Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 34
Örlygur Smári hefur unnið með helstu popp- tónlistarmönnum þjóðar- innar á síðustu árum og átt fjölmarga smelli. Hann gerir út frá bílskúrnum sínum í Vatnsendahverf- inu þar sem hljóðverið hans er. Hann kallar það Poppvélina. Örlygur segist reyna að vera með sem einfaldasta uppsetningu í hljóðverinu svo flest af því sem hann þarf sé aðgengilegt á einfaldan hátt. „Hugmyndir koma oft skyndilega og þá finnst mér mikilvægt að geta brugðist skjótt við til að heyra strax hvort þessar hugmyndir virki. Þess vegna vinn ég mikið „in the box“ eins og það er oft kallað. Þá vinn ég hlutina í tölvunni minni og er með forrit sett upp og tilbúin til notkunar, software-synta, samplera og slíkt. Ég nota minna af utanáliggjandi vélbúnaði, sem þarf að tengja og setja upp, til að stöðva ekki vinnuflæðið þegar það kemur. Ég er svo sem ekki mikill græjukarl, og þó. Ég get alveg viðurkennt að ég hef alltaf verið veikur fyrir blikkandi ljósum í hljóðverum, he he he. Græjur búa samt sjaldnast til betri tónlist og þar af leiðandi íhuga ég það alltaf vel áður en ég fæ mér eitthvað nýtt.“ Örlygur var tólf ára þegar áhugi hans á því að skapa eigin tónlist kviknaði. „Ég og bróðir minn, Bergþór Smári, fengum gamlan gítargarm frá ömmu okkar og þannig byrjaði þetta. Þetta var gamall nælonstrengjagítar. Ég varð aldrei sérlega lipur í sólóun- um eða að „pikka upp“ lög ann- arra og fór því frekar að reyna að búa til mín eigin lög. Bróðir minn varð hins vegar strax miklu betri en ég og er það enn þá. Hann er í dag í blúshljómsveitinni Mood. Fyrsti rafmagnsgítarinn sem ég komst í var rauður Hondo sem Beggi bróðir keypti sér á 5.500 krónur. Minn fyrsti rafmagnsgítar var svo amerískur Fender Strato- caster sem ég keypti 1994 þegar ég var að vinna í Hljóðfærahúsinu. Ég á þennan gítar enn í dag og hann er aðal gítarinn minn. Ég sem tónlist ýmist á gítar eða á hljómborð, sem ég kann aðeins að gutla á. Maður nálgast tónlistina með mismunandi hætti eftir því hvort maður er að semja á gítar eða hljómborð.“ Örlygur var í ýmsum ballbönd- um á 10. áratug síðustu aldar, meðal annars hljómsveitinni Kirsu- ber sem spilaði „upp í barskuldir á Gauknum“, eins og Örlygur orðar það. Segja má að tónlistarferill Örlygs hafi snúist um 180 gráður þegar hann fór í hljóðupptökunám til Svíþjóðar upp úr aldamótunum. „Þá kynntist ég vinnuferlinu sem ég nota enn þann dag í dag,“ segir hann. „Á þessum tíma var ég svo heppinn að fá tækifæri til að starfa með frábærum lagahöf- undum og pródúserum í alls kyns tónlistarverkefnum og svo leiddi bara eitt af öðru. Það má segja að tilviljun hafi ráðið því að þessi poppaða danstónlist varð það sem ég er hvað mest í.“ Örlygur vinnur á Logic Pro- upptökuforritið frá Apple, en hér á landi nota flestir Pro Tools. „Ég tel mig ekki vera góðan hljóðfæra- leikara og því hentar það mér vel að geta snurfusað og bætt tón- listina eftir á í tölvunni. Reyndar er í dag nær öll popptónlist löguð eftir á hvort sem hún er leikin á hljóðfæri eða unnin í MIDI.“ Fagmenn hlusta á annan hátt á popptónlist en leikmenn. „Þegar maður er að vinna við þetta hlustar maður kannski meira eftir nýjum sándum og útsetningunum en annað fólk. Maður slítur hlutina kannski í sundur og skoðar þá þannig. Það eru svo margir góðir pródúserar að gera flotta hluti í dag. Má þar til dæmis nefna Timb- aland og RedOne sem hafa komið með nýjan hljóm í poppið. Annars finnst mér oft ferlega gott að hlusta á eitthvað gamalt og gott ef ég kemst í öngstræti með mínar lagasmíðar og útsetningar og núll- stilla mig svo að segja. Þá leita ég í Bítlana, enda gott að minna sig á hvað hægt var að gera flotta hluti með mjög takmarkaða tækni. Líka sérstaklega þegar mann langar að kaupa sér einhverja nýja græju í stúdíóið. Það sem skiptir mestu máli er það sem þú ert með í kollinum, ekki það sem þú ert með í stúdíóinu.“ drgunni@frettabladid.is NÚLLSTILLIR SIG MEÐ BÍTLUNUM Það sem skiptir mestu máli er það sem þú ert með í kollinum, segir Örlygur Smári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓTAKASSINN Logic Pro (þungamiðjan þar sem allt gerist). RME Fireface 400, Vintagedesign M81Dmk2 formagnari, Focusrite Liquidmix (vintage compressor and eq), TC Power- core plugins. Hinir og þessir mækar, Neumann, Rode og SE. Milli 20 og 30 softsyntar og fleiri hundruð gígabæt af sánd- um sem ég hef safnað um árin. Nýjasta græjan er UAD-kort frá Universal Audio sem ég fékk mér í Makkann. ÖRLYGUR PRÓDÚSERAÐI Allt fyrir ástina, Internation- al, Ísland er í lagi?, Betra líf, Er þetta ást, TF-Stuð (endurgerð) og Sama hvar þú ert (endurgerð) með Páli Óskari. Give Me Sexy, Control og Jealousy með Haffa Haff. This Is My Life með Eurobandinu og margt fleira. Frekari upplýsingar og hljóðdæmi er hægt að finna á: www.facebook. com/poppvelin. VERKEFNIN FRAM UNDAN Er að vinna lög á væntan- legar plötur fyrir Haffa Haff og Heru Björk sem að öllum líkindum koma út á árinu. Er einnig að leggja drög að næstu plötu Páls Óskars. Hvenær hún kemur út er óvíst en líklegt er að nokkur ný Palla-lög líti þó dagsins ljós á árinu. POPPGÚRÚ: ÖRLYGUR SMÁRI OG POPPVÉLIN ALLTAF VERIÐ VEIKUR FYRIR BLIKKANDI LJÓSUM Örlygur Smári er mikill Eurovision- maður. Það vita ekki allir að hann samdi lagið Tell Me sem Einar Ágúst og Telma Ágústsdóttir fluttu í Eurovision árið 2000 og lentu í 12. sæti. Tónastöðin er með meiriháttar úrval magnara í öllum stærðum og gerðum frá heimsþekktum framleiðendum! Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. gerðu tónlist á makkann þinn Í fremstu röð í framleiðslu á hljóðversbúnaði. nýtt í Tónastö ðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.