Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 12
12 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Lögmál lögspekinnar „Síðan tók ég á endanum, þegar ég þurfti að komast að ákveðinni niðurstöðu, annan pól í hæðina.“ PETER GOLDSMITH, LÖGFRÆÐIRÁÐ- GJAFI BRESKU RÍKISSTJÓRNARINN- AR, UM AÐ HANN HAFI HÆTT VIÐ AÐ TELJA ÍRAKSSTRÍÐIÐ ÓLÖGLEGT. Fréttablaðið, 28. janúar Datt nokkrum það í hug? „Við höfum ekki játað nein brot enda hafa engin brot verið framin.“ ÁGÚST GUÐMUNDSSON BAKKAVAR- ARBRÓÐIR UM YFIRHEYRSLUR HJÁ SÉRSTÖKUM SAKSÓKNARA VEGNA RANNSÓKNAR Á FJÁRMÁLUM EXISTU. Fréttablaðið, 28. janúar HANDBOLTI SPILAÐ AÐ ÓSK HITLERS ■ Íþróttir líkar handbolta hafa verið spilaðar víða um heim í aldanna rás. Nútímaútgáfan er þó yfirleitt talin upprunin í Danmörku. Fyrstu regl- urnar voru skjalfestar af dönskum íþrótta- kennara árið 1898. Þýskar reglur voru útgefnar árið 1917, og fyrsti landsleikur- inn var leikinn eftir þeim reglum árið 1925 milli Þýska- lands og Austurríkis. Íþróttin var spil- uð á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 samkvæmt sérstakri ósk frá Adolf Hitler. Handbolti var ekki með á leikunum 1940, og komst ekki á dagskrá aftur fyrr en árið 1976. Halaleikhópurinn frumsýnir í næstu viku leikritið Sjöundá-Svartfugl Gunnars Gunnarssonar sem fjallar um eitt þekktasta sakamál Íslands- sögunnar, morðin á Sjöundá og rétt- arhöldin yfir þeim Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur. Ágústa Skúladóttir leikstýrir verkinu sem er þriðja verkefnið í röð sem hún tekur að sér og gerist á 19. öldinni. Ágústa segir það vera tilviljun að hún hafi feng- ist við svona mörg verkefni tengd nítjándu öld- inni undanfarið. „En ég hef mjög gaman af þessu og verkin eru öll skemmtilega ólík,“ segir Ágústa sem er á kafi í undirbúningi fyrir leik- ritið um morðin á Sjöundá og eftirmála þeirra, réttarhöldin yfir þeim Bjarna Bjarnasyni og Steinunni Sveinsdóttur en þeim var gefið að sök að hafa lagt á ráðin og banað mökum sínum. „Leikgerðin upp úr verki Gunnars er ný en ég gerði hana í samvinnu við Þorgeir Tryggvason og leikhópinn,“ segir Ágústa. Þorgeir er einn meðlima í hljómsveitinni Ljótu hálfvitarnir en einn eða fleiri úr þeirri sveit koma við sögu í þessum verkefnum sem öll gerast á nítjándu öldinni. „Í fyrra setti ég upp leikprógramm um Jörund hundadagakonung eftir handriti tveggja, meðlimir úr sveitinni sömdu handrit að verki um Bólu-Hjálmar sem ég leikstýri,“ segir Ágústa og lætur vel af þessu samstarfi sem reyndar hefur oftar en einu sinni hlotið verð- laun, sýningin um Bólu-Hjálmar hlaut Grímu- verðlaunin sem barna og unglingaleiksýning ársins 2009 og sýningin Klaufar og kóngsdætur sömuleiðis þar sem Þorgeir var einn höfunda. Í leikgerð Halaleikhópsins um morðin á Sjöundá er mikil áhersla lögð á réttarhöld- in yfir Bjarna og Steinunni. „Við bjuggum til tvo nýja karaktera, stelpur sem líta um öxl og rifja atburðina upp. Annars erum við trú texta Gunnars sem auðvelt reyndist að setja í díalóga. Þetta voru dramatísk réttarhöld sem lauk með játningu þeirra beggja,“ segir Ágústa en þess má geta að Steinunn dó í fangelsi hér á landi en Bjarni var tekinn af lífi í Kaupmannahöfn. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur fatl- aðra og ófatlaðra einstaklinga sem hefur verið mjög virkur frá stofnun 1992. Ágústa hefur ekki unnið með þeim áður og segir það mjög skemmtilegt og áhugavert. „Við erum með mjög flotta leikara á öllum póstum.“ sigridur@frettabladid.is Með hugann við 19. öldina Á LEIÐ Á ÆFINGU Ágústa Skúladóttir leikstjóri, þriðja frá vinstri í aftari röð, stillti sér upp ásamt leikurum í Halaleik- hópnum þegar Fréttablaðið leit inn á æfingu í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Halaleikhópurinn var stofnaður 27. september 1992 með það að markmiði að „iðka leiklist fyrir alla“ og hefur starfað óslitið síðan. Við höfum sett upp veglega leiksýningu á hverju ári, stundum fleiri en eina, sjö leikrit hafa verið frumsamin fyrir leikhópinn og hafa þær jafnan vakið mikla athygli. Þar sem leikhópurinn er samansettur af ólíkum einstaklingum, fötluðum sem ófötluðum, verður fjölbreytnin meiri og þar af leiðandi túlkunin. Þannig hefur hópurinn opnað augu almennings fyrir því að fatlað fólk getur einnig, þrátt fyrir ýmsar hindranir, leikið á sviði eins og allir aðrir. Þetta áhugaleikfélag hefur lyft grettistaki í að eyða fordómum og styrkja einstaklinga til að taka skref, sem annars hefðu verið ófarin og styrkir því marga Halafélaga á einn eða annan hátt. Fötlun er eitthvað sem gleymist í þessu áhugaleikfélagi.