Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 38

Fréttablaðið - 29.01.2010, Side 38
4 • Útidúr byrjaði sem þriggja manna hljómsveit í febrúar í fyrra. Síðan þá hefur hún fjölgað sér eins og kanínufjölskylda – þó að það þekkist reyndar ekki í náttúrunni að þrjár kanínur fjölgi sér saman. Í dag skipa hljómsveitina tólf manns, háskóla- og tónlistarnemar og fólk á almennum vinnumarkaði; Gunnar Örn Egilsson syngur og spilar á gítar, Gunnar Gunnsteinsson spilar á kontrabassa, Helga Jónsdóttir, Sigrún Inga Gunn- arsdóttir og Mæja Jóhannsdóttir spila á fiðlur, Kristinn Roach Gunn- arsson leikur á píanó, Lárus Guðjóns- son trommar, Rakel Mjöll Leifsdóttir syngur, Ragnhildur Gunnarsdóttir blæs í trompet, Salka Sól Eyfeld og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir spila á harmonikkur og fleira og Úlfur A. Einarsson spilar á gítar. Undirritaður skilur ef lesendur vilja standa upp og sækja sér ískaldan svaladrykk eftir þessa mögnuðu lesningu. Fjórir meðlimir Útidúrs mættu í koníaksstofu Popps í Skaftahlíð á furðulega hlýjum janúardegi. Til að gæta jafnréttis voru kynjahlutföll- in hnífjöfn: Salka, Rakel, Kiddi og Gunnar. Kiddi var þreyttastur, byrj- aði viðtalið á þreföldum espresso og Gunnar mætti of seint. Þeir höfðu verið að til klukkan fimm um morguninn að taka upp tvö lög, en annað ætti að byrja að óma á öldum ljósvakans innan fárra vikna. Það lá beinast við að byrja á byrjuninni … Af hverju eru þið svona mörg? Rakel: „Af því að það hljómar svo miklu betur.“ Kiddi: „ … og það er miklu skemmti- legra.“ Rakel: „Eins og á hljómsveitaræf- ingum, þar sem við erum kannski bara sex – þá er þetta bara flatt.“ Salka: „Ef allir mæta þá erum við eins og sinfóníuhljómsveit þar sem allir þurfa að stilla sig og svona.“ Plata fyrir Airwaves Útidúr ætlar að taka upp plötu í sumar og stefnan er að gefa hana út fyrir Iceland Airwaves-hátíðina. Það er stefnan, takið eftir. Meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki alveg vissir um hversu yfirlýsingaglaðir þeir mega vera, en eftir hlátur- blandnar rökræður hefur Kiddi upp raust sína. Kiddi: „Við stefnum á að taka plötuna upp í sumar, en svo kemur bara í ljós hvenær hún kemur út. Við stefnum á að gefa út plötu á árinu.“ Rakel: „Já … jei! (hlær)“ Það er tilkomumikil sjón að sjá Útidúr á sviði, enda ungt og fal- legt fólk með mörg skemmtileg hljóðfæri. Áhrifin sækja þau víða og ska, sígaunatónlist, reggí og djass eru á meðal tónlistarstefna sem þau nefna þegar blaðamaður krefst svara. Kiddi: „Í rauninni er hægt að lýsa Hljómsveitin Útidúr er ekki búin að vera til lengi, en hún er stór miðað við aldur. Tólf manns skipa hljómsveit- ina sem er eins og lítið lýðræðissamfélag. Útidúr tók á dögunum þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands, komst í úrslit og hafnaði í þriðja sæti. 12 MANNA S FJÖLMENNI Á ÆFINGU Þótt ótrúlegt megi virðast þá vantar nokkra meðlimi hljómsveitarinnar á þessa mynd. Fjöldinn er samt eins og í fermingarveislu. ALLT UM EM 2010 Í HANDBOLTA Á » VEF TV EM 2010 Í SAMSTARFI VIÐ ICELANDAIR » SÉRFRÆÐINGAR SPÁ Í SPILIN » HANDBOLTABLOGG » BEINAR LÝSINGAR FRÁ LEIKJUM ÍSLANDS » GETRAUNALEIKUR BETSSON OG VÍSIR.IS ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.