Fréttablaðið - 29.01.2010, Síða 41

Fréttablaðið - 29.01.2010, Síða 41
Army of Two: The 40th Day er ekki leikur sem leikmenn spila einir í dimmu herbergi, þetta er leikur sem hreinlega krefst þess að félagi af holdi og blóði spili með manni. Stuttur og kjánalegur sögu- þráður leiksins fjallar um tvo málaliða, Salem og Rios, og sýnir hvernig þeir skjóta sér leið út úr Shanghaí. Þeim sem freista þess að spila einir í gegnum The 40th Day mun líklega finnast lítið varið í leikinn. Í fyrsta lagi er söguhluti hans óþægilega stuttur, rétt um sex tímar. Grafík leiksins á það til að sýna manni áferðarlitla brúna kassa ásamt því að gervigreind óvina og samherja er alls ekki nógu góð. Sem sagt hálfgerð leikjaútgáfa af B-mynd. Með raunverulegan félaga sér við hlið er upplifunin allt önnur. Hugsun leikmanna breytist og skipulagning árásarinnar verður lykilatriði í lífsbaráttunni gegn þungvopnuðum morðingjum. Þá er leikurinn ekki lengur í B-klassa heldur í algjörum sérflokki hvað varðar skemmtun sem er ofmett- uð af karlhormónum. Viggó I. Jónasson POPPLEIKUR: ARMY OF TWO: THE 40TH DAY TRAUSTUR VINUR … Í SÉRFLOKKI Army of Two er í algjörum sérflokki sé leikurinn spilaður með félaga. Þegar stríð himins og heljar herjar á jörðina er War einn fjögurra hestamanna á heimsenda sem kallaður er til þess að framfylgja fyrirmælum Guðs. Er hann talinn hafa brotið reglu með móðgandi komu sinni og er dæmdur til dauða. Hann er handviss um að einhver hafi komið sökinni á sig og fær hann tækifæri til þess að finna sökudólginn. Þeir spilarar sem eru kunnugir God of War-tvíleiknum ættu að þekkja til bæði helstu stjórnareig- inleika og útlits í Darksiders. Flestir eiginleikar GoW-tvíleiksins eru til staðar í Darksiders, þótt sagan sé örlítið slakari. Þrátt fyrir það reynist leikurinn vera hinn besti og líkt og með GoW-tvíleikinn, reynist Darksiders vera afar ávana- bindandi. Söguþráður leiksins er áhugaverður og eru drýslarnir og englarnir flottir og með áhuga- verðum breytingum frá því sem maður hefði talið sér trú um. Darksiders er góð byrjun á spennandi leikjaári, og ætti að svara blóðþorsta flestra spil- ara þangað til að þriðji God of War-leikurinn tröllríður öllu innan fáeinna vikna. Vignir Jón Vignisson POPPLEIKUR: DARKSIDERS ÁVANABINDANDI Darksiders er afar ávanabindandi. NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 4/5 4/5 4/5 NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 2/5 3/5 3/5 GÓÐ BYRJUN Á LEIKJAÁRINU 8.999 10.499 10.999 11.499

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.