Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 45
29. janúar föstudagur 5 CKSON ÚT Í HEIM MEÐ HAUSTINU Ívar getur andað rólega næstu mánuðina, enda eru plönin fyrir nánustu framtíð óðum að fyllast. Thriller verður í sýningu fram í mars og strax í kjölfar þess fer Ívar að æfa fyrir danssýninguna Bræður, eftir Ástrós Gunnarsdótt- ur og Láru Stefánsdóttur, en það verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í vor. Með haustinu ætlar hann svo með sinni heittelskuðu, Örnu Ösp Guðbrandsdóttur, og börnum þeirra tveimur til útlanda í nám. Hvert ferðinni er heitið vita þau ekki enn, en Arna ætlar í fram- haldsnám í arkitektúr. „Við sækj- um um á nokkrum stöðum og svo kemur þetta bara í ljós, það verð- ur vonandi bara eitthvert ævin- týri,” segir Ívar. „Ég gæti sjálfur alveg hugsað mér í eitthvað sem tengist listsköpun, leikstjórn eða kvikmyndagerð. Svo hef ég allt í einu mikinn áhuga á sögu og gæti hugsað mér að taka einhverja kúrsa í því. Fyrir utan að fá hug- myndir út frá mannkynssögunni í listsköpun þá ætti maður von- andi að geta lært sitthvað af því sem áður hefur gerst.“ SKEMMTILEGT LÍF Þeim Ívari og Örnu finnst ekkert tiltökumál að flytja til útlanda með börnin sín tvö, enda þegar orðin þaulvön. Eftir fæðingu dótt- ur sinnar eyddu þau til dæmis nokkrum mánuðum fæðingaror- lofsins á ferðalagi um Suður- og Norður-Ameríku. „Það var ekki svo mikið mál,“ segir Ívar. „Það er alltaf mikil vinna að vera með börn, hvort sem þú ert í litlu íbúð- inni þinni eða á ferðalagi. Þegar maður eignast börn verður held ég oft minna um svona hluti. Við ákváðum bara að láta það ekk- ert stöðva okkur. Við höfðum öll mjög gott af þessu að hanga svona saman í nokkra mánuði á ferða- lagi um Mexíkó og norður til Kali- forníu. Þetta var kærkomin til- breyting frá íslenska vetrinum. Við fórum af stað upp úr áramót- um 2008, einmitt þegar maður var um það bil að fá nóg af myrkrinu hér,“ segir Ívar. Hans lífssýn er nokkuð hrein og bein og henni deilir hann með eig- inkonu sinni. „Ég vil hafa gaman að öllu sem ég geri, hvort sem það er að bera út blaðið, vinna í hjólabúð eða vera uppi á sviði að leika eða leikstýra. Lífið á að vera skemmtilegt.” LAUGAVEGUR 66 Mán. – Fös. 10–18. Lau. 11–17. Nýjasta línan frá förðunarsnillingunum í Mac heitir Warm and Cosy og er eins og nafnið gefur til kynna alveg einstaklega hlýleg og falleg lína sem er fullkomin að vetrarlagi. Um er að ræða fallega augnskugga í kremlituðum og súkkulaðibrúnum tónum og milda ferskju- liti á kinnar og varir. Augnskuggarnir eru svo náttúrulegir að þeir eru fallegir bæði að degi til og að kvöldlagi en svo er einnig um að ræða frábært augnskuggastifti í bronslituðum tón sem er vatnshelt og er líka frábært undir aðra augnskugga til að halda litnum á augn- lokinu. Flott lína fyrir náttúrulega fegurð. - amb Hlýtt og nota- legt frá Mac Brúnir tónar Nýja línan Warm and Cosy er sam- sett úr fallegum augnskuggum, ferskjulituðum varalit- um og vatnsheldurm augnblýanti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.