Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 35

Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 35
Apple kynnti á miðviku- daginn nýjustu græjuna sína iPad. iPad er svo- kölluð töflutölva, lítur út eins og risastór iPhone og virkar á svipaðan hátt. Hún er örþunn, en öflug miðað við það; með 1GHz Apple A4 örgjörva og kemur með 16, 32, 64 gígabæta hörðum diski. Hún vegur aðeins rúmt kíló og er um sentimetri á þykkt. Tölvan hefur ýmsa kosti. Eins og iPhone þá styður iPad hugbúnað frá þriðja aðila. Eftir að Apple opnaði App-verslunina hafa for- ritarar heldur betur tekið við sér og gríðarlegt magn af leikjum og hugbúnaði kemur út á hverjum degi – Apple að kostnaðarlausu. Neytandinn hagnast einnig og þarf ekki að bíða eftir að forritin komi frá Apple. iPad er einnig ódýr og verðið er frá 500 dollur- um, eða um 60 þúsund krónum erlendis. Flestir höfðu spáð því að tölvan myndi kosta frá þúsund dollurum. Þá hefur Steve Jobs, forstjóri Apple, lofað að rafhlaðan endist í allt að tíu klukkutíma á meðan fólk horfir á myndbönd og allt að mánuð í bið. Það er fáránlega gott, en það er spurn- ing hvort að það gangi eftir. En iPad er ekki fullkomin. Ofur- rafhlaðan er innbyggð, þannig að það er ekki hægt að skipta henni út ef hún klikkar. Ódýrasta iPad- tölvan styður ekki 3G háhraðanet, þannig að það þarf að borga að minnsta kosti 629 dollara fyrir það. Tölvan keyrir á sama stýrikerfi og iPhone, en einhverjir hefðu viljað sjá tölvuna keyra OS X-stýrikerfi Apple. Stór galli við kerfið er að það styður ekki Flash, en stór hluti Netsins keyrir á því sem þýðir að stóran hluta af Netinu mun hreinlega vanta. Ljóst er að iPad mun þróast hratt á næstu misserum og þá sjáum við hvernig tölvan kemur út og fyrir hvern hún er í raun og veru. Tölvan er einhvers konar millistig milli síma og fartölvu og menn velta fyrir sér hver á eftir að nota hana. Við spyrjum að leikslokum. POPPGRÆJUR: KOSTIR OG GALLAR IPAD ÞUNN, ÖFLUG EN EKKERT MAC OS X IPAD KYNNT Steve Jobs, for- stjóri Apple, kynnti iPad á mið- vikudag við hátíðlega athöfn. ■ ÍSLENDINGAR BYRJAÐIR AÐ PANTA Samkvæmt upplýsingum frá Apple-umboðinu á Íslandi er fólk þegar byrjað að panta iPad. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist umboðinu, en óvíst er hvað tölvan kemur til með að kosta á Íslandi. Þá er óvíst hvenær hún kemur til landsins, en sala í Bandaríkjunum hefst í mars eða apríl. Þá má búast við að sala hefjist á Íslandi um fjórum vikur síðar. Talið er að Steve Jobs hafi geymt gamlan BMW í stofu í fjórtán herbergja villu sem hann keypti árið 1984 og seldi tíu árum síðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.