Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 33
SAMTIÐIN 29 skilningur á orsökum atburðanna, eins og t. d. á þrautseigju Sveins Úlfssonar og lielgi Ólafs konungs. Hjá Snorra kemur fyrst fram, aö þau séu ekki herir og höfðingjar, sem eiga í styrjöldum, heldur þjóð- irnar sjálfar og úrslitin byggist á þolgæðum þeirra. Ýmislegt er at- hugavert við sumar skýringar Snorra frá okkar sjónarmiði séð. Hann mun t. a. m. gera of mikið úr þætti harðstjórnar Haralds kon- ungs í brottflutningi fólks af Nor- egi til íslands og annarra landa. Þessi skýring kemur einkum fram i Eglu, og er hún eðlileg afleiðing þeirrar einstaklingshyggju. sem rík- ir hér um daga Snorra. Heimskringla er stórglæsilegt sagnarit, og Snorri hefur Idotið þá frægð, sem aldrei dvín. Margs hefur verið kostað til þess- arar fyrstu heildarútgáfu Heims- kringlu hér á landi. Hún er skreytt hundruðum mvnda og teikninga, sem norskir listamenn hafa skreytt með útgáfur ritsins þar í iandi. Öðr- um frændþjóðum vorum finnst það samboðið virðingu fornritanna, að Iála listamenn sína túlka atburði þeirra með fögrum teikningum. Sumar Edduútgáfur þeirra eru mjög fagrar, og tel ég, að við ts- lendingar förum mikils á mis við það að eiga eigi slíkar útgáfur af þeim. Er vonandi, að myndlista- menn okkar veiti þeim brunni lista- sköpunar, sem þar er, meiri at- hygli í framliðinni en hingað til, ])á munu þessar bækur eignast nýtt líf og vakinn skilning hjá þjóðinni. B. Þ. Búnaðarbanki Islands Stofnaður með lögum 14. júní 1929. Bankinn er sjálfstæS stofnun, undir sérstakri stjórn og er eign ríkisins. © Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs, auk eigna bankans sjálfs. C Bankinn annast öll innlend bankaviöskipti, tekur fé á vöxtu i sparisjóöi, hlaupareikningi og viðtökuskírteinum. Greiðir hæstu innlánsvexti. C Aðalsetur í Reykjavík: Austurstræti 9. Útibú á Akureyri.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.