Fréttablaðið - 29.01.2010, Page 46

Fréttablaðið - 29.01.2010, Page 46
6 föstudagur 29. janúar tíðin ✽ matur fyrir sælkera Þ egar ég fór að keppa í fitness á sínum tíma var maturinn frekar einhæfur og leiðinlegur. Þá fór ég að leika mér með krydd til að gera matinn skemmtilegri og uppgötvaði þá hvað mér finnst gaman að elda,” útskýrir Yesmine sem er ættleidd frá Srí Lanka og ólst upp í Svíþjóð. Hún segist snemma hafa fundið fyrir mik- illi tengingu við inverskan mat og ferðaðist um Indland við gerð matreiðslubókarinnar. „Þegar ég byrjaði að elda indverskan mat fann ég að réttirnir eru oft mjög flóknir og það getur verið erfitt að finna hráefnin. Ég ákvað því að einfalda réttina og gera þá hollari fyrir bókina,“ segir Yesmine sem notar til dæmis minna salt, sykur og olíu í uppskriftir sínar. Í kjölfar útgáfu bókarinnar fékk Yesmine fjölda fyrirspurna um að kenna indverska matargerð og ákvað því að slá til og halda mat- reiðslunámskeið í Turninum. Á námskeiðinu útskýrir hún bak- grunn og heiti ýmissa indverskra rétta og kennir alls sex uppskriftir. Þar á meðal er indverskt lambalæri sem Yesmine gaf okkur uppskrift að. Námskeiðsgestir fá svo að bragða á matnum með viðeigandi víni og hjálpa til við eldamennsk- una. „Þegar ég er að elda fæ ég fólk til að koma upp og hjálpa mér því ég vil kenna því hvernig á að nota kryddin og fá tilfinningu fyrir því hvernig maturinn er gerður,“ segir hún. Verðlaunaafhendingin í keppn- inni Gourmand World Cookbook Award fer fram á bókamessu í París 11.-14. febrúar. Þar hefur Yesmine verið boðið að sýna hluta af Bollywood-sýningu sinni á opnun- inni og elda fyrir gesti hátíðarinn- ar. Þar að auki hafa aðstandend- ur keppninnar boðið henni að elda á bókamessu í Abu Dhabi í byrjun mars. „Núna er ég er að vinna með kokkunum uppi í Turni að aðstoða þá við að útfæra heilsusamlegan hádegisverðamatseðil og æfa mig fyrir bókamessuna í París. Ég þarf að skipuleggja mig mjög vel því ég þarf að lýsa öllu sem ég elda á ensku, vita hvað það tekur lang- an tíma að búa það til og auðvitað kaupa í matinn í Frakklandi,“ út- skýrir hún. „Ég á eftir að æfa mjög stíft því það munu margir virtir og góðir kokkar koma þarna fram. Þetta verður frekar stressandi, en með því að halda matreiðslunám- skeiðin finn ég að ég á alveg eftir að þora að gera þetta úti,“ bætir hún við og brosir. Nú þegar er uppselt á næsta matreiðslunámskeið Yesmine, en áhugasamir geta skráð sig á námskeið 18. febrúar inn á veisluturninn.is. – ag Yesmine Olson heldur matreiðslunámskeið í Turninum: Hollt og indverskt Spennandi krydd Yesmine gæðir lambalærið nýju lífi á indverska vísu. 2,5 kg lambalæri eða 6-800 g lamba- kjöt í bitum. Best er að marinera kjötið og láta standa í ísskáp í 1-2 daga. Blanda 1 5 kardimommur 10 negulnaglar 5 cm löng kanelstöng 1 tsk. túrmerik 2 tsk. cumin 2 stórir laukar skornir í fernt 5 hvítlauksrif 1-2 grænir chili (með eða án fræja) 5 cm af ferskri engiferrót afhýdd, skorin gróft Safi af 1 sítrónu Maldon-salt eftir smekk Blanda 2 2 msk. hrein jógúrt 1 msk. hunang 1 msk. pistasíuhnetur 1 msk. rúsínur Takið til kryddin á disk Þurrristið kardimommur, negulnagla, kanil og cuminfræ, eina tegund í einu. Myljið hvert krydd fyrir sig í mortéli til að ná fram sem mestu bragði. Undirbúið restina af hráefninu í blöndu 1. Setjð blöndu 1 í blandara og maukið. Nuddið maukinu vel í kjötið og látið marinerast í kæli hið minnsta yfir nótt. Samdægurs Takið kjötið úr kælinum og látið það ná stofuhita. Setjið blöndu 2 í bland- ara og maukið. Hitið ofninn í 180°C. Setjið lærið í steikingarskúffu og hyljið vel með blöndu 2. Setjið álpappír yfir lærið, steikið í 1½-2 tíma. Takið álpappír- inn af og steikið áfram í 10-15 mín- útur eða þar til kryddmaukið er orðið stökkt og gullinbrúnt. Ef þið notið kjötbita þá er best að hreinsa marineringuna af bitunum og snöggsteikja kjötið á pönnu og síðan setja það í eldfast mót og hylja með blöndu 2. Sett í ofninn og steikt áfram í 15-20 mínútur. Finn mikla tengingu við indverskan mat Yesmine Olson einkaþjálfariri Indverskt lamb MEINHOLLT OG DÁSAMLEGT Byrjaðu morguninn á því að búa til heitt kakó úr lífrænu súkkulaði og matskeið af hunangi. Unaðslega gott toblerone- bragð og svo er þetta gott fyrir kroppinn! BYLGJAN Í FYRSTA SÆTI Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda komist áleiðis til mikilvægustu markhópanna.* * Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 40, 2009. Auglýsing á Bylgjunni birtist samtímis á Létt Bylgjunni og Gull Bylgjunni. BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.