Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 18

Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 18
18 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þegar lög um bann við smá-sölu áfengis kl. 20 á kvöld- in voru afnumin í Danmörku á einn stuðningsmaður breyting- anna að hafa sagt: „Hvers vegna að banna að selja áfengi einmitt á þeim tíma sem menn þurfa mest á því að halda?“ Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Sama hvar menn standa í flokki, virð- ast allir sammála um að því tor- fundnara og dýrara sem áfengi er því betra. Íslendingar feta auðvitað engan meðalveg með áfengislög- gjöf sinni. Af íbúum OECD ríkja búa einungis um það bil tíu pró- sent á svæðum þar sem ríkið fer með einhvers konar einokun á áfengissölu. Aðeins á Íslandi, í Svíþjóð, Utah og á nokkrum stöð- um í Kanada er einokunin nær alger, á flestum hinna staðanna má engu að síður kaupa bjór í matvörumörkuðum og víða létt- vín einnig. Sé litið til áfengis- kaupaaldurs á þessum svæðum er það einungis Utah-fylki sem getur státað af hærra aldurs- marki til áfengiskaupa en þar, líkt og annars staðar í Banda- ríkjunum, er aldurinn 21 ár. Áfengisskattar á Íslandi eru síðan í algjörum sérflokki. Hér- lend áfengisstefna er því, þegar á heildina er litið, ein sú allra íhaldssamasta meðal vestrænna ríkja, en einungis tvö prósent Vesturlandabúa búa við strang- ari löggjöf um þessi mál. Það er því nánast ótrúlegt að tekist hefur að snúa umræðunni á þann veg að öfgarnar séu þeirra sem vilji færa stefnuna örfá skref inn á miðjuna, en ekki þeirra sem standa vörð um sannkallaða jað- arpólitík. Menn eru kallaðir öfgamenn og klæddir í stuttbuxur af and- stæðingum sínum fyrir þá afar hófsömu skoðun að ríkisein- okun sé ekki forsenda ábyrgr- ar smásölu áfengis. Menn eru sagðir vera popúlistar og vega að barnæsku landsins fyrir það eitt að telja ekki rétt að banna ákveðnum hluta fullorðins fólks að neyta löglegrar vöru. Stærsti sigur orðræðunnar er að tek- ist hefur að sannfæra stóran hluta frjálslyndra Íslendinga um að skoðanir þeirra séu í raun afar barnalegar eða í besta falli ótímabærar. Stuðningsmenn breytinga halda sig því til hlés á meðan andstæðingarnir sitja ekki á skoðunum sínum. Í vikunni mátti heyra frétt- ir af því að starfshópur á vegum fjármálaráðherra muni leggja til enn frekari hækkanir á áfengis- verði, enda sé enn talsvert „svig- rúm“ til þess að mati nefndar- manna. Nefndarmenn eiga raunar dálítið hrós fyrir að hafa tekist að láta jafnóvísindalega og merk- ingarlausa fullyrðingu hljóma jafnfaglega og raun ber vitni. Hvenær ætti þetta svigrúm til frekari hækkana áfengi í raun að vera uppurið? Hvenær mun ekki vera hægt að rökstyðja, með vísan til aukinna tekna ríkissjóðs og „lýðheilsusjónarmiða“, að áfengisgjaldið sé hækkað? Bara um nokkrar krónur til viðbótar. En það eru sem betur fer ekki aðeins vondar fréttir sem ber- ast frá umræddum starfshópi. Í fréttum vikunnar mátti einnig heyra að hugsanlega stæði til að endurskoða áfengiskaupaaldur í samræmi við önnur réttindi. Þýði þetta lækkun áfengiskaupaaldurs niður í 18 ár eru það jákvæðar fréttir en auðvitað ber að forðast of mikla bjartsýni. Varla er til það góða framfara- mál sem íhaldsmenn allra flokka geta ekki stöðvað eða svæft í meðförum þingsins. Á öðrum vígstöðvum er ekki margs nýs að vænta. Standa á vörð um einokunarhlutverk ÁTVR, og raunar áformað að „styrkja stöðu ÁTVR“. Pistlahöfundi liggur raunar mikil forvitni á að vita hvern- ig unnt sé að styrkja enn frek- ar stöðu opinbers einokunarrisa sem verslar með vörur sem flest fólk kaupir sama hvað. Þau tíð- indi að ekki standi til að leyfa sölu á bjór og léttvínum í mat- vöruverslunum geta hins vegar ekki kallast sérstök vonbrigði í ljósi þess hvernig valdahlut- föll á Alþingi eru nú um stund- ir. Vonbrigðin eru þau að á þeim hartnær tveimur áratugum sem hægrimenn sátu við völd hafi þeir