Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 26
2 föstudagur 29. janúar núna ✽ nýtt og ferskt þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Ritstjórn Anna M.Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 helgin MÍN H inn vinsæli sjónvarpsþáttur Nýtt útlit, með hárgreiðslu- og förðunarmeistaranum Karl Berndsen, er væntanlegur aftur á skjáinn. „Ég er að byrja að taka upp 8. febrúar. Við ætlum að hafa þáttinn með svolítið öðru sniði, því ekki viljum við ekki vera með neinar gamlar lummur. Ég ætla nú ekki að uppljóstra um breyt- ingarnar strax, en þarna verður dálítið af einstaklingum sem fólk ætti að kannast við,“ segir Karl, þar sem hann var staddur á stof- unni sinni, Beauty barnum. Fyrir jólin gaf Karl út ítarlegt kennslumyndband í förðun, sem mæltist vel fyrir hjá ís- lenskum konum og seld- ist í meira en 4.000 eintök- um. Frést hefur af útrás mynd- bandsins til Austur-Evrópu en nú hafa fleiri lönd bæst í hópinn, meðal annars Bretland, Grikk- land og Kýpur. „Myndbandið mitt verður til sölu í sjónvarpsmark- aði í Bretlandi. Það er ein stærsta sjónvarpsstöðin í Bretlandi sem vill fá hann þýddan,“ segir Karl, sem er ekkert undrandi yfir vin- sældum myndbandsins, þar sem ekki sé fátt sé um fína drætti á þeim markaði í Evrópu. „Það er hægt að fletta kennslubók um förðun, en það er einhvern veg- inn ekki eins sterkt og þetta sjón- ræna. Og svona kennslumynd- bönd eru ekki til Evrópu, nema þá í tengslum við ákveðin snyrti- vörumerki.“ Annars hefur komið Karli á óvart hvaða konur voru opn- astar fyrir disknum hér heima. „Hugmyndin með þessu hjá mér var að ná til kvenna frá þrítugu og upp í fimmtugt. En það kom mér á óvart að það voru einmitt þær yngri og þær eldri sem voru spenntastar fyrir hugmynd- inni. Mér finnst eins og marg- ar konur hugsi „æ, ég er búin að gera þetta svo lengi, ég þarf ekk- ert að læra neitt úr þessu!“. En flestar konur hefðu gott af því að öðlast meiri þekkingu og sjá að þær gætu gert þetta svo miklu betur. Þetta snýst um að ná fram fegurðinni, og hvað hver og ein getur gert til að endurbæta sjálfa sig.“ - hhs Karl Berndsen herjar á Evrópumarkað með kennslumyndband sitt: TIL SÖLU Á BRESKUM SJÓNVARPSMARKAÐI Karl Berndsen Segir konur á milli þrítugs og fimmtugs halda að þær þurfi ekki að læra að farða sig úr þessu. Það sé misskilningur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Útsalan er á síðustu metrunum í versluninni Fabelhaft á Lauga- veginum og lýkur nú um helgina. Þá taka við flutningar hjá hönn- uðunum Thelmu Björk og Dúsu en þær ætla að flytja sig um set og fara aftur á Miðstrætið þar sem þær eru einnig með vinnu- stofu. „ Okkur gafst bara svo lít- ill tími til að hanna og sauma á meðan búðin var á Laugavegin- um. Þetta eru langir vinnudagar og við vorum bara að afgreiða. Með því að færa okkur aftur á gamla staðinn verður þetta auð- veldara og skemmtilegra fyrir okkur,“ segir Thelma. Fatnað- ur frá merkinu Go With Jan eftir Guðjón Tryggvason verður áfram fáanlegur hjá Fabelhaft ásamt Thelmu Design og Skaparanum. Nýjar línur munu svo líta dags- ins ljós á Reykjavík Fashion Festi- val nú í mars. Fabelhaft flytur á Miðstræti 12 Skálholtsstígsmeg- in á mánudaginn. - amb Fabelhaft flytur af Laugaveginum Nýjar línur væntanlegar í vor. Thelma og Dúsa flytja sig um set eftir að útsölu lýkur. Jón á leikskólanum Jón Gnarr ætlar að sópa til sín væntanlegum atkvæðum en eins og hefur ekki farið framhjá neinum stefnir hann á að komast í borg- arstjórn fyrir Besta flokkinn sinn. Fyrir helgina sást hann spranga um lóð leikskóla í miðbæ Reykja- víkur, þar sem hann heilsaði upp á börnin með bros á vör og flutti fóstrunum framboðsræður. Sagð- ist hann meðal annars lofa því að gefa mörg loforð í aðdraganda kosninga. Hins vegar ætli hann að brjóta hvert eitt og ein- asta. Með Jóni voru tveir fyndnir karlar, þeir Auddi og Sveppi, og tökulið sem náði öllu saman á filmu. Aðdáendur hönnuðarins Bern- hards Wilhelm munu taka gleði sína í Kron Kron nú um helgina en þar verður sleg- ið upp sérstökum Bernhard Wilhelm-dögum þar sem flík- ur eftir hann eru á hálf- virði en meðal ann- ars er hægt að festa kaup á hium frægu köflóttu og víðu kjólum og skyrtum sem hafa verið afar vinsælar í vetur. Tilboðið stend- ur yfir fram á næsta miðviku- dag og heitt kaffi á könnunni. Köflóttir dagar REBECCA ERIN MORAN, LISTAKONA Ég ætla að æpa yfir handboltaleikjum, borða beikon í morgunmat og drekka svo viskí á Bakkusi á meðan ég hlusta á Einar Sonic þeyta skífum á föstudagskvöldið. Svo ætla ég að leika mér með nýju 16 mm tökuvélina mína. 160 manns þrá að finna ástina Skráning stefnumótaþáttar- ins Djúpu laugarinnar hefur farið gríðarlega vel af stað en yfir 160 manns hafa skráð sig á fyrstu vik- unni. Sýningar hefjast 12. febrúar en fólk verður að hafa náð 20 ára aldri til þess að geta skráð sig. Ragn- hildur Magnúsdóttir og Tobba Mar- inósdóttir eru einnig farnar af stað með leit að skemmtilegum pörum sem kynntust á óvenjulegan máta og spyrja spurninga eins og hvað virkar og hvað ekki. SMART OG SÆT Rússneska leik- konan Olga Kurylenko var glæsileg á sýningu Chanel á tískuvikunni í París sem nú stendur yfir. Lærisveinn Nerdrums sýnir Þrándur Þórarinsson hefur vakið athygli fyrir málverk sín en hann nam málaralistina hjá Íslandsvinin- um fyrrverandi, Oddi Nerdrum. Þrándur sýnir nú verk sín í veitingahúsinu Geysi í Aðal- stræti og verkin eru hluti af sýningu Þrándar sem nefndist Áfangar og haldin var í 101 Gall- eríi. Þrándur tók bílpróf á síðasta ári og ætlaði að láta gamlan draum rætast, ferðast um landið og mála einhverja merkis- staði. En draum- urinn endaði þar sem hann hófst, á vinnustofu listamannsins í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hann mál- aði tólf olíumálverk upp úr Áföng- um, ferðakvæði Jóns Helgasonar frá 1939.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.