“ www.halaleikhopurinn.is LEIKLIST FYRIR ALLA Á annað hundrað manns mættu á stofnfund samtaka um heilsuferð- arþjónustu sem haldinn var í gær á kaffi Nauthól í Nauthólsvík. Mark- mið samtakanna er „að stuðla að fagmennsku og gæðum í heilsu- ferðaþjónustu og kynna sérstöðu landsins, náttúru og hreinleika í tengslum við heilsu og vellíð- an … og auka verulega markaðs- hlutdeild heilsuferðaþjónustu í íslenskri ferðaþjónustu fyrir árið 2015 og auka tekjur af heilsuferða- þjónustu sem er afar arðsöm und- irgrein ferðaiðnaðarins,“ segir í fréttatilkynningu. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra tilkynnti um fjögurra milljóna króna fjárveit- ingu til verkefnisins á fundinum en aðstandendur þess vonast eftir fjölgun ferðalanga í heilsuferðum þegar næsta haust. Að fundi loknum voru gest- ir lóðsaðir um Nauthólsvíkina á reiðhjólum af þeim Stefáni Helga Valssyni og Ursulu Spitzbart sem stofnuðu fyrirtækið Reykjavík Bike Tours síðastliðið sumar. - sbt Mikill áhugi á nýjum samtökum um heilsuferðaþjónustu: Íslandi áfangi í heilsuferðamennsku HJÓLUÐU Í NAUTHÓLSVÍKINNI Að loknum fundi um heilsuferðamennsku hjóluðu fundargestir í Nauthólsvíkinni undir leiðsögn meðal annars Stefáns Helga Valssonar sem hér sést ásamt Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðar- og ferðamálaráðherra, og Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nemendur Birkimelsskóla á Barðaströnd tóku til hendinni fyrir jólin og efndu til söfnunar fyrir ungan dreng, sveitunga sinn, sem á við erfiðan sjúk- dóm að stríða. „Þau föndruðu bæði engla og kort. Svo keyrði ég þau um sveitina að selja. Þetta var ljómandi gott framtak hjá þeim,“ segir Ragnar Guð- mundsson, bóndi á Brjánslæk, sem er afi fjögurra barna í skólanum. Hefð er fyrir því að börn- in í skólanum efni til söfnun- ar af þessu tagi fyrir jólin. Að þessu sinni söfnuðust 32 þús- und krónur. Keran Stueland Ólason fékk ágóðann af sölunni. Hann er með taugahrörnunarsdjúk- dóminn SMA1, sem hefur í för með sér vöðvarýrnun og skerta hreyfigetu. - gb Góðverk á Barðaströnd: Söfnuðu fyrir ungan dreng DUGNAÐARKRAKKAR Nemendur Birkimelsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/FANNEY „Það er allt glimrandi fínt að frétta,“ segir Helga Sigrún Harðardóttir, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins. Hún leggur nú stund á laganám við Háskólann í Reykjavík og er búin með hálft annað ár – hálfa BA-gráðu, hvorki meira né minna. „Þetta hefur gengið ofsalega vel,“ segir Helga Sigrún. „Þetta er eitthvað það skemmtilegasta sem ég gert í mínu lífi, fyrir utan það að verða amma,“ bætir hún við. „Ég fann fjölina mína algjörlega á degi þrjú. Þetta er frábært fag, sérstaklega þegar maður hefur margvíslega reynslu af lífinu þá tengist það svo mörgu af því sem maður hefur gert. Ég tala nú ekki um þegar maður hefur unnið í þinginu og setið þar inni. Þetta er bara svo ofboðslega mannlegt fag.“ Helga Sigrún saknar ekki stjórnmálanna. „Það er svo ótrúlega margt í stjórnkerfinu sem maður rak sig á og hefur rekið sig á í gegnum tíðina, sem er í svo miklu ólagi að fyrir mína parta þá er þetta umhverfi alveg skelfilegt,“ útskýrir hún. „Ég sakna þess ekki neitt og er ekki á leiðinni til baka.“ Helga Sigrún segir laganámið taka mikinn toll og því sé ekki mikið pláss fyrir annað í hennar lífi þessi misserin. Hún er þó byrjuð að huga að næsta sumri og farin að skipu- leggja stangveiðiferðir með manni sínum og fleiri veiðifélögum. „Það verður að skipuleggja það strax,“ segir hún, en þau reyna að komast í urriðaveiði í Laxárdal á hverju sumri. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGA SIGRÚN HARÐARDÓTTIR, FYRRVERANDI ÞINGMAÐUR Byrjuð að skipuleggja stangveiðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.