ekki haft dug til að stíga þetta sjálfsagða skref. Hefði það verið gert væri að minnsta kosti hægt að vísa í einn jákvæðan og varanlegan ávinning af valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Setningin „áður en Davíð Oddsson komst til valda, þurfti að sýna flugmiða til að kaupa gjaldeyri“ hefur nefnilega glatað sínum fyrri gljáa. Dýr og volgur PAWEL BARTOSZEK Í DAG | Íslenska áfengisstefnan UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um atvinnu- mál Jákvæð teikn hafa komið fram í atvinnu-lífinu að undanförnu þrátt fyrir bölm- óð ríkisstjórnarinnar vegna Icesave. Á sama tíma og fulltrúar ríkisstjórnarinn- ar keppast við að tala hér allt atvinnulíf niður og stunda hræðsluáróður af mik- illi elju eru öflugir aðilar búnir að taka ákvörðun um miklar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi á næstu mánuðum. Stærsti fjárfestingasjóður Bretlands kemur að milljarða fjárfestingu vegna uppbyggingar gagna- vers á Suðurnesjum. Ágreiningur um Icesave- málið við bresk stjórnvöld hefur engin áhrif á ákvörðun þessa viðurkennda sjóðs um að fjár- festa hér á landi. Það eina sem þeir þurftu til að geta tekið ákvörðun var trygging fyrir rekstr- arlegu umhverfi sínu næstu tuttugu árin. Þar skiptir skattaumhverfi fyrirtækisins, orkuverð og afhendingaröryggi raforku öllu máli. Reikn- að er með að uppbyggingin fari strax af stað og að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun strax í haust. Rio Tinto tilkynnti í síðustu viku að framkvæmd- ir við stækkun álversins í Straumsvík færu af stað fljótlega. Það er milljarða fjárfest- ing sem mun skapa mörg atvinnutæki- færi á uppbyggingatímanum og skila um 40% framleiðsluaukningu með tilheyr- andi verðmætaaukningu útflutnings. Upp- byggingin hangir að vísu saman við annað mjög atvinnuskapandi verkefni; byggingu Búðarhálsvirkjunar. Þar segja stjórn- völd að fjármögnun sé erfið en unnið sé að henni. Ég skil ekki hvað þarf að dvelja við þann þátt. Þjóð sem á 1.500 milljarða í lífeyrissjóðum gerir ekkert þarfara en að nota hluta þess fjár til uppbyggingar á atvinnu- og verðmætaskapandi verkefnum. Það kostar 25 milljarða að ljúka þessari virkjun og hún er til- búin í útboð. Hver er skynsemin í því að bíða með það fram á sumar þegar við þurfum á þessu að halda núna? Þessi ánægjulegu tíðindi sýna svo ekki er um að villast að það er hagkvæmt fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslensku atvinnulífi eins og staðan er núna. Icesave-málið truflar ekki þá ákvarðana- töku. Það sem þarf að tryggja er traust rekstrar- umhverfi og þar er víða pottur brotinn af hálfu ríkisstjórnarinnar sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Höfundur er alþingismaður. Jákvæð teikn JÓN GUNNARSSON Dofri Hermannsson 2.–3. sæti Húsin í bænum Umræðu fundur í Bankas træti 10, 2. hæð kl. 17 í d ag. www.dofrihermannsson.is Óháður eða ekki óháður Ögmundur Jónasson segir að Már Guðmundsson seðlabankastjóri sé kominn í pólitík þegar hann blandar saman lækkun stýrivaxta og stöðu Icesave-málsins. „Er það þetta sem óskað er eftir af „óháðum“ Seðla- banka?” spyr hann á heimasíðu sinni. Það er ágæt spurning. Á hinn bóginn má minna á að Ögmundur er enginn sérstakur talsmaður „óháðs“ seðlabanka. Í viðtali við Fréttablaðið í júní í fyrra færði Ögmundur rök fyrir því að Seðlabankinn yrði „færður undir lýðræðislegt ákvörðunar- vald“. Ef hugmyndir Ögmundar næðu fram að ganga væri Seðlabankinn einmitt kominn í pólitík og talaði þar með væntanlega máli ríkisstjórn- arinnar. Sem í þessu tilfelli væri með Icesave-samningunum. Fjör í stúkunni Löngum hefur því verið haldið fram að fjölmiðlafólk sé sjálfhverfast allra stétta. Frammistaða Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns í landsleiknum á móti Noregi í gær, var ekki til þess fallin að kveða þessa fullyrðingu í kútinn. Þegar ljóst var að Ísland hefði sigrað í leiknum voru hans fyrstu viðbrögð