Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 28
4 föstudagur 29. janúar ✽ b ak v ið tj öl di n Nemendamót Verzlunar- skóla Íslands frumsýnir söngleikinn Thriller í Loftkastalanum næsta miðvikudag. Höfundur handritsins og leikstjóri verksins, Ívar Örn Sverrisson, þekkir væntingarnar sem nem- endur skólans bera til hinnar árlegu sýningar af eigin raun. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson É g var ráðinn til þess að leikstýra söng- leiknum síðastlið- ið sumar og við byrj- uðum strax að velta fyrir okkur hvað við ættum að setja á svið. Í þeim pælingum miðjum féll poppkonungurinn sjálfur frá og okkur fannst ekki annað hægt en að halda minn- ingu þessa merka listamanns á lofti með splunkunýjum söng- leik,“ segir Ívar Örn, sem fór þá beint í að semja handritið. Margir bíða árlegra söngleikja Verzló með eftirvæntingu, ekki einungis nemendur skólans held- ur fólk á öllum aldri úr öllum krókum og kimum samfélagsins. Sýningarnar eru alltaf metnaðar- fullar og að sjálfsögðu kapp lagt á að gera betur en á síðasta ári. Ívar Örn tók sjálfur þátt í upp- færslu Mambó Kings, þegar hann var nemandi við skólann. Hann segir það hafa verið mjög gaman að taka þátt í því á sínum tíma og ekki síður núna sem leikstjóri. „Það komu yfir 400 manns í prufur fyrir sýninguna og ég og Jón Ólafs- son, tónlistarstjóri sýningarinnar, gátum valið úr stórum hópi hæfi- leikafólks. Stella Rósenkranz, sem semur dansana, sá svo um dans- prufurnar og hópurinn styrktist enn frekar með innkomu dans- aranna.“ Sýningin er fjölmenn, með 28 persónur og tólf dansara. Nokk- ur atriði eru unnin í spuna á æf- ingum, þannig að leikendur eiga mikið í sýningunni. Nemendur skólans sjá raunar sjálfir um allt sem að sýningunni snýr, svo sem að byggja leikmynd, markaðssetja og sauma búninga. BAD OG MAN IN THE MIRROR Þetta er í annað sinn sem Verzló setur upp söngleik undir nafninu Thriller. Söngleikirnir tveir eru þó ekkert líkir, að öðru leyti en því að stuðst er við svipað lagaval. „Við bættum þó við nokkrum nauðsynlegum lögum, eins og Bad og Man in the Mirror,“ segir Ívar, sem veit vel hvað hann syngur, því hann hefur sjálfur verið mikill Jackson-aðdáandi frá árinu 1995, þegar History kom út. „Michael Jackson var flottur listamaður og það sem gerði hann ekki síst spennandi var þessi sterki stíll sem hann bjó til í söng og dansi. Það eru fáir í heiminum sem geta apað það eftir, ef þá nokkrir. Við gerum okkar besta og eru langflest lögin í upprunalegri tóntegund hjá okkur. Í söngleiknum okkar segir af ungum manni að nafni Jackson M. Thriller. Hann kemur nýr inn í ónefndan menntaskóla í ónefnd- um bæ. Hann er ekki eins og fólk er flest og mætir strax andstöðu fyrir að vera öðruvísi. Sögusagnir fara á kreik, yfirnáttúrulegir hlutir fara að gerast í bænum og auðvit- að liggur Jackson undir sök þegar allt fer úr böndunum. Svo fléttast inn í ástarsaga og átök verða milli tveggja gengja. Lögin túlka tilfinn- ingar Jacksons og annarra persóna í sögunni. Við leggjum mikið upp úr stórum dansatriðum og snörp- um leiknum senum.“ Til að sækja sér innblástur fyrir söguna stúderaði Ívar líf Jack- sons, myndböndin hans og tón- list. Sagan er ekki æviágrip en skrifuð undir áhrifum frá tónlist- inni hans og hvernig manneskja hann ímyndaði sér að Jackson hefði verið. PLÚSAR OG MÍNUSAR Ívar er menntaður leikari og út- skrifaðist úr leiklist við Listahá- skóla Íslands árið 2002. Síðan hefur hann meira og minna unnið sem leikari og nú nýverið er hann byrjaður að leikstýra. „Ég hef bæði upplifað að vera fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu og svo sjálfstætt starfandi og hvort fyrir sig hefur sína plúsa og mínusa. Maður er ekki eins listrænt frjáls á samningi og hefur ekki eins mikinn tíma og orku til að sinna eigin hugð- arefnum. Og svo eru það stund- um ótryggar tekjur þegar maður er sjálfstætt starfandi. Mér finnst hins vegar ágætt að blanda þessu saman.“ Um tveggja ára skeið var Ívar í hlutverki Stígs í Stundinni okkar og lék þar á móti Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur, sem var í hlut- verki Snæfríðar. „Á þeim árum var sonur minn þriggja til fjögurra ára og ég hélt að ég myndi aldeilis skora stig hjá honum fyrir að leika í Stundinni okkar. En það varð ekki úr því. Honum fannst þetta bara hálf- skrítið, að sjá mig svona lítinn innan í sjónvarpinu á sama tíma og ég sat við hliðina á honum í sófanum. En það kom þó fyrir að hann varð stoltur af mér, sérstak- lega þegar einhverjir krakkar voru að heilsa mér úti á götu.“ STÚDERAÐI LÍF MICHAELS JAC Hvaða dagdrauma áttu? Ég er ekki mikill dagdreymari. Fæ útrás fyrir hugmyndir mínar spontant uppi á sviði. Leikverk sem þig langar að setja upp? Væri til í að setja upp gamanleik eftir Shakespeare og annan söngleik jafnvel. Listamaður í uppáhaldi? Kvikmyndagerðarmaðurinn Federico Fellini er í miklu uppáhaldi. Falin íslensk perla? Elliðaárdalurinn. Fallegasti staður sem þú hefur heim- sótt? Japan. Þar eru borgirnar svo hreinar og fólkið svo fallegt. Lífsmottóið þitt? Just do it! Ef ekki leikari, þá hvað? Ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður, leikstjóri, málamiðlari, leynilögreglumaður. Fjölhæfur Ívar Örn er leikari en líka liðtækur dansari. Hann verður einn átta karlmanna sem koma fram í verkinu Bræður, eftir þær Ástrós Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur, sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.