Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 22

Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 22
 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR2 Samtökin Handverk og hönnun efndu til þemasýningar í fyrra þar sem þau fengu nokkra hönn- uði til að velja annan hönnuð með sér til samstarfs. Skilyrðin voru að hönnuðurinn sem fyrir valinu yrði, væri að vinna með ólíkt efni og væri á ólíkum aldri. Sigríð- ur segist alltaf hafa verið mikill aðdáandi verka Kristínar og hún hafi því beðið hana um að vinna með sér. „Í svona samstarfi skipt- ir líka máli að hönnuðir eigi skap saman og ég vissi vel hvað Krist- ín er skemmtileg af samstarfi okkar í Kirsuberjatrénu. Ég varð því mjög glöð þegar hún var til í að vinna þetta með mér,“ segir Sigríður. Að sögn Sigríðar var mikil áskor- un að koma leir og ull saman í eitt- hvað sem myndi virka en þær stöllur enduðu með því að útbúa stell sem samanstendur af bollum, skálum og boxum, þar sem litaglaðar kúlur úr þæfðri ull skreyta postulínið. Stell- ið kölluðu þær Flökkukindastell og bjuggu til skemmtilega þjóðsögu í kringum það. Upplagið af stellinu sem er til sölu er lítið enda var það fyrst og fremst gert fyrir sýningu Handverks og hönnunar. Stellið er til sýnis í bakherbergi í Kirsuberja- trénu á Vesturgötu. - jma Stell úr steyptu postulíni og ull Þær Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður og Kristín Sigríður Garðarsdóttir leirkerasmiður eru nýbúnar að opna sýningu á afar skemmtilegu stelli sem þær unnu saman. Stellið er úr steyptu postulíni þannig að formið er afskaplega hreint. Glænýir endur- unnir treflar eftir Sigríði Ástu eru einnig til sýnis í bakherberginu. Sigríður Ásta Árna- dóttir textílhönnuður og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir kera- míker unnu saman afar skemmtilegt stell sem kallast Flökkukind. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N GJAFAPAKKI er skemmtileg hugmynd sem Office 1 býður upp á. Þar er hægt að kaupa umslag með gafabréfi að flugi, dekri, hestaferð, matreiðslunámskeiði og fleira. Mikið úrval af saltkristal lömpum og kertastjökum. ditto.is Smiðjuvegi 4, græn gata. Kópavogi. Sími 517-8060 www.ditto.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.