á þá leið að segja að það væri allt að verða vitlaust hjá íslenskum blaðamönn- um í stúkunni. Hér er kannski ástæða til að snúa upp á gamalt orðatil- tæki og segja: Maður, líttu þér fjær. Fyrir hvern? Stjórnarandstaðan tekur dræmt í hugmyndir um að fresta þjóðarat- kvæðagreiðslu um Icesave til að gefa fólki ráðrúm til að kynna sér skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Bjarni Benedikts- son benti á í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að þingmenn stjórn- arflokkanna hefðu afgreitt ríkis- ábyrgð fyrir Icesave án þess að hafa rannsóknarskýrsluna fyrir framan sig. Það eru hins vegar engin rök í málinu. Þjóðaratkvæðagreiðslan er nefnilega ekki haldin fyrir þingmenn stjórnarflokkanna, heldur fyrir þjóðina. Eins og orðið þjóðaratkvæðagreiðsla gefur kannski til kynna. bergsteinn@frettabladid.isÞ essar vikur eru flokkar og stjórnmálasamtök að stilla upp listum sínum til sveitarstjórnarkosninga. Aðferð- irnar eru mismunandi en einhver útfærsla prófkjörs eða forvals er algengust. Nú eru aðeins 36 prósent kjörinna fulltrúa í sveitar- stjórnum konur og í síðustu kosningum leiddu konur 22 prósent framboðslista á landinu. Í sveitarstjórnum minni sveitarfélaga er hlutur kvenna enn rýrari en í þeim sem stærri eru og ömur- leg er sú staðreynd að enn eru til sveitarstjórnir á Íslandi, fimm talsins, sem eingöngu eru skipaðar körlum. Af 76 sveitarstjórnum á landinu eru konur í meirihluta í 11 sem er einni sveitarstjórn meira en á kjörtímabilinu á undan. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur vissulega vaxið jafnt undanfarna áratugi en alls ekki nógu þétt. Því verða allir að leggjast á eitt til að jafna hlut kynjanna í sveitarstjórnum lands- ins. Þarna reynir á þátttakendur í prófkjörum því röðun á fram- boðslista skiptir höfuðmáli. Í forvalsreglum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er ákvæði þess efnis að ef hallar á konur í niðurstöðum forvals á sex fyrstu sætum lista, skuli uppröðun leiðrétt með fléttulista. Því miður tíðkast þessi beinskeytta aðferð óvíða. Viðhorf til kynjakvóta og fléttulista eru mismunandi en það hlýtur þó að teljast algert lágmark að framboð setji sér markmið varðandi kynjaskiptingu á framboðslistum og tryggi það að karl og kona skipi fyrsta og annað sæti. Jafnréttisstofa og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa gefið út ritlinginn Eflum lýðræðið – konur í sveitarstjórn og er honum ætlað að hvetja konur til að bjóða sig fram til starfa í sveitarstjórnum. Þar bendir Kristján Möller, samgönguráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála, meðal annars á að í yfirlýsingu Evrópuráðsins um jafnrétti kynjanna segi að markmiðið sé jöfn staða kynja sem leiði til aukins réttlætis og styrki þar með lýð- ræði. Hann ítrekar að þetta markmið sé skýrt í stefnuyfirlýsingu þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr sem leggur áherslu á mikilvægi lýðræðis og jafnréttis. Ráðherrann ítrekar einnig að þessi markmið endurspeglist í störfum hans sem ráðherra sveitarstjórnarmála. Markmið ráð- herrans mun vera að hlutfall kynjanna í sveitarstjórnum landsins verði sem næst því að vera jafnt eftir kosningar í vor. Svo og að engin sveitarstjórn verði eingöngu skipuð fulltrúum annars kynsins. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að samstarf beggja kynja í tengslum við stjórnun er til muna farsælla en stjórnun þar sem viðhorf karla ráða að mestu ríkjum, hvort heldur sem er í fyrirtækjum, stofnunum eða á vettvangi stjórnmálanna. Rekstur verður betri og sköpun meiri þar sem bæði kynin koma að. Allt veltur á því hvernig til tekst með röðun á listana því sveit- arfélögin í landinu hafa hreinlega ekki efni á að njóta ekki krafta kvenna til jafns við karla næstu fjögur árin. Konur eru nú 36% sveitarstjórnarfulltrúa. Fjölgar jafnt en ekki nógu þétt STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.