Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 35
SAMTlÐIN 31 ÞEIR VITRU ~SÖGÐP: EMIL LUDWIG: „Upp úr ringul- reið vorra tíma gnæfa tveir hinir kunnustu Ameríkumenn: Roosevelt og Chaplin. Þeirra verður getið í sögunni sem manna, er með starfi sínu báru merki mannkærleikans gegn kenningum hins nýja ofbeldis.“ KNÚTUR ARNGRÍMSSON: „í- troðningur“ er ekki kennsla. Kennsla er verkstjórn, og árangur hennar fer eftir því, hvernig það tekst að láta nemendurna vinna sjálfa. Keppikefli kennarans verður að vera það, að fá alla nemendurna til að vinna, og vinna af „hjartans Iyst“. Og nem- endur, sem enginn mannlegur mátt- ur getur fengið til að vinna, hafa ekkert í skóla að gera, en slíkir eru fáir, sem betur fer.“ HJALMAR SÖDERBERG: „Mað- urinn vill láta aðra elska sig; takist það ekki, þá óttast sig; takist það ekki heldur, þá vill hann láta forð- ast sig og fyrirlíta. Hann vill hræra einhverja strengi í brjóstum sam- ferðafólksins. Sálinni hrýs hugur við auðn og tómi og vill hafa tengsl við aðra, hvað sem það kostar.“ GOETHE: „Sæll er sá .... sem hefur gaman af því, er staða hans leggur honum á herðar.“ EMIL LUDWIG: „Þegar þing á- kveða, að engin flugvél megi fara yfir hús skálda og heimspekinga til þess að raska ekki ró þeirra, munu hefjast þáttaskipti í veraldarsög- unni.“ EPIKÚR: „Það er andinn sem skapar líkamann. Nýjar bækur Eyjólfur Guðmundsson: Pabbi og mamma. Æfisaga og minningar. 260 bls. VerS 25 kr. ób. 35 kr. ib. Þórir Bergsson: Nýjar sögur. Smásögur 20 að tölu. 246 bls. Verð 25 kr. ób. Sig. Briem: Minningar. Sjálfsæfisaga. 237 bls. Verð 52 kr. ób. Hafurskinna 1. hefti. Ýmis kvæði og kveðlingar, einkum frá 17. og 18. öld. Konráð Vilhjálmsson safnaði. 80 bls. Verð 8 kr. ób. íslenzk ástaljóð 3. útgáfa breytt og aukin. Árni Pálsson prófessor valdi kvæðin. 237 bls. Verð 28 kr. í skinnb. Jón Helgason: Dáðir voru drýgðar. Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. 276 bls. Verð 25 kr. ób. Pearl S. Buck: Móðirin. Skáldsaga. Maja Baldvins íslenzkaði. 250 bls. Verð 24 kr. ób.; 34 og 37 kr. ib. Cervantes: Don Quixote. Skáldsaga. Maja Baldvins þýddi. 319 bls. Verð 38 kr. ób., 50 og 60 kr. íb. Peter Tutein: Sjómenn. Hannes Sigfússon þýddi. 195 bls. Verð 16 kr. ób., 24 kr. íb. Ingibjörg Lárusdóttir: Úr síðustu leit. Æskuminningar. Þjóðsögur. Sagnir af Bólu-Hjálmari. 129 bls. Verð 13 kr. ób. Snæbjörn Jónsson: Sagnakver. Helgað minningu Símonar Dalaskálds. 199 bls. Verð 18 kr. ób., 25 kr. íb. Allar fáanlegar islenzkar bækur, erlend- ar bækur fyrirliggjandi, blöð og tímarit. Sent gegn póstkröfu um land allt. BÓKABÖÐ MÁLS OG MENNIÍSTGAR Laugavegi 19. Sími 5055. Pósthólf 392. BÓKABÚÐ VESTURBÆJAR, Vesturg. 21.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.