur Sem fyrr eru tekjur af söluhagnaði skattlagðar eftirá, sem og leigutekjur. Frá 1. júlí til 31. desember 2009 gilda sérstakar reglur um leigutekjur, en á þeim tíma mynda 70% þeirra skattstofn en 30% eru skattfrjálsar. Uppgjör við álagningu 2010 Við álagningu ákvarðast 15% skattur á fjármagnstekjur sem til féllu á tímabilinu júlí-desember 2009 og voru umfram 250.000 kr. (eða 500.000 kr. hjá hjónum). Á tekjur undir þeim mörkum, svo og á allar fjármagnstekjur á tímabilinu janúar-júní verður lagður 10% skattur. Staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts árið 2010 Fjármagnstekjuskattur er 18% frá 1. janúar 2010. Gjalddagar afdreginnar staðgreiðslu eru 20. apríl, 20. júlí og 20. október 2010 og 20. janúar 2011. Eindagi er 15 dögum síðar. Fjármagnstekjuskattur ORKUMÁL Umhverfisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Skipulags- stofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverf- isáhrifum vegna framkvæmda við Suðvesturlínu. Suðvesturlínu á að leggja til að styrkja orkuflutningskerfið á Suð- vesturlandi. Línan er meðal annars forsenda orkuflutninga til álvers í Helguvík. Umhverfisráðuneyt- inu bárust kærur frá Landvernd og Náttúruverndarsamtökum Íslands sem kröfðust þess að hugs- anlegar framkvæmdir sem eru háðar Suðvesturlínu yrðu teknar til umhverfismats sameiginlega. Auk Helguvíkur gæti þar verið um að ræða stækkun Reykjanes- virkjunar, kísilmálmverksmiðju í Helguvík, Bitruvirkjun, Hvera- hlíðavirkjun og jarðhitanýtingu við Gráuhnúka. Ráðuneytið hafnaði sameigin- legu mati með úrskurði gærdags- ins og komst að þeirri niðurstöðu að áform um hinar ólíku fram- kvæmdir væru á svo misjöfnu stigi og sum þeirra svo langt frá því að vera nægilega skýr eða mótuð að ekki væri löglegt að skylda fram- kvæmdaaðila til að gangast allir undir sameiginlegt mat á umhverf- isáhrifum. Auk þess væru sumar framkvæmdirnar ekki matsskyld- ar yfirleitt, til að mynda gagnaver Verne á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ágúst Hafberg, talsmaður Norð- uráls, sem stendur fyrir fram- kvæmdum við álverið í Helguvík, fagnaði úrskurðinum í samtali við Fréttablaðið. „Það er ágætt að þetta mál er frá,“ sagði hann. „Okkur fannst það óþarft frá upp- hafi. Þessari hindrun er þá rutt úr veginum og við höldum okkar vinnu áfram.“ Hann sagði að hægt hefði verið á ýmsum framkvæmd- um við álverið meðan úrskurð- ar var beðið. Nauðsynlegt sé að koma verkefninu á fulla ferð á næstu mánuðum ef takast á að hefja framleiðslu um áramótin 2011-2012 eins og stefnt er að. „Stjórnkerfi umhverfismála er ekki að virka,“ segir Árni Finns- son, formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands, einn kærendanna í málinu. Hann segir að enginn viti hvaðan orkan, sem flytja á um lín- una á að koma. „Ekki einu sinni þegar VG er við völd tekst ráð- herra að úrskurða umhverfinu í hag.“ peturg@frettabladid.is Sameiginlegt mat ekki nauðsynlegt Niðurstaða umhverfisráðherra um framkvæmdir vegna Suðvesturlínu liggur fyrir. Hindrun rutt úr veginum, segir talsmaður Norðuráls. Stjórnkerfi um- hverfismála virkar ekki, segir formaður Náttúruverndarsamtakanna. HELGUVÍK Sextíu til hundrað manns starfa að álversframkvæmdum í Helguvík. „Þetta og handboltinn eru bestu fréttir vikunnar,“ sagði Kristján G. Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, eftir úrskurð umhverfisráðherra í gær. Á VERGANGI Afgönsk stúlka frá Helm- and-héraði horfir út úr heimatilbúnu skýli sínu í einu úthverfa höfuðborgar- innar Kabúl. