Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 36
8 • Hafnfirðingurinn Friðrik Dór Jónsson vakti verðskuldaða athygli síðastliðið sumar með laginu Hlið við hlið. Það náði öðru sæti á vinsældarlista FM 957 og var jafnframt þriðja vin- sælasta íslenska lag síðasta árs á útvarpsstöðinni, sem hlýtur að teljast góður árangur fyrir tónlistarmann sem er að stíga sín fyrstu skref. Nýj- asta lagið hans, Á sama stað, sem hann samdi með Erpi Eyvindarsyni, hefur einnig fengið góðar viðtökur að undanförnu og er til að mynda farið að hljóma á Bylgjunni. „Það má segja að þetta ævintýri sem er byrjað núna með þessari R&B-tónlist fari í gang í sambandi við Versló. „Við félagarnir settumst niður og skrifuðum drög að söngleik og lögðum fyrir Verslunarskólann. Við ætluðum að selja þeim þetta og það fóru fram einhverjar viðræður en það endaði með því að þeir tóku annað,“ segir Friðrik Dór. „Þannig að ég tók Hlið við hlið sem ég var búinn að skrifa fyrir þann söngleik og ákvað að taka það upp sjálfur og prófa. Það gekk svona helvíti vel.“ Friðrik fékk smjörþefinn af tón- listarbransanum þegar hann var í Versló og hefur ekki litið um öxl síðan. Hann söng í tveimur söng- leikjum, Welcome to the Jungle og Á tjá og tundri og fékk þar dýrmæta reynslu á sviði. „Það var ótrúlega fínn stökkpallur að syngja í Versló því þar fær maður að vinna með fagfólki. Ég var að vinna mikið með Jóni Ólafssyni, Gunna Helga og svona gaurum og það var mjög gaman. Maður fær smjörþefinn af því hvernig þetta er og í framhaldi af því þá finnur maður að þetta er eitthvað sem mann langar að gera.“ Frumraun Friðriks gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því titillagið í Welcome to the Jungle hlaut gagn- rýni úr óvæntri átt þegar það var tilnefnt til Gullkindarinnar á X-inu 977 sem versta lag ársins. „Sem betur fer vann það ekki en þetta var svo sem ekkert meistaraverk. Það var bara gaman að þessu,“ segir hann og hlær. „Ég skellti bara skuldinni á alla aðra en sjálfan mig og sagði öllum að þetta væri fyrir eitthvað annað en sönginn.“ Friðrik útskrifaðist úr Versló vorið 2008 og haustið eftir ákvað hann að fara í Iðnskólann í Hafnarfirði. „Það hafði lengi blundað í mér draumur um að verða grafískur hönnuður eða arkitekt. Ég ákvað að tékka á því en það fór ekki betur en svo að ég var staddur með tuttugu fer- tugum konum í tíma. Ég gafst upp eftir eitt ár,“ segir hann. Eftir þessa lífsreynslu ákvað hann að skrá sig í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands þar sem hann kann betur við sig. Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt R&B-lag lítur dagsins ljós hér á landi. Miðað við vinsældir Friðriks virðist þessi tónlistarstefna loksins eiga möguleika á að festa rætur hér á landi. „Það er ekki oft sem svona tónlist er sungin á íslensku,“ viðurkennir Friðrik. „Það er svo ótrú- lega auðvelt að detta í að vera hálf halllærislegur við að reyna of mikið, sem ég hef haft á tilfinningunni þegar ég hef heyrt svona á Íslandi,“ segir hann. „Maður verður að þora að vera lúmskt hallærislegur en má samt ekki missa sig. Ég er að reyna að dansa á þessari línu. Einu áhyggjurnar sem ég hafði voru þær hvort fólk myndi bara hlæja að þessu af því að þetta væri á íslensku. En mig langaði að prófa þetta og sjá hvernig það færi í mannskapinn,“ segir hann. „Ég verð var við það sjálfur að í kjölfarið á þessu lagi eru fleiri sem eru að koma út úr skápnum með svona tónlist. Ég ætla ekki að eigna mér það alveg sjálfur að það sé að kvikna áhugi en það er gaman að það skuli fleiri vera að fikta við þetta.“ Friðrik hefur fengið góðan stuðn- ing úr vinahópnum það sem af er tónlistarferlinum og er mjög þakklát- ur fyrir það. „Það hefur verið þvílíkt gaman að því. Ég hef verið að spila í Keflavík og þeir koma í tugum að fylgjast með manni bæði þar og úti um allt. Þeir eru að taka rosalega vel í þetta,“ segir hann. Einnig hafa fyrrum félagar hans úr fótboltanum verið duglegir að mæta á tónleikana. „Þeir eru sáttir við að kallinn er ekki alveg glataður þótt hann hafi nú ekki getað neitt í fótbolta.“ En hvað með stelpurnar. Eru þær ekki vitlausar í þig? „Það eru ein- hverjar sem hafa verið að koma og tékka á manni en ég er samt á bullandi föstu.“ ÞORIR AÐ VERA LÚMSKT HALLÆRISLEGUR Hafnfirðingurinn Friðrik Dór Jónsson átti þriðja vinsælasta íslenska lagið á FM 957 á síðasta ári. Hann er að undirbúa sína fyrstu sólóplötu sem er væntanleg á árinu. ORÐ: Freyr Bjarnason MYND: Valli Í UPPÁHALDI HJÁ FRIÐRIKI: Justin Timberlake Neo Chris Brown Rihanna Jay-Z Kanye West ERPUR KLÁRARI EN MARGUR HELDUR Friðrik Dór hefur starfað náið með þeim Inga Má Úlfarssyni og Jóhannesi Bjarkasyni úr upptökuteym- inu Reddlights. Þeir eru að vinna að fyrstu sólóplötu hans og einnig eru þeir að leggja lokahönd á nýja sólóplötu Erps Eyvindar- sonar. Lagið Á sama stað sem Friðrik samdi með Erpi varð einmitt til í gegnum þá. „Hann samdi sín vers og það var virkilega gaman að vinna með honum. Hann er bara flottur gaur og örugg- lega klárari en margur held- ur,“ segir Friðrik um Erp. Hann bætir við að sólóplata sín sé á réttri leið. „Hún kemur vonandi út í kringum sumarið. Við erum að reyna að búa til gæðapopp og viljum ekki drífa okkur of mikið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.