Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 40
12 • Mamma „Mér hefur nú alltaf fundist hann Denzel óttalega sætur, en mynd um einhvern trúboða sem ferðast um fúll á svip og tekur í lurginn á fólki er ekki fyrir mig. Ég er miklu frekar til í að koma með þér á nýju myndina með Alec Baldwin, Steve Martin og Meryl Streep.“ Bíónördinn „Denzel Washing- ton og Gary Old- man eru frábærir saman í þessari og ef þeir tveir og endurkoma Hughes-bræðranna nægir þér ekki þá ertu ekki mikill kvikmynda- áhugamaður. Myndin er samt því miður ekki alveg eins spennandi eða fyndin eins og hún vill vera.“ Vinurinn „Gaur. Ég er alltaf til í að sjá meistara Denzel, hann er alltaf flottur. Þetta er góð mynd og hrikalega töff. Trúarboðskapur- inn er samt kannski einum of, en myndin virkar þó að þú sért ekki strangtrúaður. Hey, já, svo er Mila Kunis góð í myndinni. Hún er líka fáránlega heit.“ Stelpan „Þetta er fín mynd til að bjóða mér á. Á meðan ég dáist að Denzel getur þú dáðst að Milu Kunis. Endirinn var líka flottur vegna þess að hann er svo ófyrirsjáanlegur. Það finnst mér gott vegna þess að ég er alltaf búin að segja sjálfri mér hvernig myndir enda. Mér finnst best að láta koma mér á óvart.“ Denzel Washington er í aðalhlutverki í The Book of Eli sem verður frum- sýnd í kvöld. Myndin er eftir Hughes-bræður, en Denzel leikur mann sem er knúinn áfram af trú á æðri máttarvöld. Myndin gerist 30 árum eftir síð- asta stríðið, en lítið er eftir af heiminum eins og við þekkjum hann. FRUMSÝND Í KVÖLD: THE BOOK OF ELI HÆ, ÉG HEITI ELI Denzel leikur harðjaxl hlaðinn vopnum í The Book of Eli. Safnplata með hljómsveitinni Pavement er væntanleg í búðir 9. mars. Gripurinn heitir Quarantine the Past: The Best of Pavement og kemur út á vegum plötu- fyrirtækisins Matador. Alls verða 23 lög á plötunni, þar á meðal hittarar á borð við Stereo, Cut Your Hear og Shady Lane. Engin áður óútgefin lög verða á plötunni en nokkur sjaldheyrð lög fá engu að síður að fljóta með. Má þar nefna lagið Unseen Power of the Picket Fence sem sveitin átti á safnplötunni No Alternative árið 1993 sem var gefin út til styrkt- ar alnæmissamtökunum. Pavement var stofnuð í Kali- forníu árið 1989 en lagði upp laupana tíu árum síðar eftir að hafa gefið út fimm plötur. Sveit- in hyggur á endurkomu á þessu ári og hefst tónleikaferð hennar um heiminn 1. mars. Meðal viðkomustaða á árinu verða tónlistarhátíðirnar Coachella og Hróarskelda. SAFNPLATA FRÁ PAVEMENT POPPDÓMNEFNDIN Hughes-bræðurnir Hughes-bræð- urnir sendu síðast frá sér myndina From Hell, sem er að mörgum talin afar vanmetin. Hún er með Johnny Depp og Heather Gra- ham í aðalhlut- verkum og er talsvert öðruvísi en ein frægasta mynd bræðranna, Menace II Society, sem er löngu orðin bófaklassík. FRÁ HEIMSENDA Hljómsveitin Ok Go var stofnuð í Chicago í Bandaríkjunum árið 1998 af söngvaranum Damian Kul- ash, Tim Nordwind bassaleikara og þeim Dan Konopka og Andy Duncan, sem núna er hættur. Fyrsta plata sveitarinnar sem hét einfaldlega Ok Go kom út árið 2002 en það var næsta plata, Oh No, sem kom henni á kortið þrem- ur árum síðar. Óvenjuleg tónlist- armyndböndin sem sveitin gerði samhliða útgáfunni átti sinn þátt í því. Myndböndin voru tekin í einni töku og innihéldu undarleg dans- atriði með hljómsveitarmeðlimum í aðalhlutverki. Vöktu þau mikla athygli á Youtube og á endanum hlaut eitt þeirra, við lagið Here It Goes Again, Grammy-verðlaun- in, sem kemur ekki á óvart enda bráðfyndið. Svo fyndið var það að 45 milljónir manna sáu það á Youtube. Myndbandið við smáskífulag- ið This Too Shall Pass af nýju plötunni, Of The Blue Colour Of The Sky, er í svipuðum dúr, bæði skemmtilegt og hugmyndaríkt. Strax í fyrsta lagi plötunnar, WTF, heyrir maður það sem koma skal. Kraftmikið danspopp með sálar- ívafi þar sem þungur taktur og Prince-áhrif eru áberandi. Bestu lög plötunnar eru hið fyrrnefnda This Too Shall Pass og hið dans- væna White Knuckles. Annað er í meðallagi þar sem litlu er bætt við það sem maður hefur áður heyrt í dansgeiranum. Til dæmis kemst Ok Go ekki með tærnar þar sem Hot Chip hefur haft sína hæla undanfarin ár. Eitthvað segir mér þó að Ok Go sé frábær tónleika- sveit og eigi auðvelt með að fá fólk út á dansgólfið í sveittu og trufluðu algleymi. Ef tónlist sveitarinnar væri samt álíka hugmyndarík og myndbönd- in væri hún í miklu, miklu betri málum. - fb ORKURÍKT EN ÓFULLNÆGJ- ANDI DANSPOPP OK GO OF THE BLUE COLOUR OF THE SKY Halaðu niður: This Too Shall Pass STEPHEN MALKMUS Malkmus og félagar í Pavement ætla í tón- leikaferð um heiminn á þessu ári. Þegar Denzel Wash- ington var aðeins 14 ára varð hann háður heróíni, eftir að hafa lent í vafasömum félagsskap á götunni. Hann var ekki sendur í meðferð heldur á heimavistarskóla. R E Y K J A V Í K AL A Ú TS AL A Ú TS AL A Ú T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.