Fréttablaðið - 29.01.2010, Síða 49

Fréttablaðið - 29.01.2010, Síða 49
FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 Á morgun og á sunnudag geta gestir og gangandi litið við í Víkinni, Sjó- minjasafni Reykjavíkur, og gengið um borð í skipið sér að kostnaðar- lausu en skipið er þar orðið hluti af safninu í tilefni afmælisins. Víkin er orðið eitt stærsta sjó- minjasafn landsins og nýtur þeirr- ar miklu sérstöðu að geta boðið gestum að ganga um borð í varð- skipið. Óðinn er varðveittur við sérstaka safnbryggju en auk Óðins er þar varðveittur dráttarbáturinn Magni. Koma skipsins þykir marka tíma- mót í sögu Landhelgisgæslunnar en Óðinn var á þeim tíma best útbúna björgunarskipið í Norðurhöfum. Skipið afrekaði meðal annars það að draga fjórtán skip úr strandi, bjarga áhöfnum strandaðra skipa og áhöfnum af sökkvandi skipum auk þess að draga 200 skip til lands vegna bilana. Óðinn tók einnig þátt í þorskastríðinu, eina varðskipið sem það gerði. Um helgina verða fyrrverandi skipverjar af Óðni einnig staddir í Víkinni, nánar tiltekið um borð í skipinu, og gefst gestum því tæki- færi til að hitta þá og ræða við um störfin og veruna á skipinu. - jma Varðskipið Óðinn sýnt í Víkinni Fimmtíu ár eru liðin frá því að varðskipið Óðinn sigldi í fyrsta skipti inn í íslenska höfn. Hollvinasamtök Óðins bjóða því fólki um borð. Varðskipið Óðinn er nú hluti af Víkinni, Sjóminjasafni Reykjavíkur. Í ár eru fimmtíu ár síðan skipið lagði fyrst að íslenskri höfn. Félag nýrra Íslendinga hefur fyrir sið að halda mánaðarlega hátíð tileinkaða ein- hverju landi. Í kvöld er komið að Skot- landi en ball verður haldið í sal íþrótta- miðstöðvarinnar á Akranesi. „Ég er sjálf frá Skotlandi og við höfum ekki verið með skoska hátíð í tíu ár og því var kominn tími á það núna,“ segir Pauline McCarthy, formaður félagsins á Akranesi. „Við fengum hjálp frá breska sendiráðinu til að flytja inn ekta haggis frá Skotlandi. Svo fór ég til Skotlands fyrir stuttu og kom heim með fullt veski af skosku kexi og nammi auk þess sem á boðstólum verður skoskt viskí,“ segir Pauline. Punkturinn yfir i-ið er svo sekkjapípu- leikari sem spilar nokkur lög. „Hann er ekki innfluttur heldur íslenskur og heitir Eggert Pálsson.“ Dansaður verður skoskur dans og Pauline mun syngja nokkur skosk lög. Hún býst við fólki víða að, frá Ólafsvík, Stykkishólmi, Grundarfirði, Reykjavík og vitaskuld Akranesi. Skoskt ball nýrra Íslendinga FÉLAG NÝRRA ÍSLENDINGA STENDUR FYRIR SKOSKU BALLI Í HÁTÍÐARSAL ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVARINNAR Á JAÐARS- BÖKKUM Á AKRANESI Í KVÖLD. Pauline og maður hennar í skoskum fötum. Brauðbær • Þórsgötu 1 • 101 Reykjavík • 511 6677 Bjóðum upp á glæsilegt smurbrauðshlaðborð í hádeginu innifalið er margskonar tegundir smurbrauða, súpa dagsins, heit lifrakæfa, purusteik og meðlæti á 2300 kr. Föstudags og laugardagskvöld bjóðum við upp á hægeldað Rib Eye með rauðvíns sósu, bernaise sósu og meðlæti á 3900 kr. Brauðbær notalegur og góður staður.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.