Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er nú sennilega þekktastur fyrir bragðsterkan ítalskan mat,“ segir Kristján brosandi og kveðst ekki í neinum vandræðum með að ná sér í það hráefni hér á landi sem til þurfi í slíkan mat. Hann segir íslenskan fisk líka oft á borðum og lýkur lofsorði á fiskbúðina í Hófgerði í Kópavogi. Þennan daginn ætlar hann samt að elda kjúkling. „Þessi réttur er afar vinsæll hjá dóttur minni og afastelpunum mínum tveim- ur sem eru ekki enn þá komn- ar upp á lagið með að borða mat með pepperoncino (chilipipar). Þau minnstu eru líka of ung fyrir krydd.“ Hann segir réttinn einfald- an en góðan og hafa komið öllum á óvart sem hafi smakkað hann. „Þeir sem vilja auka bragðið geta sett rönd af sojasósu yfir kjötið,“ tekur hann fram. Kristján byrjar á að setja hrís- grjónin af stað, kveðst oftast nota basmati-grjón en hverjum og einum sé frjálst að nota það sem best þyki. gun@frettabladid.is Börnin elska afamatinn Þótt stórtenórinn Kristján Jóhannsson sé önnum kafinn flesta daga við sitt fag þá tekur hann sér líka tíma til að elda. Hér gefur hann lesendum Fréttablaðsins smá nasasjón af því sem hann ber á borð. Kristján í essinu sínu að elda ofan í fjölskylduna. Með honum á myndinni eru börnin hans Rannveig með Þóreyju Ingvarsdóttur á handleggnum og Víkingur sem heldur á Völu Ingvarsdóttur, eiginkonan Sigurjóna sem heldur á Júlíu Ingvarsdóttur og tengda- dóttirin Katia sem heldur á Kristjáni litla Ingvarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kjúklingur með sítrónu Kjúklingabringur 1-2 pakkar eftir fjölda í mat. Smjör Ólífvuolía, ljós 1 sítróna Ég sker bringurnar í þunnar sneiðar og ber þær létt, þannig að þær verði þunn- ar. Salta og pipra sneiðarnar áður en ég steiki þær á pönnu upp úr samblandi af bræddu smjöri og léttri ólívuolíu. Þegar kjúklingurinn er steiktur bæti ég smjöri á pönnuna (saman við kjúklinginn) og þegar það er vel bráðið kreisti ég eina sítrónu yfir dásemdina – ed ecco tutto é pronto! Sítrónan gerir kjúkling- inn gullinbrúnan og sítrónu smjörsósan er fín ofan á hrísgrjónin. Fennikusalat 1 fennika 1 appelsína Salt Pipar 1 pk. Snowpeas (sykur- baunir) Fennikan er skorin í hárfínar sneiðar, sett í skál og krydduð létt með salti, pipar og grænni ólívuolíu. Appelsínan er afhýdd og líka skorin í þunnar sneiðar og blandað saman við fennikuna. Sykurbaunirnar eru steiktar upp úr smjöri, svo skelli ég smá hvít- víni yfir og læt malla. Eplakaka Svönu Í desert er uppáhalds- kakan mín. Jóna fékk uppskriftina hjá kven- skörungnum Svönu, systurdóttur minni. 125 g sykur 125 g smjölíki 125 g hveiti 2 stk. egg 1/2 tsk. lyftiduft 2 msk. mjólk eða rjómi 1 tsk. vanilludropar 2 epli Hrært í vél, eplin skorin í sneiðar og raðað ofan á, kanilsykri stráð yfir og bakað við 200° C í 20-30 mín. Borin fram volg með þeyttum rjóma eða ís. KJÚKLINGUR KRISTJÁNS OG EPLAKAKA SVÖNU Léttur réttur FYRIR FJÖLSKYLDUNA FOOD & FUN hátíðin verður haldin dagana 24. til 28. febrúar. Heiðursgestur verður René Redzepi, yfirmatreiðslumaður NOMA í Kaupmannahöfn. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Snitzel samloka Kaffi tería Perlunnar á 4. hæð Snitzel samloka með súrsuðum rauðlauk, fersku káli og piparrótarsósu Allt í steik 4ra rétta veisla frá 4.990 kr. Aðeins 790 kr. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.