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Verðhækkun á ýsu- flökum milli ára eru að meðal- tali 26 prósent ef niðurstöður verðkönnunar Fréttablaðsins eru bornar saman við upplýsing- ar um meðalkílóverð á fersk- um ýsuflökum í febrúar í fyrra á vef Hagstofunnar. Meðalkíló- verð á roðlausum og beinlausum ýsuflökum var vitlaust reiknað í verðkönnum Fréttablaðsins, sagt vera 1.330 krónur en átti að vera 1.430 krónur. Meðalverðið hækkaði þannig ekki um 17 prósent á milli ára eins og sagt var, heldur um 26 prósent sem fyrr segir. Ef farið er aftur til ársins 2008 nemur hækkunin á ferskum ýsuflökum 32 prósentum. Áréttað skal að í grunni Hagstofunnar eru líka matvöruverslanir en eingöngu var hringt í fiskbúðir í könnun Fréttablaðsins. Samanburðurinn gefur því aðeins vísbendingu um verðhækkun. - sbt Ýsuflök hækka í verði: 26% hækkun á milli ára HEILSA Golfsamband Íslands og Hreyfing heilsulind hafa gert með sér samstarfssamning með það að markmiði að fjölga kylf- ingum sem stunda reglulega lík- amsrækt. Afrekshópar GSÍ munu njóta góðs af samningnum, hluti af æfingum hópanna mun fara fram í Hreyfingu. Íslenskir afreks- kylfingar hafa fyrir löngu áttað sig á samhengi árangurs og góðs líkamlegs ástands. Fram- för íslenskra kylfinga gerir það að verkum að kylfingar þurfa að leggja meira og meira á sig til að ná að halda sér meðal þeirra bestu. - shá Kylfingar rækti líkamann: Hreyfing og GSÍ í samstarf VIÐ UNDIRRITUN Stefán Garðarsson, frá GSÍ, og Ágústa Johnson, framkvæmda- stjóri Hreyfingar. MYND/GSÍ SVISS, AP. Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, segir að fjölkvæni sé partur af sinni þjóðmenningu og biður engan afsökunar á því að eiga þrjár eiginkonur. Zuma, sem 67 ára gamall og fylgir hefðum og siðum Zulu- manna, kvæntist nýlega þriðju eiginkonu sinni. Hann var spurð- ur um fjölkvænið við pallborðs- umræður á Heimsþinginu um efnahagsmál í Davos í gær. Zuma sagðist trúa á jafnrétti kynjanna og fullyrti að hann elskaði allar konurnar sínar jafnmikið. - pg Forseti Suður-Afríku: Elskar allar eiginkonurnar BANDARÍKIN, AP „Stjórn okkar hefur beðið nokkra pólitíska ósigra þetta ár, og suma þeirra voru verðskuld- aðir,“ sagði Barack Obama Banda- ríkjaforseti í stefnuræðu sinni, sem hann flutti í fyrrinótt, þeirri fyrstu sem hann flytur á forseta- ferli sínum. Hann hét því þó að halda ótrauð- ur áfram að vinna að stefnumálum sínum, svo sem heilbrigðistrygg- ingum og uppstokkun á fjármála- kerfinu, en benti á að hann hafi tekið við mjög erfiðu og skuld- settu búi af forvera sínum, sem hann nefndi þó ekki á nafn. Hann gagnrýndi jafnt andstæð- inga sína í Repúblikanaflokknum sem samherja sína í Demókrata- flokknum fyrir að setja flokks- hagsmuni ofar þjóðarhagsmun- um. Megnið af ræðunni snerist um efnahagsmál og þær áhyggjur sem almenningur hefur af þeim. Hann sagðist skilja áhyggjur fólks af því að stóru bönkunum hafi verið bjargað með stórfé úr ríkissjóði, en sagðist sannfærður um að sú aðgerð hafi skipt sköpum við að koma efnahagslífinu í gang á ný. Aðaláhersla stjórnar hans á þessu ári verður hins vegar að draga úr atvinnuleysi í landinu, og það verði gert með öðrum ráðum en fyrri stjórn brúkaði. - gb Barack Obama flutti fyrstu stefnuræðu sína í fyrrakvöld: Heitir því að stokka upp fjármálakerfið Í RÆÐUSTÓL Á ÞINGI Barack Obama flytur í fyrsta sinn hina árlegu stefnuræðu for- seta. NORDICPHOTOS/AFP Minningarbók um sendiherra Þýska- lands á Íslandi, dr. Karl-Ulrich Müller, liggur nú frammi í sendiráðinu að Laufásvegi 31. Sendiherrann lést í umferðarslysi í Skagafirði, á dög- unum. Þeir sem vilja votta samúð sína vegna fráfalls hans geta komið í sendiráðið klukkan 9-12 og 14-16 í dag, á mánudaginn og þriðjudaginn. SENDIHERRANS MINNST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.